Munur á milli breytinga „Sýrurokk“

Jump to navigation Jump to search
31 bæti bætt við ,  fyrir 9 árum
m
Sýrurokk var ákaflega vinsælt í bæði [[Bretland|Bretlandi]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] en einhver munur var á stefnunum sitthvoru megin við Atlantshafið. Þekktar hljómsveitir sem spiluðu einhverntíma svona tónlist eru meðal annars [[Bítlarnir]],<ref>Miller, James E. [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/57495/the-Beatles „The Beatles“], [http://www.britannica.com ''Britannica'']. Skoðað 29. febrúar 2012.</ref> [[The Rolling Stones]],<ref>Erlewine, Thomas. [http://www.allmusic.com/artist/the-rolling-stones-p5298 „The Rolling Stones“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 1. mars 2012.</ref> [[Pink Floyd]],<ref>O’Brien, Lucy M. [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/461093/Pink-Floyd „Pink Floyd“], [http://www.britannica.com ''Britannica'']. Skoðað 29. febrúar 2012.</ref> og [[Soft Machine]].<ref>Unterberger, Richie og Dave Lynch. [http://www.allmusic.com/artist/soft-machine-p5473 „Soft Machine“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 29. febrúar 2012.</ref> Þrátt fyrir að sýrurokksenan hafið verið mest áberandi í Bretlandi og Bandaríkjunum náði hún líka til Íslands og hafði áhrif á tónlistarlífið hér.
 
Sýrurokk lifði stutt og fjaraði að mestu út á mótum sjöunda og áttunda áratugarins og flestar sýrurokksveitir sneru sér að öðrum stefnum. Það var svo í lok áttunda áratugarins sem [[síð-pönk]] sveitir tóku að tvinna sækadelíu saman við tónlist sína og þar með hófts nýsækadelía sem er enn við lýði í dag.
==Tónlistarstíll==
 
Beggja vegna [[Atlantshafið|Atlantshafsins]] voru hljómsveitir byrjaðar að gera tilraunir með LSD. Í Bandaríkjunum byrjuðu hljómsveitir hvaðanæva að, að spila tónlist sem féll undir þennan flokk rokktónlistar. Í [[San Fransico[[ myndaðist stór sýrurokk sena með hljómsveitir á borð við [[the Grateful Dead]] og the [[13th Floor Elevators]], sem í raun voru frá [[Texas]], í fararbroddi. The Grateful Dead voru á meðal hljómsveita sem spiluðu á sérstökum sýrukvöldum (e."acid tests"), samkomum þar sem fólk tók LSD við undirspil sýrutónlistar. Í Bretlandi áttu svipaðir hlutir sér stað. Pink Floyd, The Move, the Soft Machine, uppreisnarseggirnir í The Rolling Stones og jafnvel góðu drengirnir í Bítlunum, allir tóku þátt. En þetta snerist ekki bara um eiturlyf, hljómsveitir vildu ganga lengra og fara nýjar leiðir í tónlist sinni. Auk áhrifa úr jassi sótti tónlistin líka innblástur frá austrænni tónlist og notuðust við hljóðfæri eins sítara og tabla trommur en líka í klassísk hljófæri eins og sembala. Sumarið 1967 náði sýrurokk hátindi sínum. Bítlarnir gáfu út plötuna [[Sgt. Pepper's Lonely Heartsclub]] sem skartaði dreymnum textum með skýrskotanir í eiturlyfjaneyslu, sítarleik og fleiru einkennandi fyrir sýrurokk. <ref name="Unterberger" /> Ári síðar var haldin hin þekkta hippatónlistarhátíð [[Woodstock]] í Bandaríkjunum, þar sem mörg stærstu nöfn sýrurokks komu fram, þar á meðal Jimi Hendrix, Jefferson Airplane, the Grateful Dead og Country Joe and the Fish.<ref> Höfundur óþekktur [http://www.woodstock.com/themusic.php „The Music“], [http://www.woodstock.com ''Woodstock'']. Skoðað 10.mars 2012.</ref> Upp frá því fóru vinsældir sýrurokks hinsvegar dvínandi og þegar áttundi áratugurinn gekk í garð við voru flestar rokkhljómsveitir annaðhvort hættar eða höfðu aftur snúið sér að hefðbundnara rokki. En sýrurokk átti líka þátt í þróun nýrra tónlistarstefna, [[framsækið rokk]] í tilviki Pink Floyd og the Soft Machine svo og [[þungarokk]] sveita eins og Led Zeppelin.<ref> Höfundur óþekktur. [http://www.allmusic.com/explore/style/psychedelic-d380 „Psychedelic “], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 10. mars 2012.</ref>
 
