„Sif“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 31. ágúst 2006 kl. 13:55

Sif er kona þrumuguðsins Þórs í norrænni goðafræði og býr með honum í höll hans, Bilskirni, í ríkinu Þrúðvöngum. Hún er móðir Þrúðar og Ullar.

Í fornum kveðskap var haddur sifjar kenning fyrir gull sem skýrist af því að eitt sinn klippti Loki Laufeyjarson allt hár af Sif og hótaði Þór honum öllu illu ef hann léti svartálfa ekki búa til nýtt hár úr gulli handa Sif. Upp frá því bar Sif ávallt hár gert úr gulli.