„Hirohito“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: sco:Hirohito, zh-classical:昭和天皇
AvocatoBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: bn:হিরোহিতো
Lína 73: Lína 73:
[[be-x-old:Хірахіта]]
[[be-x-old:Хірахіта]]
[[bg:Хирохито]]
[[bg:Хирохито]]
[[bn:হিরোহিতো]]
[[bo:ཧི་རོ་ཧི་ཐོ།]]
[[bo:ཧི་རོ་ཧི་ཐོ།]]
[[br:Hirohito]]
[[br:Hirohito]]

Útgáfa síðunnar 11. júlí 2012 kl. 04:05

Showa keisari
Showa keisari

Shōwa keisari (昭和天皇, Shōwa Tennō) (29. apríl 19017. janúar 1989) var 124. keisari Japans, en hann ríkti frá 25. desember 1926 þar til hann lést árið 1989. Hann er sá keisari sem lengst hefur setið, eða rúm 62 ár. Valdatímabil hans var nefnt tímabil hins upplýsta friðar (japanska:昭和時代, Shōwa-jidai). Hann varð formlega krónprins 2. nóvember 1916 og 1922 var hann sá fyrsti úr þeirri stétt til að ferðast út fyrir Japan þegar hann fór um England, Holland, Belgíu, Frakkland Ítalíu og Vatíkanið í hálfsárs ferð sinni um Evrópu. Í vesturlöndum er hann betur þekktur undir nafninu Hirohito.

Sonur hans er Akihito, núverandi keisari Japans.

Fjölskylda

Hann kvæntist fjarskyldri frænku sinni, Nagako prinsessu, sem seinna varð Kōjun keisaraynja 26. janúar 1924. Þau eignuðust sjö börn.

Hann var krýndur 10. nóvember 1928 í Kýótó. Hann var fyrsti keisari Japans í nokkur hundruð ár hvers móðir var opinberlega gift keisaranum.

Fyrstu árin

Fyrstu ár hans á valdastóli einkenndust af auknum hernaðarlegum áhrifum í ríkisstjórn landsins hvar stjórnir hins keisaralega flota og hins keisaralega hers höfðu frá árinu 1900 haft neitunarvald um myndanir ríkisstjórna.

Inukai Tsuyoshi forsætisráðherra var ráðinn af dögum 1932 og var með því banatilræði endir bundinn á raunverulg borgaraleg yfirráð yfir hernum. Herinn reyndi valdarán árið 1936 í kjölfar minni stuðnings við herskán hóp þingmanna í þingkosningum. Nokkrir háttsettir opinberir sem og hernaðarlegir yfirmenn voru ráðnir af dögum í valdaránstilrauninni, sem Showa keisari batt enda á.

Engu að síður voru mest öll pólitísk völd í Japan, frá 1930 í höndum herskárrar klíku sem rak stefnu er dróg Japan út í stríðsrekstur; seinna Kína-Japansstríðið og seinni heimsstyrjöldina.

Seinni heimsstyrjöldin

Að loknu stríði hefur Showa keisari ýmist verið talinn hinn illu hugsuður sem skipulagði hvert ódæðið á fætur öðru í seinni heimsstyrjöldinni, ellegar valdalaust sameiningartákn.

Japan drógst inn í seinni heimstryjöldina eftir að hafa unnið að landvinningum á meginlandi Kína í seinna Kína-Japansstríðinu frá 7. júlí 1937 í kjölfar innrásarinnar í Mansjúríu 1931.

Þann 4. september 1941 krafðist keisaradæmið í skjóli sjálfsvarnar að fá að halda landvinningum sínum í Kína áfram, að Breskur og Bandarískur hermáttur á svæðinu yrði ekki aukinn og að samvinnu við vesturlönd til að afla keisaradæminu þess sem það þarfnaðist, ellegar myndi keisaradæmið ljúka undirbúningi sínum fyrir stríðsrekstur gegn Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi ef það væri nauðsynlegt. Ef ekkert svar bærist fyrir 10. október yrði keisaradæmið illvígt í garð Bandaríkjanna og Bretlands.

Sagnfræðinga greinir á um hvort hin opinberlega söguskýring eigi við rök að styðjast, opinberlega er því haldið fram að Showa keisara hafi 5. september ekki hugnast að undirbúa stríðsrekstur fyrst og huga svo að diplómatískri lausn deilumála og gaf það í skyn að hann myndi brjóta aldagamla hefð með því að spyrja yfirmenn hers og flota beint á keisarlegum fundi daginn eftir. Konoe forsætisráðherra sannfærði Showa um að ræða málið frekar í einkasamtölum. Osami Nagano, fyrrverandi Flotaráðherra sagði síðar "Ég hef aldrei séð keisarann haga sér á þann hátt í aðra tíð, roðna í framan og hækka róminn." Engu að síður var vígvæðingu framhaldið. Showa keisari lagði áherslu á mikilvægi friðsamlegrar lausnar. Nokkrum vikum síðar höfðu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sett hinn herskáa Hideki Tojo í embætti forsætisráðherra - Showa keisari setti hann formlega í embætti en runverulegur keisaralegur stuðningur við tojo er dreginn í efa.

