„Magna Graecia“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
PixelBot (spjall | framlög)
m r2.6.4) (robot Breyti: eu:Magna Graecia
m Skipti út Colonne_Doriche_a_Taranto.jpg fyrir Colonne_Doriche_Taranto.jpg.
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Colonne Doriche a Taranto.jpg|thumb|right|Dórískar súlur í [[Tarantó]] í [[Apúlía|Apúlíu]].]]
[[Mynd:Colonne_Doriche_Taranto.jpg|thumb|right|Dórískar súlur í [[Tarantó]] í [[Apúlía|Apúlíu]].]]
'''''Magna Graecia''''' ([[latína]]: „Stór-Grikkland“) var heiti á byggðum [[Grikkland|Grikkja]] á Suður-[[Ítalía|Ítalíu]] sem hófu að byggjast á [[8. öldin f.Kr.|8. öld f.Kr.]] Sagnariturum ber ekki saman um hvort hugtakið nái líka yfir [[Sikiley]] eða aðeins [[Kalabría|Kalabríu]] og [[Apúlía|Apúlíu]]. Á þessum stöðum reistu Grikkir borgir eins og Neapolis ([[Napólí]]), [[Sýrakúsa|Sýrakúsu]], [[Akragas]] og [[Sybaris]] sem urðu miðstöðvar grískra [[borgríki|borgríkja]].
'''''Magna Graecia''''' ([[latína]]: „Stór-Grikkland“) var heiti á byggðum [[Grikkland|Grikkja]] á Suður-[[Ítalía|Ítalíu]] sem hófu að byggjast á [[8. öldin f.Kr.|8. öld f.Kr.]] Sagnariturum ber ekki saman um hvort hugtakið nái líka yfir [[Sikiley]] eða aðeins [[Kalabría|Kalabríu]] og [[Apúlía|Apúlíu]]. Á þessum stöðum reistu Grikkir borgir eins og Neapolis ([[Napólí]]), [[Sýrakúsa|Sýrakúsu]], [[Akragas]] og [[Sybaris]] sem urðu miðstöðvar grískra [[borgríki|borgríkja]].



Útgáfa síðunnar 29. febrúar 2012 kl. 22:11

Dórískar súlur í Tarantó í Apúlíu.

Magna Graecia (latína: „Stór-Grikkland“) var heiti á byggðum Grikkja á Suður-Ítalíu sem hófu að byggjast á 8. öld f.Kr. Sagnariturum ber ekki saman um hvort hugtakið nái líka yfir Sikiley eða aðeins Kalabríu og Apúlíu. Á þessum stöðum reistu Grikkir borgir eins og Neapolis (Napólí), Sýrakúsu, Akragas og Sybaris sem urðu miðstöðvar grískra borgríkja.

Grísku nýlendurnar á Ítalíu áttu erfitt með að halda sjálfstæði sínu gagnvart útþenslu Karþagómanna og síðan Rómverja. Að síðustu var Magna Graecia lögð undir þá síðarnefndu eftir orrustuna við Beneventum í Pyrrosarstríðinu árið 275 f.Kr. Tarentum og aðrar grískar borgir viðurkenndu rómversk yfirráð árið 272 f.Kr.

Töluverðar menjar um gríska menningu er að finna á Sikiley, Kalabríu og Apúlíu. Í tveimur síðarnefndu héruðunum er að auki hægt að finna talaðar mállýskur sem eru beinir afkomendur þeirrar grísku sem töluð var í fornöld.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.