„Carlisle“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
PixelBot (spjall | framlög)
m r2.6.4) (robot Bæti við: tr:Carlisle
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: ca:Carlisle (Cúmbria)
Lína 18: Lína 18:
[[ast:Carlisle]]
[[ast:Carlisle]]
[[bg:Карлайл]]
[[bg:Карлайл]]
[[ca:Carlisle (Cúmbria)]]
[[cs:Carlisle (Anglie)]]
[[cs:Carlisle (Anglie)]]
[[cy:Caerliwelydd]]
[[cy:Caerliwelydd]]

Útgáfa síðunnar 26. febrúar 2012 kl. 00:28

Séð frá kastalanum í Carlisle.

Carlisle (borið fram /kɑrˈlaɪl/, á staðnum /ˈkɑːlaɪl/) er borg í Norðvestur-Englandi og höfuðborg sýslunnar Cumbria. Hún er aðalborg þéttbýlissvæðsins Carlisle. Borgin liggur við samrennsli ánna Eden, Caldew og Peterill, 16 km sunnan Skotlands. Hún er stærsta þéttbýlið í Cumbria og er stjórnunarmiðstöð borgarinnar og sýslunnar. Frá og með 2001 voru íbúar 71.773 manns í borginni og 100.734 á þéttbýlissvæðinu.

Carlisle var upprunalega höfuðborg sýlsunnar Cumberland og var stofnuð af Rómverjum sem vörn fyrir Hadríanusarmúrinn. Á miðöldum varð borgin mikilvægur varnarstaður vegna nálægðar við konungsríkið Skotland. Árið 1092 byggði William Rufus kastalann í Carlisle sem var einu sinni fangelsi fyrir Maríu Skotadrottning. Nú á dögum hýsir kastalinn minjasafn. Carlisle varð biskupsdæmi árið 1122 og þá var byggð dómkirkjan í Carlisle.

Við komu textílframleiðslu á tímum iðnbyltingarinnar breytist Carlisle mikið, hún varð þéttbyggð iðnaðarborg. Staðsetning borgarinnar gerði henni kleift að þróast og stækka. Hún varð mikilvæg járnbrautarborg. Sjö járnbrautarstjórnendur deila lestarstöðinni í borginni.

Hún er stundum nefnd Border City á ensku og er helsta menningar-, viðskipta- og iðnaðarmiðstöð sýslunnar. Háskólinn í Cumbria er staddur þar, með nokkrum minjasöfnum að auki.

Heimildir