„Ísleifur Gissurarson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m erfðatafla
Ciacchi~iswiki (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 20: Lína 20:
[[en:Ísleifur Gissurarson]]
[[en:Ísleifur Gissurarson]]
[[it:Ísleifur Gissurarson]]
[[it:Ísleifur Gissurarson]]
[[pt:Ísleifur Gissurarson]]

Útgáfa síðunnar 4. september 2006 kl. 00:43

Ísleifur Gissurarson fæddist árið 1006, sennilega í Skálholti. Foreldrar hans voru Gissur hvíti Teitsson af ætt Mosfellinga og Þórdís Þóroddsdóttir.

Eftir nám í Herfurðu (Herford) á Saxlandi var hann vígður biskup af Aðalbjarti erkibiskupi í Brimum 1056. Byggði hann upp biskupsstól á föðurleifð sinni í Skálholti og stofnaði þar skóla. Meðal nemenda hans var Jón Ögmundarson, sem síðar varð fyrstur biskup á Hólum. Ísleifur lést í Skálholti hinn 5. júlí 1080 og hafði þá verið biskup í 24 ár.

Kona Ísleifs var Dalla Þorvaldsdóttir og áttu þau synina Þorvald, Teit og Gissur, sem varð biskup eftir föður sinn.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Skálholtsbiskup
(1056 – 1080)
Eftirmaður:
Gissur Ísleifsson