„Finnur Ingólfsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 2 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3480659
Lína 32: Lína 32:
[[Flokkur:Seðlabankastjórar Íslands]]
[[Flokkur:Seðlabankastjórar Íslands]]
{{f|1954}}
{{f|1954}}

[[eo:Finnur Ingólfsson]]
[[pl:Finnur Ingólfsson]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 00:43

Finnur Ingólfsson (f. 8. ágúst 1954 í Vík í Mýrdal) er íslenskur viðskiptamaður og fyrrum ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 1991-1999, varaformaður hans á árunum 1998-2000 og auk þess iðnaðar- og viðskiptaráðherra á árunum 1995-1999. Finnur var skipaður seðlabankastjóri frá 1. janúar 2000 til fimm ára, en hann lét af störfum í september 2002. Þá gerðist hann athafnamaður og var hluti af S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann og tók við starfi forstjóra tryggingarfélagsins VÍS.[1]

Ævi

Finnur var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, 1983-1987. Aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987-1991. Finnur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984. Finnur var kosinn á þing í alþingiskosningunum 1991 og sat í tvö kjörtímabil til 1999. Hann var skipaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Einkavæðingarstjórninni.

Finnur varð fyrir töluverðri gagnrýni snemma árs 1998, er hann var viðskiptaráðherra, vegna Lindarmálsins svokallaða. Það snérist um fjármögnunarfyrirtækið Lind hf. sem að Landsbanki Íslands, sem þá var í ríkiseigu, tapaði talsverðum fjármunum á. Meðal annars var að því látið liggja að Finnur hefði veitt Alþingi rangar upplýsingar vísvitandi.[2]

Finnur yfirgaf Seðlabankann og tók við starfi forstjóra tryggingarfélagsins VÍS í lok árs 2002. Ráðning Finns til VÍS var umdeild. Bogi Pálsson, þáverandi forstjóri P. Samúelssonar, sagði sig úr stjórn VÍS og útskýrði ákvörðu sína við blaðamann Morgunblaðsins þannig „að aðferðafræðin við ráðningu nýs forstjóra hefði ráðið mestu um“.[3] Í fréttaskýringu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðinu frá maí 2005 er sagt að Ólafur Ólafsson, sem kenndur er við Samskip, hafi ráðið mestu um að Finnur hafi tekið við af Axel Gíslasyni sem forstjóri VÍS.[4] Finnur hefur einnig komið að rekstri fyrirtækja eins og bifreiðarskoðunarfyrirtækinu Frumherja.[5]

Tilvísanir

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.