„Vilhjálmur ljón“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: gd:Uilleam I na h-Alba
Lína 38: Lína 38:
[[fi:Vilhelm Leijona]]
[[fi:Vilhelm Leijona]]
[[fr:Guillaume Ier d'Écosse]]
[[fr:Guillaume Ier d'Écosse]]
[[gd:Uilleam I na h-Alba]]
[[gl:Guillerme I de Escocia]]
[[gl:Guillerme I de Escocia]]
[[he:ויליאם הראשון, מלך סקוטלנד]]
[[he:ויליאם הראשון, מלך סקוטלנד]]

Útgáfa síðunnar 17. mars 2012 kl. 00:38

Vilhjálmur ljón.

Vilhjálmur ljón (um 11434. desember 1214) eða Vilhjálmur 1. (gelíska: Uilliam mac Eanraig) var konungur Skotlands frá 1165 til dauðadags og var ríkisstjórnartíð hans sú næstlengsta í sögu Skotlands fram að sameiningunni 1707; aðeins Jakob 6. var konungur lengur, eða frá 1567 til 1625.

Foreldrar Vilhjálms voru Hinrik jarl af Norðymbralandi, sonur Davíðs 1. Skotakonungs, og kona hans Ada de Warenne, sem var af tignum enskum og frönskum ættum; Hinrik 1. Frakkakonungur var langafi hennar. Melkólfur (Malcolm), eldri bróðir Vilhjálms varð konungur 1153 þegar Davíð afi þeirra dó en faðir þeirra hafði dáið skyndilega ári fyrr. Melkólfur dó 9. desember 1165, ógiftur og barnlaus, og þá varð Vilhjálmur konungur. Hann var krýndur 24. desember 1165.

Vilhjálmur var andstæða Melkólfs, sem hafði verið veiklulegur, kvenlegur og heittrúaður. Hann var kraftalega vaxinn, rauðhærður og einþykkur. Auknefnið ljón hlaut hann þó ekki fyrr en eftir dauða sinn og það vísar ekki til styrks hans eða skapferlis, heldur mun það stafa af því að hann hafði ljón í skjaldarmerki sínu, sem varð svo skjaldarmerki Skotakonunga. Vilhjálmur erfði titilinn jarl af Norðymbralandi árið 1152 en varð að láta Hinrik 2. Englandskonungi hann eftir 1157. Það dró dilk á eftir sér því að Vilhjálmur eyddi miklu þreki, tíma og mannafla í að reyna að vinna Norðymbraland að nýju eftir að hann varð konungur.

Vilhjálmur réðist inn í England 1174 til að reyna að ná Norðymbralandi og fór sjálfur í fylkingarbrjósti í orrustunni við Alnwick. Þá féll hann af baki og var handtekinn og fluttur til Normandí en Hinrik sendi lið til Skotlands og hernam það. Vilhjálmur þurfti að viðurkenna Hinrik sem lénsherra sinn og samþykkja að greiða kostnaðinn af hernáminu til að sleppa. Jafnframt fékk Hinrik rétt til að velja Vilhjálmi konu. Kallaðist þetta samkomulag Falaise-samningurinn. Hann fékk þá að snúa heim og sór Hinrik hollustu í York 1175. Falaise-samningurinn var í gildi í 15 ár en þegar Ríkharð ljónshjarta skorti fé til að fjármagna krossferð sína féllst hann á að slíta honum gegn því að fá 10.000 merkur silfurs.

Vilhjálmur dó í Stirling-kastala 1214. Hann hafði kvænst Ermengarde de Beaumont, sem var dóttir óskilgetinnar dóttur Hinriks 1. Englandskonungs, árið 1186 að boði Hinriks 2. Hjónabandið var ekki gott og það liðu mörg ár þar til erfingi fæddist en þó eignuðust þau á endanum þrjár dætur og einn son, Alexander 2., og tók hann við ríkjum af föður sínum.

Heimildir


Fyrirrennari:
Melkólfur 4.
Skotakonungur
(11651214)
Eftirmaður:
Alexander 2.