Munur á milli breytinga „Eiríkur Magnússon prestahatari“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
m (r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: zh:埃里克二世 (挪威))
Ingibjörg drottning hélt áfram um stjórnartaumana á meðan hún lifði, þótt Eiríkur teldist myndugur [[1282]], en hún dó [[1287]]. Eiríkur varð fyrir slysi á unglingsárum þegar hann féll af hestbaki og er talið hugsanlegt að hann hafi orðið fyrir [[heilaskaði|heilaskaða]]. Samkvæmt heimildum var hann ekki sérlega vel gefinn, jafnvel varla læs og skrifandi, og hann var veiklundaður og lítill skörungur. Þátttaka hans í stjórn ríkisins jókst lítið sem ekkert eftir lát móður hans, heldur réðu höfðingjarnir mestu. Þar voru þeir [[Auðunn Hugleiksson hestakorn]] og Bjarni Erlingsson fremstir í flokki.
 
Eiríkur hélt verndarhendi yfir dönsku aðalsmönnunum sem dæmdir höfðu verið fyrir morðið á [[Eiríkur klipping|Eiríki klipping]] Danakonungi og þess hefur jafnvel verið getið til að hann - eða öllu heldur einhverjir aðalsmannanna sem stýrðu ríkinu í nafni hans - hafi átt þátt í morðinu. Hann herjaði á strendur [[Danmörk|Danmerkur]] frá [[1289]]. Móðir hans hafði átt inni arf eftir föður sinn sem loks var samið um [[1297]] og Eiríkur fékk greiddan. Hann átti einnig í stríði við þýska [[Hansakaupmenn]], fór halloka og þurfti að gjalda þeim stórfé.
 
== Hjónabönd og börn ==

Leiðsagnarval