Munur á milli breytinga „Vín (Austurríki)“

Jump to navigation Jump to search
[[Mynd:JFK Khrushchev Handshake 1961.jpg|thumb|Kennedy og Krústsjov hittast í Vín 1961]]
Við sjálfstæði Austurríkis hófst nýr kafli í byggingasögu borgarinnar. Samfara nýjum byggingum risu einnig mikil samgöngumannvirki. Vöxturinn og efnahagur Vínar var svo ör að borgin sótti um [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikana]] fyrir árið [[1964]]. Fyrir rest hlaut [[Tókíó]] þó heiðurinn. Erlendar stofnanir fluttu hins vegar til Vínar. Fyrsta stofnunin var [[Alþjóða kjarnorkumálastofnunin]] árið [[1965]]. Af öðrum stofnunum má nefna [[OPEC]], [[ÖSE]] og ýmsar hliðarstofnanir [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]]. Vín er líka vinsæl ráðstefnuborgí dag. [[1961]] hittust [[John F. Kennedy]] og [[Nikita Krústsjov]] í Vín til að ræða um tilslakanir í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Eftir fall járntjaldsins opnuðust markaðir og möguleikar í nágrannalöndunum í austri. [[2003]] stofnaði Vín viðskipta- og efnahagssvæðið Centrope, sem nær frá austurhluta Austurríkis og inn í landamærahéruð Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands. Vín og Bratislava eru þungamiðjur í þessu svæði.
 
== Menntun ==
[[Mynd:Vienna University of Technology 6.2008.jpg|thumb|210px|Tækniháskóli Vínar]]
[[Mynd:AkadBildKWien.jpg|thumb|210px|Listaakademían]]
Vín er helsta miðstöð mennta og menningar í Austurríki og þar eru fjölmargar menningarstofnanir, söfn og skólar. Meðal annarra eru [[Háskólinn í Vín]], [[Tækniháskólinn í Vín]], [[Læknaskólinn í Vín]], [[Hagfræði- og viðskiptaháskóli Vínar]] og [[Tónlistar- og sviðslistaháskóli Vínar]]. Einnig eru þar alþjóðlegar menntastofnanir á borð við [[Alþjóðlegi Amaedus-tónlistarskólinn í Vín|Alþjóðlega Amaedus-tónlistarskólann í Vín]], [[Alþjóðlegi bandaríski skólann í Vín|Alþjóðlega bandaríska skólann í Vín]], [[Alþjóðlegi Dónárskólinn|Alþjóðlega Dónárskólann]], [[Alþjóðaháskólinn í Vín|Alþjóðaháskólann í Vín]] og [[Lauder-viðskiptaskólinn|Lauder-viðskiptaskólann]].
 
== Viðburðir ==
[[Mynd:Eistraum 2.JPG|thumb|Manngert skautasvell fyrir framan ráðhúsið í Wiener Eistraum.]]
'''Wiener Eistraum''' er heiti á skautasvelli sem sett er upp fyrir framan ráðhúsið í [[janúar]]. Borgarbúar bregða þá fyrir sig betri fætinum og fara á skauta svo hundruðum þúsundum skiptir. Svellið er opið í fimm vikur og meðaltal gesta um 450 þúsund. Samfara því er ráðhúsið lýst upp og ýmsir tónlistarviðburðir fara fram.
 

Leiðsagnarval