„Gouda“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
HiW-Bot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: ko:하우다
Lína 91: Lína 91:
[[jv:Gouda]]
[[jv:Gouda]]
[[ka:გაუდა]]
[[ka:გაუდა]]
[[ko:하우다]]
[[la:Gaudanum]]
[[la:Gaudanum]]
[[li:Gouda]]
[[li:Gouda]]

Útgáfa síðunnar 7. mars 2012 kl. 08:03

Fáni Skjaldarmerki
Upplýsingar
Hérað: Suður-Holland
Flatarmál: 18,10 km²
Mannfjöldi: 71.073 (31. des 2010)
Þéttleiki byggðar: 3.927/km²
Vefsíða: www.gouda.nl
Lega
Staðsetning Eindhoven í Hollandi

Gouda er borg í Hollandi og er með 71 þúsund íbúa. Borgin er heimsþekkt fyrir ostana (Gouda-ost), sem gjarnan eru boðnir upp á markaðstorgunum.

Lega og lýsing

Gouda liggur við samflæði ánna Hollandse Ijssel og Gouwe suðvestarlega í Hollandi og tilheyrir héraðinu Suður-Hollandi. Næstu borgir eru Rotterdam til suðvesturs (15 km), Haag til vesturs (20 km), Utrecht til austurs (35 km) og Amsterdam til norðurs (50 km).

Skjaldarmerki og fáni

Skjaldarmerki Gouda eru þrjár lóðréttar rendur, rauð, hvít og rauð. Í sitthvorri rauðu röndinni eru þrjár gullnar tíuarma stjörnur. Merki þetta á sinn uppruna með van der Goude ættinni á 14. öld. Það varð að borgarmerki og komu stjörnurnar fram á ýmsum innréttingum. Textinn fyrir neðan er: Per aspera ad astra, sem merkir í gegnum raunir til stjarnanna. Hann er frá 1691. Ljónin og kórónan eru síðari tíma viðbætur. Ljón er aðalsmerki héraðsins Hollands. Fáninn er svipaður, nema hvað búið er að snúa röndunum þannig að þær eru láréttar.

Orðsifjar

Gouda hefur í gegnum tíðina verið kölluð Golde, Die Goude, Ter Goude og Tergouw. Öll þessi heiti eiga sér uppruna sinn í ánni Gouwe sem rennur í gegnum borgina. Heitið Gouwe kemur fyrst við skjöl 1139 en mismunandi kenningar eru uppi um merkingu þess.

Söguágrip

Gouda 1652

Í upphafi 12. aldar var borgarstæði Gouda einn stór mýrarfláki. Íbúar nærliggjandi svæða fóru gjarnan þangað til að vinna mó. Bærinn Gouda kom fyrst við skjöl 1143 og var þá undir yfirráðum biskupanna í Utrecht. Árið 1225 var áin Gouwe, sem bærinn var nefndur eftir, tengd Oude Rijn með skurði. Þar með fékk Gouda aðgengi að skipasamgöngum og verslunarleiðum. Árið 1272 veitti Floris V, greifi af Holland, Gouda borgarréttindi. Nokkrir stórbrunar geysuðu í borginni, sérstaklega 1361 og 1438. Í sjálfstæðisstríðinu var Gouda hertekin af hollenskum uppreisnarmönnum 1572, sem skemmdu hana talsvert og brenndu mörg hús niður. Gouda naut velgengni á gullaldarárum Hollendinga á 17. öld, en það breyttist mjög við sjóstríðin við England. Þá hrundi verslunin og borgin var ein sú fátækasta í Hollandi fram á 19. öld. Hugtakið Gouwenaar (íbúi Gouda) var samnefnari fyrir betlara. Við iðnbyltinguna á 19. öld fór efnahagurinn aftur að batna. Borgarmúrarnir voru rifnir niður og borgarhliðin fjarlægð til að skapa iðnaðarpláss. Árið 1855 var járnbraut lögð frá Utrecht til Gouda og borgin óx sem aldrei fyrr. Í heimstyrjöldinni síðari varð borgin fyrir nokkrum loftárásum bandamanna. Í þeim eyðilagðist til að mynda járnbrautarstöðin, enda var reynt að eyðileggja allar samgöngur nasista í Hollandi.

Vinabæir

Gouda viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Byggingar og kennileiti

Loftmynd af miðborg Gouda. Jóhannesarkirkjan er til hægri. Gamla ráðhúsið stendur eitt og sér á markaðstorginu.
  • Jóhannesarkirkjan er lengsta kirkja Hollands en hún er 123 metra löng. Fyrirrennari kirkjunnar brann í borgarbrunanum 1438 og var þá núverandi kirkja reist í kjölfarið. Byrjað var á kórnum, en hann var vígður 1510. Árið 1555 var fyrsti gluggi kórsins settur í en Jóhannesarkirkjan skartar fegurstu kirkjuglugga Hollands. Gluggarnir voru settir í einn af öðrum næstu 20 árin. 1573 tóku siðaskiptamenn kirkjuna. Við það eyðilögðust mörg listaverk, eins og heil 45 ölturu. Gluggarnir fengu þó að vera í friði. Í lok 16. aldar var kirkjuskipið stækkað. Kirkjan er helguð Jóhannesi skírara og heitir hún eftir honum.
  • Gamla ráðhúsið í Gouda stendur eitt á aðalmarkaðstorginu. Það var reist 1448-50 úr belgískum kalksteini. Grunnurinn stendur á sverum trjábolum sökum þess að jörðin undir húsinu er blaut. Síki voru allt í kring og varð ekki komist inn nema með brú. Síkin og brúin hurfu í upphafi 17. aldar og fékk byggingin einnig nýja framhlið í endurreisnarstíl. Síðast var húsið gert upp 1996.

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Gouda“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. september 2011.