„Vesturfrísnesku eyjarnar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MastiBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: stq:Wäästfräiske Ailounde
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: frr:Waastfresk eilunen, zh:西弗里西亚群岛
Lína 60: Lína 60:
[[fi:Länsi-Friisein saaret]]
[[fi:Länsi-Friisein saaret]]
[[fr:Îles de la Frise-Occidentale]]
[[fr:Îles de la Frise-Occidentale]]
[[frr:Waastfresk eilunen]]
[[fy:Nederlânske waadeilannen]]
[[fy:Nederlânske waadeilannen]]
[[it:Isole Frisone Occidentali]]
[[it:Isole Frisone Occidentali]]
Lína 67: Lína 68:
[[stq:Wäästfräiske Ailounde]]
[[stq:Wäästfräiske Ailounde]]
[[sv:Västfrisiska öarna]]
[[sv:Västfrisiska öarna]]
[[zh:西弗里西亚群岛]]

Útgáfa síðunnar 1. apríl 2012 kl. 03:11

Vesturfrísnesku eyjarnar (hollenska: Waddeneilanden) eru eyjaklasi í Vaðhafinu undan norðurströnd Hollands og tilheyra Hollandi. Aðaleyjarnar eru fimm og eru þær allar í byggð. Eyjarnar mynda beina línu við Austurfrísnesku eyjarnar, sem tilheyra Þýskalandi. Auk þeirra eru einnig til Norðurfrísnesku eyjarnar sem tilheyra Þýskalandi og Danmörku.

Jarðfræði

Eyjarnar mynduðust við hreyfingar sjávar, þannig að sandrif hlóðust upp í Vaðhafinu. Þessi rif stækkuðu með tímanum og náði gróður að skjóta þar rótum. Því liggja eyjarnar í beinni línu, nema Texel sem liggur frá norðaustri til suðvesturs. Sökum hafstrauma hreyfast eyjarnar smátt og smátt í austurátt, þ.e. það brotnar af þeim að vestan og hleðst á austurendann. Slíkar hreyfingar taka hins vegar langan tíma. Norðurströnd eyjanna er að mestu úr sandi, en suðurströndin úr leir. Þegar fjarar út koma víðáttumiklar leirur í ljós, þannig að hægt er að ganga marga kílómetra til suðurs, jafnvel allt til meginlandsins. Þar er boðið upp á gönguferð til eyjarinnar Schiermonnikoog með vönum leiðsögumanni. Á milli eyjanna eru sterkir straumar þar sem sjór þrýstist ýmist til norðurs þegar fjarar út, eða til suðurs þegar flæðir að.

Eyjarnar

Kort af Vesturfrísnesku eyjunum

Megineyjarnar eru fimm að tölu og eru allar í byggð. Auk þeirra eru smærri eyjar og rif sem flestar eru friðaðar vegna náttúrunnar. Þar verpa fuglar í stórum stíl og í mörgum þeirra kæpa selir. Eyjarnar tilheyra flestar héraðinu Fríslandi, nema Texel sem tilheyrir Norður-Hollandi. Listi yfir Vesturfrísnesku eyjarnar eftir stærð:

Röð Eyja Stærð í km2 Íbúafjöldi Höfuðstaður
1 Texel 169 13.700 Den Burg
2 Terschelling 88 4.700 West-Terschelling
3 Ameland 60 3.500 Nes
4 Vlieland 40 1.100 Oost-Vlieland
5 Schiermonnikoog 39 990 Schiermonnikoog

Óbyggðar eyjar. Tölusetningin er af myndinni að ofan:

Tölusetning Eyja/rif Stærð
1 Noorderhaaks 4,5
2 Richel 1,5
3 Griend 0,82
4 Rif -
5 Engelsmanplaat 6
6 Simonszand 0,5
7 Rottumerplaat 7,82
8 Rottumeroog 2,5

Heimildir