„Kenía“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
|}
|}
|-
|-
| class="centerblock" colspan=2 style=border-bottom:3px solid gray; | <small>[[Kjörorð]]: ''Harambee ([[svahílí]]: ''vinnum saman'')</font>
| colspan=2 style=text-align:center; border-bottom:3px solid gray; | <small>[[Kjörorð]]: ''Harambee ([[svahílí]]: ''vinnum saman'')</font>
|-
|-
| class="centerblock" colspan=2 | [[Mynd:Kenya in its region (de-facto).svg|300px]]
| class="centerblock" colspan=2 | [[Mynd:Kenya in its region (de-facto).svg|300px]]

Útgáfa síðunnar 9. september 2012 kl. 18:55

Lýðveldið Kenía
Fáni Kenía Skjaldarmerki Kenía
Kjörorð: Harambee (svahílí: vinnum saman)
Opinbert tungumál enska og svahílí
Höfuðborg Naíróbí
Forseti Mwai Kibaki
Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
46. sæti
582.646 km²
2.3 %
Mannfjöldi
 - Samtals (2007)
 - Þéttleiki byggðar
33. sæti
36.913.721
63,3/km²
Sjálfstæði
 - Dagur:
Frá Bretlandi
12. desember, 1963
VLF
 - Samtals
 - á mann
áætl. 2005
48.33 milij. dala (87. sæti)
1 445 dalir (175. sæti)
VÞL 0,521 (148. sæti)
Gjaldmiðill kenýaskildingur
Tímabelti UTC+3
Þjóðsöngur Ee Mungu Nguvu Yetu
Rótarlén .ke
Alþjóðlegur símakóði 254

Kenía (stundum ritað Kenýa) er land í Austur-Afríku með landamæri að Eþíópíu í norðri, Sómalíu í austri, Tansaníu í suðri, Úganda í vestri og Súdan í norðvestri og strönd við Indlandshaf. Höfuðborg landsins er Naíróbí.

Stjórnarsvæði

Svæði Flatarmál Íbúar Höfuðborg
1. Miðsvæði 13.191 km² 4.304.300 Nyeri
2. Ströndin 83.603 km² 2.583.600 Mombasa
3. Austur 159.892 km² 5.380.200 Embu
4. Nairobi 684 km² 2.940.911 Nairobi
5. Norðaustur 126.902 km² 962.143 Garissa
6. Nyanza 16.162 km² 4.889.760 Kisumu
7. Riftdalur 173.854 km² 7.630.300 Nakuru
8. Vestur 8.361 km² 3.569.400 Kakamega

Landafræði

Kenía liggur við austurströnd Afríku. Miðbaugur liggur í gegnum norðurhluta þess. Landið er að miklu leyti hálent, en láglent við strendur. Í vesturdalnum eru mörg stór og afar djúp stöðuvötn, þ.á m. Tanganyikavatn sem er annað dýpsta stöðuvatn heimis. Nyrst við landamæri Eþíópíu er mjög stórt vatn sem nefnist Turkanavatn. Í eystri sigdalinum eru grunn og afrennslulaus vötn. Ástæðan fyrir að vötnin þar eru grynnri er sú að þykk lög af eldfjallaösku hafa sest í austurdalnum. Í Keníu má finna stærstu fjöllum í heimi, Kilimanjaro og Kenýufjall, bæði eldfjöll, þar sem það fyrra er enn virkt.

Kenía er 580.000 ferkílómetrar að stærð og íbúadreif er 48 íbúar á ferkílómeter. Höfuðborgin Nairobi er í 1800 metra hæð. Í Kenía velur folk sér bústað eftir gæðum náttúrunnar. Flestir hinna 28 milljón íbúa í Kenía búa í suðurhluta landsins í grennd við höfuðborgina Nairobi og við landamæri Úganda hjá Viktoríuvatni. Þar eru góðar jarðir og nægileg úrkoma til að stunda akuryrkju. Það búa líka margir við strandlengjuna. Aðeins örfá prósent íbúanna í Kenýu borga nokkurn skatt. Allir hinir eru smábændur sem stunda sjáfsþurfarbúskap eða hafa ofan af fyrir sér innan á óopinbera geirans í borgunum. Kenía er þróunarland og lífskjör þar eru afar ólík því sem gerist á Íslandi. Þegar Kenýubúar fara til vinnu sinnar í borgunum koma þeir ekki á bíl, hjóli eða vespu! Heldur fótgangandi. Sundum eru samt teknar rútur eða strætisvagnar en flestir ganga saman í stórum hópum inn í miðborgina og svo aftur heim um kvöldið. 99 prósent af Keníubúum eru af mismunandi þjóðarbrotum blökkumanna. Í landinu búa 80.000 arabar, 50.000 hvítir menn og 40.000 manns af asíuættum. Næstum því hvert þjóðarbrot hefur sitt eigið tungumál en til að einfalda þann vanda hefur Svahílí verið gert að ríkismáli. Svahílí er bantúmál sem blandast hefur við smá arabísku og ensku. Landamæri Tansaníu og Kenýu voru upphaflega alveg bein. Fyrir hundrað arum fengu landamærin þá lögun sem þau eru núna. Kenía var þá ensk nýlenda en Tansanía þýsk. Viktoría Englandsdrottning breytti landamærunum þegar hún gaf þýska keisaranum, frænda sínum Kilimanjaro í afmælisgjöf. Kenía varð sjálfstætt ríki 1963.

Mjög margir starfa við landbúnað í Kenía. Landbúnaðinum er skipt í þrennt: smábú, stórbú og hefðbundin búfjárrækt. Langflestir vinna á smábúum. Smábændur rækta mest maís, sem er uppistaða fæðu venjulegs Kenía búa. Smábændur rækta líka baunir, maniok, durra, hirsi og kál. Þeir halda líka flestir kýr, kindur og geitur. Stórbúin eru hins vegar oftast í eigu hlutafélaga eða einstakra ríkra keníubúa. Afurðirnar þaðan eru ætlaðar til sölu. Þá er um að ræða: kaffi, te og ananas. Þeir sem lifa á hinni hefðbundnu búffjárrækt eru þjóðarbrotin sem stunda að mestu sjálfþurftabúskap. Í Kenýu eru um 50 mismunandi þjóðir. Fyrsti forseti landsins var Jomo Kenyatta. Hann var af fjölmennustu þjóðinni kíkújú. Á meðan hann ríkti naut sú þjóð ýmissa forréttinda. Af því hlutust pólistískar óeirðir í landinu. Áður en Kenía varð sjálfstætt ríki þá ríkti mikið ósætti í samfélaginu en nú eiga þau að starfa saman í einu ríki. Nú á dögum er Kenía með friðsamlegari löndum í Afríku, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.