„Slátur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: en:Slatur; útlitsbreytingar
Lína 4: Lína 4:
Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru gerð þannig að vambir eru skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli ([[rúgur|rúg]] og [[Hafrar|höfrum]]) og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Nú eru þó oft notaðir tilbúnir keppir úr gerviefnum. Opinu á keppunum er svo lokað og þeir soðnir í 2-3 klukkutíma. Slátur er ýmist borðað heitt eða kalt og stundum er það [[súrsun|súrsað]] í [[mysa|mysu]].
Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru gerð þannig að vambir eru skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli ([[rúgur|rúg]] og [[Hafrar|höfrum]]) og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Nú eru þó oft notaðir tilbúnir keppir úr gerviefnum. Opinu á keppunum er svo lokað og þeir soðnir í 2-3 klukkutíma. Slátur er ýmist borðað heitt eða kalt og stundum er það [[súrsun|súrsað]] í [[mysa|mysu]].


Blóðmör hefur verið gerður á Íslandi frá fornu fari og svipaðir réttir þekkjast víða um lönd þótt algengara sé að gera þá úr svínablóði. Fyrr á öldum var oft notað töluvert af [[fjallagrös|fjallagrösum]] í blóðmörinn til að drýgja innflutt mjölið. Lifrarpylsa virðist hins vegar mun seinna til komin og ekki eru til heimildir um hana eldri en frá miðri 19. öld. Hún er þó ekki ósvipuð skosku [[haggis]], svo dæmi sé tekið.
Blóðmör hefur verið gerður á Íslandi frá fornu fari og svipaðir réttir þekkjast víða um lönd þótt algengara sé að gera þá úr svínablóði. Fyrr á öldum var oft notað töluvert af [[fjallagrös]]um í blóðmörinn til að drýgja innflutt mjölið. Lifrarpylsa virðist hins vegar mun seinna til komin og ekki eru til heimildir um hana eldri en frá miðri 19. öld. Hún er þó ekki ósvipuð skosku [[haggis]], svo dæmi sé tekið.


Slátur er haustmatur, gerður í [[sláturtíð]]inni og fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smáminnkanndi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur tækju slátur saman. Eftir [[bankahrunið]] haustið [[2008]] varð vart við töluverða aukningu í slátursölu, enda er slátur ódýr matur. Tilbúið og soðið slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa, fæst einnig í verslunum árið um kring en sumir líta þó fyrst og fremst á það sem [[þorramatur|þorramat]], enda þykir bæði nýtt og súrt slátur ómissandi á þorrabakkanum.
Slátur er haustmatur, gerður í [[sláturtíð]]inni og fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smáminnkanndi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur tækju slátur saman. Eftir [[bankahrunið]] haustið [[2008]] varð vart við töluverða aukningu í slátursölu, enda er slátur ódýr matur. Tilbúið og soðið slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa, fæst einnig í verslunum árið um kring en sumir líta þó fyrst og fremst á það sem [[þorramatur|þorramat]], enda þykir bæði nýtt og súrt slátur ómissandi á þorrabakkanum.
Lína 16: Lína 16:


[[Flokkur:Íslensk matargerð]]
[[Flokkur:Íslensk matargerð]]

[[en:Slatur]]

Útgáfa síðunnar 27. júlí 2012 kl. 18:21

Blóðmör og lifrarpylsa.

Slátur er íslenskur matur, gerður úr innmat og blóði lamba. Yfirleitt er orðið notað sem samheiti yfir blóðmör og lifrarpylsu en það er einnig haft bæði í þrengri og víðari merkingu; stundum táknar það aðeins blóðmör (og þá er talað um slátur og lifrarpylsu) en einnig er það haft um annan innmat úr sauðfé, blóð og haus. Þegar keypt er eitt slátur í verslun í sláturtíð inniheldur það vömb, mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus.

Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru gerð þannig að vambir eru skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli (rúg og höfrum) og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Nú eru þó oft notaðir tilbúnir keppir úr gerviefnum. Opinu á keppunum er svo lokað og þeir soðnir í 2-3 klukkutíma. Slátur er ýmist borðað heitt eða kalt og stundum er það súrsað í mysu.

Blóðmör hefur verið gerður á Íslandi frá fornu fari og svipaðir réttir þekkjast víða um lönd þótt algengara sé að gera þá úr svínablóði. Fyrr á öldum var oft notað töluvert af fjallagrösum í blóðmörinn til að drýgja innflutt mjölið. Lifrarpylsa virðist hins vegar mun seinna til komin og ekki eru til heimildir um hana eldri en frá miðri 19. öld. Hún er þó ekki ósvipuð skosku haggis, svo dæmi sé tekið.

Slátur er haustmatur, gerður í sláturtíðinni og fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smáminnkanndi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur tækju slátur saman. Eftir bankahrunið haustið 2008 varð vart við töluverða aukningu í slátursölu, enda er slátur ódýr matur. Tilbúið og soðið slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa, fæst einnig í verslunum árið um kring en sumir líta þó fyrst og fremst á það sem þorramat, enda þykir bæði nýtt og súrt slátur ómissandi á þorrabakkanum.

Blóðmör er stundum kryddaður og settar í hann rúsínur og kallast það rúsínublóðmör. Þegar hann er borinn fram heitur er oftast höfð með honum rófustappa og kartöflustappa eða soðnar kartöflur og sumir strá á hann sykri. Einnig má skera hann í sneiðar og steikja á pönnu. Lifrarpylsa er einnig borðuð heit með rófustöppu og kartöflum. Kaldan nýjan eða súrsaðan blóðmör og lifrarpylsu er algengt að skera í sneiðar og bera fram með grjónagraut eða hafragraut.

Heimildir

  • Hallgerður Gísladóttir (1999). Íslensk matarhefð. Mál og menning.
  • Jónas Jónasson frá Hrafnagili (2010). Íslenskir þjóðhættir. Opna.
  • „„Almenningi kennt að lifa af kreppu." DV, 4. október 2008“.