„Víkin (Noregi)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: es:Reino de Viken
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 10 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1636415
 
Lína 5: Lína 5:
[[Flokkur:Noregur]]
[[Flokkur:Noregur]]
[[Flokkur:Víkingaöld]]
[[Flokkur:Víkingaöld]]

[[da:Viken]]
[[de:Viken (Norwegen)]]
[[en:Viken, Norway]]
[[es:Reino de Viken]]
[[fr:Viken (Norvège)]]
[[nn:Vika]]
[[no:Viken]]
[[pt:Viken]]
[[ru:Вик (Норвегия)]]
[[sv:Viken, Bohuslän]]

Nýjasta útgáfa síðan 8. mars 2013 kl. 17:52

Víkin er sögulegt heiti á svæðinu umhverfis Oslóarfjörð í Noregi. Á miðöldum var talað um Víkina sem sérstakt landsvæði, aðskilið frá Fjörðunum og Þrándheimi enda eru náttúrulegar hindranir á samgöngum milli þessara svæða; fjöll í vestri og skógi vaxnir Dalirnir í norðri. Þegar Haraldur hárfagri sameinaði Noreg var hann í raun að stækka konungsríki sitt í Víkinni, meðal annars með því að fara með her í gegnum Dalina, sem ekki hafði áður verið reynt. Eftir hans tíð kom oft fyrir að ólíkir konungar ríktu annars vegar í Víkinni og hins vegar yfir Fjörðunum og Þrándheimi. Danakonungar töldu sig eiga mikilla hagsmuna að gæta í Víkinni og reyndu þannig að ná yfirráðum yfir því svæði þótt norskir konungar eða jarlar ríktu yfir afgangnum af Noregi.

Víkin telur héruðin Vestfold, Austfold, Ránríki, Vingulmörk og Bohuslän.