 
===Sýrurokk á Íslandi===
 
[[Mynd:SG - 551 - A-72p.jpg|thumb|right|Önnur tveggja smáskífa [[Óðmenn|Óðmanna]], gefin út árið [[1970]]. Hún innihélt lögin [[Óðmenn - Bróðir|Bróðir]] og Spilltur Heimur]]
Sækadelían var lengi að taka við sér á Íslandi. Það var ekki fyrr en flestar erlendu hljómsveitirnar höfðu gefist upp og snúið sér aftur að hefðbundnara rokki eða leyft tónlistinni að þróast áfram yfir í t.d. [[framsækið rokk]] sem hljómsveitirnar hér heima fóru að spila sýrurokk. Fram að 1969-1970 höfðu íslensku hljómsveitirnar verið tregar til að til að tileinka sér framúrstefnulega tilraunasterfsemi vinsælla hljómsveita á borð við Pink Floyd, [[Procol Harum]], [[The Doors]] og gítarkónginn [[Jimi Hendrix]]. En loks í bláenda sjöunda áratugarins tóku íslendingarnir við sér og fóru að spila tónlistina sem áður hafði bara fengið að heyrast spiluð af plötum hérlendis. Lítið var um frumsamda tónlist á Íslandi á þessum tíma og algengara var að íslensku hljómsveitirnar spreyttu sig á erlendum slögurum en þó ekki algilt. En með innkomu sýrutónlistar á íslandi fóru hljómsveitir að leggja meira upp úr því að semja sjálfar og oftast var lagður mikill metnaður í tónsmíðarnar. Tónlistin sneri ekki lengur um að skapa möguleka til að dansa við hitt kynið. Þess í stað var algengara að fólk héldi kyrru fyrir í sætum sínum, jafnvel með lokuð augun, og leyfðu sér að týnast í tónlistinni. Ef ske kynni að dansað væri voru það ekki lengur fyrirfram æfð dansspor sem réðu ríkjum á dansgólfinu. Við tóku hægar hreyfingar, hver og einn fór sínar leiðir eftir eigin skynjun á tónlistinni. Ekki var óalgengt að þessi skynjun væri aukin með hjálp ofskynjunarlyfja af einhverju tagi, til dæmis [[LSD]] eða [[hass]]i.<ref>Gestur Guðmundsson '' Rokksaga Íslands 1955-1990, frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna.'', (Forlagið, 1990), ISBN=ISBN 9979-53-015-4, bls. 111.</ref> Meðal þekktustu sýrurokksveita landsins voru Trúbrot, Óðmenn og Tilvera, allar stofnaðar árið 1969.
 
=== Nýsýrurokk ===
 
Í lok áttunda áratugarins tóku [[síð-pönk]]sveitir, þar á meðal [[Echo & the Bunnymen]] og [[The Teardrop Explodes]], að endurlífga sýrurokkið með því að innleiða stíl þess í tónlist sína og úr varð ný stefna: [[Nýsýrurokk]]. Tónlistin sótti áhrif til sýrutónlistar sjöunda áratugarins, hvort sem það var súrrealísk eða pólitísk textagerðin, bjagað gítarhljóð eða jafnvel djassaður spuni. Nýsýrutónlist (e. ''neo-psychedelia'') er jafn fjölbreytt og hljómsveitirnar sem spilað það í gegnum árin eru margar. Algengast er að indí og alternative hljómsveitir tilheyri stefnunni.<ref>[http://www.allmusic.com/explore/style/d2778 „Neo-Psychedelia“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 8.mars 2012.</ref> Dæmi um starfandi nýsýrurokkhljómsveitir eru ástralska sveitin [[Tame Impala]]<ref>Macgregor, Jody. [http://www.allmusic.com/artist/tame-impala-p1111074/biography „Tame Impala“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 9. mars 2012.</ref>, [[Ariel Pink's Haunted Graffiti]]<ref>Henderson, Alex. [http://www.allmusic.com/artist/ariel-pinks-haunted-graffiti-p675242/biography „Ariel Pink's Haunted Graffiti“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 9. mars 2012.</ref>, [[Animal Collective]]<ref>Henderson, Alex. [http://top100albums.wordpress.com/tag/neo-psychedelia/ „Animal Collective - Strawberry Jam“], [http://top100albums.wordpress.com/ ''Wordpress'']. Skoðað 9. mars 2012.</ref> og breska sveitin [[Toy]], en tónlist hennar er samblanda sýrurokks, [[síð-pönk]]s og [[krátrokk]]s.<ref> Long, Ralegh [http://thequietus.com/articles/06746-field-day-review „Field Day 2011: The Quietus Review - Toy“], [http://www. thequietus.com ''The Quietus'']. Skoðað 9.mars 2012.</ref>
 
*[http://www.scaruffi.com/music/psych.html Listi yfir bestu sýruplötur allra tíma] á [http://www.scaruffi.com] eftir Piero Scaruffi og Giampiero Fleba.
 
[[Flokkur:Tónlistarstefnur]]
[[Flokkur:Rokk]]
 
75

breytingar

Leiðsagnarval