„Önundur Þorkelsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: es:Önundur Þorkelsson
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1151448
 
Lína 8: Lína 8:


{{d|1197}}
{{d|1197}}

[[es:Önundur Þorkelsson]]

Nýjasta útgáfa síðan 9. mars 2013 kl. 03:45

Önundur Þorkelsson (d. 7. maí 1197) var eyfirskur höfðingi á 12. öld. Hann átti í deilum við Guðmund dýra Þorvaldsson á Bakka í Öxnadal og lauk þeim deilum með Önundarbrennu, þar sem Önundur og Þorfinnur sonur hans létu lífið ásamt fleiri mönnum.

Önundur bjó framan af á Laugalandi í Eyjafirði. Þorfinnur sonur hans vildi kvænast Ingibjörgu laundóttur Guðmundar dýra en þau voru of skyld til að mega giftast og Guðmundur hafnaði bónorðinu en þeir feðgar þvinguðu hann til að samþykkja ráðahaginn. Önundur lét svo nýgiftu hjónin hafa bújörð sína en fór sjálfur að Lönguhlíð í Hörgárdal, rak burtu bóndann sem þar bjó og tók bú hans undir sig þótt hann ætti engan rétt á því.

Margt fleira bar þeim Guðmundi á milli og menn Önundar hæddust mjög að Guðmundi. Svo fór að hann stóðst ekki frýjuorðin, fór að Önundi í Lönguhlíð ásamt Kolbeini Tumasyni 7. maí 1197 og lagði eld að bænum. Önundur brann þar inni en Þorfinnur sonur hans var felldur, komst í kirkju en dó eftir þrjá daga.