Munur á milli breytinga „Sæmdarréttur“

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
Þótt það sé misjafnt eftir löndum felur sæmdarréttur yfirleitt í sér eftirfarandi réttindi höfundar:
* Rétt til að njóta viðurkenningar fyrir verk sínnafngreiningar (''droit de paternité'')
* Rétt til að verki sé ekki breytt eða sett í þannig samhengi að það skaði höfundarheiður hans (''droit au respect de l'œuvre'')
* Rétt til að taka verk úr umferð (''droit de repentir'')
* Rétt til að stöðvaráða útgáfu óútgefinsfrumbirtingu verks
 
Þótt þessi réttindi séu varin með höfundalögum þá er í dómaframkvæmd reynt að vega þau og meta gagnvart öðrum réttindum, til dæmis hagsmunum almennings að því að verk séu útgefin, og hagsmunum samningsaðila eins og útgefenda. Oft þarf höfundur að sýna fram á mjög ríkar ástæður til að taka verk úr umferð eða stöðva útgáfu verks sem hann hefur áður samið um. Eins vega dómarar sæmdarrétt höfundar út frá [[tjáningarfrelsi]]sákvæðum sem til dæmis fela í sér ríkan rétt til [[háðsádeila|háðsádeilu]] sem aftur getur hæglega skaðað heiður höfundar þess verks sem verður efni háðsádeilunnar. Algengast er að dæmdar séu bætur fyrir brot á sæmdarrétti vegna [[ritstuldur|ritstuldar]] þar sem höfundar er ekki getið með réttum hætti.
45.426

breytingar

Leiðsagnarval