„Framsegl“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Bæti við: he:מפרש קדמה
Lína 15: Lína 15:
[[de:Vorsegel]]
[[de:Vorsegel]]
[[en:Headsail]]
[[en:Headsail]]
[[he:מפרש קדמה]]
[[nl:Voorlijk]]
[[nl:Voorlijk]]
[[no:Forseil]]
[[no:Forseil]]

Útgáfa síðunnar 30. september 2012 kl. 04:06

Skonnortan Albanus með fjögur framsegl; jagar að húni fremst og síðan ytri- og innri-klýfi og fokku næst mastrinu.

Framsegl eru þríhyrnd stagsegl sem hengd eru í framstagið sem nær milli stafns og framsiglu á fjölmastra seglskipum eða masturs á einmastra skútum. Framsegl hafa tvíþætt hlutverk: þau hjálpa til við að knýja skipið áfram og eru líka notuð til að stýra loftstraumi yfir stórseglin aftan við þau.

Stundum eru belgsegl líka flokkuð sem framsegl.

Dæmi um framsegl

  • Fokka - oftast „aðal“-framseglið, næst mastrinu
  • Genúasegl - þríhyrnt framsegl sem er stærra en þríhyrningurinn milli masturs, stags og stefnis.
  • Klýfir - lítið þríhyrnt segl fyrir framan fokkuna
  • Jagar - lítið þríhyrnt segl fyrir framan klýfinn
  • Stormsegl - lítil fokka sem á að halda bátnum stöðugum í miklum vindi fremur en knýja hann áfram