„Kontrabassi“: Munur á milli breytinga
lagaði strengjanafnaruglið
mEkkert breytingarágrip |
(lagaði strengjanafnaruglið) |
||
'''Kontrabassi''', einnig kallaður '''bassafiðla''', er stærsta og dýpsta [[strokstrengjahljóðfæri]]ð sem í dag er notað í venjulegri [[sinfóníuhljómsveit]]. Hann er oft talinn [[Bassi|bassahljóðfæri]] [[Fiðlufjölskyldan|fiðlufjölskyldunnar]] og er notaður sem slíkur í dag en er þó réttar skilgreindur sem hluti [[Víólfjölskyldan|víólfjölskyldunnar]]. Kontrabassa má í raun kalla bassavíól og er það sem kemst næst því að vera nútímaafkomandi [[viola da gamba]]. Munur á kontrabassanum og öðrum víólhljóðfærum er þó sá að bassinn hefur aðeins fjóra strengi en flest hljóðfæri víólfjölskyldunnar hafa fimm eða sex. Áður voru strengirnir aðeins þrír, en sumir kontrabassar í dag hafa allt að fimm strengi. Stilling strengjanna er þó í ferundum, líkt og víólfjölskyldan en ólíkt fiðlufjölskyldunni.
Strengirnir eru stilltir á nóturnar
Sökum tónsviðs síns er kontrabassinn aðallega notaður í samspili. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í bassa sinfóníuhljómsveitar og er aðal bassahljóðfæri strengjadeildarinnar. Nokkur einleiksverk og einleikskaflar í öðrum verkum hafa þó verið samin fyrir kontrabassa, meðal annars af [[Mozart]], [[Richard Strauss]] og [[Saint-Säns]] (sem notaði hann til að túlka [[Fíll|fílinn]] í [[Karnival dýranna|Karnivali dýranna]]. Kontrabassinn hefur síðar orðið mjög vinsæll í djasstónlist og hefur verið notaður af flestum gerðum hennar frá upphafi. Í djass er boginnn sjaldan notaður, heldur eru strengirnir plokkaðir. Í dag hefur hlutverk hans reyndar að ákveðnu leyti flust til [[Rafbassi|rafbassans]], en hann er þó enn mjög mikilvægur.
|