„Sameinuðu þjóðirnar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: dsb:Zjadnośone narody Fjarlægi: hr:Ujedinjeni narodi
LaaknorBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Bæti við: hr:Ujedinjeni narodi Breyti: no:De forente nasjoner
Lína 116: Lína 116:
[[hi:संयुक्त राष्ट्र]]
[[hi:संयुक्त राष्ट्र]]
[[hif:United Nations]]
[[hif:United Nations]]
[[hr:Ujedinjeni narodi]]
[[hsb:Zjednoćene narody]]
[[hsb:Zjednoćene narody]]
[[ht:ONI]]
[[ht:ONI]]
Lína 164: Lína 165:
[[nl:Verenigde Naties]]
[[nl:Verenigde Naties]]
[[nn:Dei sameinte nasjonane]]
[[nn:Dei sameinte nasjonane]]
[[no:FN]]
[[no:De forente nasjoner]]
[[nov:Unionati Nationes]]
[[nov:Unionati Nationes]]
[[nv:Nahasdzáán Bikáaʼgi Kéyah Naaznilgo Ałhidadiidzooígíí]]
[[nv:Nahasdzáán Bikáaʼgi Kéyah Naaznilgo Ałhidadiidzooígíí]]

Útgáfa síðunnar 28. mars 2012 kl. 18:01

Fáni Sameinuðu þjóðanna
Fáni Sameinuðu þjóðanna

Opinber tungumál arabíska, enska, franska, kínverska, rússneska og spænska
Aðalritari Ban Ki-moon (síðan 2007)
Stofnaðar sem stríðsbandalag:
1. janúar 1942
sem alþjóðasamtök:
24. október 1945
Meðlimir 193
Höfuðstöðvar New York-borg, Bandaríkjunum
Vefsvæði www.un.org

Sameinuðu þjóðirnar (S.þ.) eru alþjóðasamtök stofnuð 1945 sem nú hafa 193 aðildarríki. Öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu, eru nú meðlimir. Vatíkanið á eina varanlega áheyrnarfulltrúann og getur sóst eftir fullri aðild ef það kýs svo. Höfuðstöðvar samtakanna eru í New York-borg, þar sem aðildarríkin koma saman á reglulegum fundum til að taka ákvarðanir um margs konar mál sem samtökin koma að.

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar skiptast í sex stofnanir: allsherjarþingið, öryggisráðið, efnahags- og félagsmálaráðið, gæsluverndarráðið, aðalskrifstofuna og alþjóðadómstólinn. Að auki eru fjölmargar undirstofnanir, t.d. UNICEF og WHO. Valdamesti og mest áberandi embættismaður Sameinuðu þjóðanna er aðalritarinn.

Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar eftir lok síðari heimsstyrjaldar af sigurvegurum stríðsins í þeirri von að samtökin myndu koma í veg fyrir frekari stríð í framtíðinni vegna sameiginlegra öryggishagsmuna aðildarríkja. Núverandi uppbygging samtakanna ber vott um þær aðstæður sem uppi voru þegar þau voru stofnuð; sérstaklega sér þeirra stað í Öryggisráðinu, þar sem fimm ríki hafa fast sæti og neitunarvald. Þau eru: Alþýðulýðveldið Kína (leysti af hólmi Lýðveldið Kína), Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland (leysti af hólmi Sovétríkin).

Ísland

Alþingi Íslendinga samþykkti 25. júlí 1946 að sótt yrði um aðils Íslands að Sameinuðu þjóðunum, þann 9. nóvember 1946 voru aðildarumsóknir Íslands, Svíþjóðar og Afganistans samþykktar. 19. nóvember 1946 var Ísland boðið velkomið og Thor Thors varð fyrsti Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Tenglar

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG