Munur á milli breytinga „Forverar Sókratesar“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
{{Heimspekisaga}}
'''Forverar Sókratesar''' (stundum kallaðir forverarnir, forsókratísku heimspekingarnir, frumherjar grískrar heimspeki eða frumherjarnir) eru þeir [[Heimspekingur|heimspekingar]] nefndir sem voru að störfum í [[Grikkland]]i fyrir daga [[Sókrates]]ar (469-399 f.Kr.) eða störfuðu innan þeirrar hefðar þrátt fyrir að sumir þeir yngstu hafi verið samtímamenn Sókratesar.<ref>Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær varð grísk heimspeki til?“. Vísindavefurinn 22.8.2005. http://visindavefur.is/?id=5212. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Stundum eru [[fræðarar]]nir (sófistarnir) taldir með forverunum til hagræðingar í umfjöllun en fræðararnir tilheyrðu samt ekki sömu hefð.
 
Tímabil forvera Sókratesar einkenndist af frumspekilegum vangaveltum og tilraunum til þess að finna „uppsprettuna“ (''arkhe''), það sem lægi veruleikanum til grundvallar. Meðal mikilvægra heimspekingar þessa tímabils eru [[Þales]], [[Anaxímandros]], [[Anaxímenes]], [[Pýþagóras]], [[Herakleitos]], [[Xenófanes]], [[Parmenídes]], [[Zenon frá Eleu]], [[Melissos]], [[Empedókles]], [[Anaxagóras]], [[Levkippos]] og [[Demókrítos]].

Leiðsagnarval