„Sigurjón Ólafsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Guimis (spjall | framlög)
m interwiki + es:
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.6.4) (Vélmenni: Bæti við: de:Sigurjón Ólafsson
Lína 14: Lína 14:
[[Flokkur:Íslenskir myndhöggvarar]]
[[Flokkur:Íslenskir myndhöggvarar]]
{{fd|1908|1982}}
{{fd|1908|1982}}

[[de:Sigurjón Ólafsson]]
[[es:Sigurjón Ólafsson]]
[[es:Sigurjón Ólafsson]]

Útgáfa síðunnar 1. apríl 2012 kl. 21:19

Sigurjón Ólafsson (19081982) var íslenskur myndhöggvari.

Hann stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara. Sigurjón lauk sveinsprófi í húsamálun frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1927 og ári síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf nám í Konunglegu Akademíunni. Námið sóttist honum vel og haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttu af Verkamanni sem nú er í eigu Listasafns Íslands og fyrir portrettið Móðir mín (1938) hlaut Sigurjón hin eftirsóttu Eckersberg-verðlaun.

Þegar Sigurjón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi. Stærst verka hans er án efa lágmyndirnar á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar sem hann vann á árunum 1966-1969, en þekktari eru ef til vill Öndvegissúlurnar við Höfða, styttan af séra Friðrik við Lækjargötu, og Íslandsmerki á Hagatorgi.

Í Laugarnesi þar sem Sigurjón bjó og hafði vinnustofu er núna Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og er Birgitta Spur ekkja Sigurjóns forstöðumaður safnsins.

Tengill

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.