Þann 8. desember að Tókýó tíma réðust Japanir á Perluhöfn og innrásin í Suð-austur-Asíu hófst. Ekki var aftur snúið.

Hver svo sem raunverulegur þáttur keisarans var í aðdraganda stríðsrekstrarins, Showa keisari sýndi stríðsrekstrinum áhuga, enda var öll þjóðin með hugann við átökin. Keisarinn reyndi líkt og Georg VI. konugur Bretlands að blása mönnum kjark í brjóst. Upphaflega voru allar fréttir góðar fréttir en þegar lukkan fór að snúast síðla 1942 snemma 1943 minnkaði samhengi milli frétta sem bárust til keisarahallarinnar og raunveruleikans.

Eftir að Japanir töpuðu filipísku eynni Leyte í lok árs 1944, hóf Showa keisari röð einkafunda með háttsettum opinberum embættismönnum í byrjun árs 1945. Að Konoe, fyrrverandi forsætisráðherra, slepptum sem óttaðist kommúníska byltingu meira en ósigur í stríðinu ráðlögðu allir áframhaldandi stríðsrekstur. Showa keisari áleit frið nauðsynlegan, en mikilvægt væri að Japanski herinn ynni einhvers staðar mikilvægan sigur sem bætt gæti samningsstöðu Japans. Í apríl 1945 tilkynntu Sovíesk stjórnvöld að þau myndu ekki endurnýja hlutleysis samkomulag sitt við Japan. Í júní 1945, eftir lok Evrópustyrjaldarinnar fundaði ríkisstjórnin til að endurskoða hernaðaráætlunina, í raun var niðurstaðan enn ákveðnari stefna í því að berjast til síðasta manns. Skjal með samantekt á vonlausri stöðu Japanska hersins var útbúið og dreift meðal friðsamlegri ráðherra í ríkisstjórninni. Um miðja júni sættist ríkisstjórnin á að óska eftir því að við Sovíetmenn að þeir yrðu málamiðlarar. Þann 22. júní 1945 rauf showa keisari hefðina, að keisarinn talaði ekki við ráðherrana, á ný og sagði: Ég óska þess að raunveruleg áætlun um lok stríðsins, án tillits til núverandi stefnu, verði unnin með hraði, og því fylgt eftir að koma þeim í verk. Friðarviðræður við bandamenn reindust ómögulegar þar sem að undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar kröfðust bandamenn skilyrðislausrar uppgjarar af hálfu Japana og Japanska ríkisstjórnin setti eitt skilyrði fyrir uppgjöf, að staða keisarans yrði tryggð.

Eftir stríð

Eftir að kjarnorkusprengjurnar féllu á Hiroshima og Nagasaki, ávarpaði Showa keisari japönsku þjóðina í útvarpssendingu 15. ágúst 1945 (japanska:玉音放送 gyokuno-hoso) og tilkynnti skilyrðislausa uppgjöf Japans, þar með vék hann frá fyrri hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að vernda stöðu hans. Ávarpið var ekki sent út beint heldur var upptaka spiluð, var það í fyrsta skipti sem almenningur heyrði rödd hans hátignar.

Harry S. Truman reyndi meðal annarra að fá Showa keisara leiddann fyrir dómstól vegna stríðsglæpa. Douglas MacArthur krafðist þess á hinn bóginn að Showa keisari sæti áfram á táknrænan hátt. Showa keisari, var ekki ákærður, sat áfram en þurfti að hafna því aðvera afkomandi Sólar gyðjunar, með guðlegan mátt, lýsti hann því yfir mannlegu eðli sínu. MacArthur taldi Showa keisara gagnast Bandamönnum við að fá Japani til að sætta sig við hernámið.

Eftir stríðið vann hann þau verk sem þjóðhöfðingi þarf að vinna, ferðaðist til annarra ríkja til að endurreisa og treysta stjórnmálatengsl við önnur ríki. Hann var áhugasamur um sjávarlíffræði.

Hann varð fyrsti japanski keisarinn til að gangast undir skurð aðgerð 22. september 1987. Í ljós kom að hann var með krabbamein, sem samkvæmt hefð var haldið leyndu fyrir keisaranum. 19. september 1988 þjáðist hann af blæðingu og heilsu hans hrakaði eftir það. Klukkan 6:33 að morgni 7. janúar 1989 lést Showa keisari. Klukkan 7:55 tilkynnti Shoichi Fujimori yfirmaður japönsku keisarahallar skrifstofunnar opinberlega um andlát keisarans, þá greindi hann og í fyrsta skipti frá veikindum Showa keisara. Þann 24. febrúar fór útför hans fram að shinto sið og var hann grafinn í Hachioji í Tókýó.

Akihito tók við krúnunni og Heisei-tímabilið hófst.

Tenglar

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG