„Skemmtiþáttur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
LA2 (spjall | framlög)
m flokkur
Escarbot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: it, ko, ms, tr
Lína 12: Lína 12:
[[eo:Varieteo]]
[[eo:Varieteo]]
[[fr:Émission de variétés]]
[[fr:Émission de variétés]]
[[it:Varietà (spettacolo)]]
[[ja:バラエティ番組]]
[[ja:バラエティ番組]]
[[ko:버라이어티 쇼]]
[[ms:Rancangan aneka ragam]]
[[tr:Varyete]]
[[zh:綜藝節目]]
[[zh:綜藝節目]]

Útgáfa síðunnar 15. apríl 2012 kl. 20:53

Skemmtiþáttur er í dagskrárgerð útvarps- eða sjónvarpsþáttur sem inniheldur blandað skemmtiefni, tónlistaratriði, grínatriði, dansatriði, sjónvarpsleiki og þar fram eftir götunum, með þáttarstjórnanda sem leiðir þáttinn áfram og kynnir atriðin. Skemmtiþættir eiga rætur sínar að rekja til blandaðrar skemmtidagskrár í leikhúsum (kabarett, revía, music hall og vaudeville).

Dæmi um heimsfræga skemmtiþætti eru bandarísku sjónvarpsþættirnir Ed Sullivan Show og Saturday Night Live, en þetta form hefur þó verið á undanhaldi í bandarísku sjónvarpi undanfarinn áratug. Í mörgum Evrópulöndum er löng hefð fyrir því að sýna skemmtiþátt á besta tíma á föstudags- eða laugardagskvöldum.

Á Íslandi hafa skemmtiþættir verið framleiddir af Ríkissjónvarpinu og sýndir á laugardagskvöldum nánast frá stofnun en slík þáttagerð hefur oftast verið bundin við haustdagskrána. Dæmi um íslenska skemmtiþætti eru Á tali hjá Hemma Gunn, Milli himins og jarðar og Laugardagslögin.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.