„Keldur á Rangárvöllum“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
(Viðbót við myndartexta)
mEkkert breytingarágrip
Fyrir norðan Keldur var áður gróið land og þar voru áður nokkrar jarðir en nú eru þar hraun orpin sandi. Þetta svæði var gróið fram yfir miðja 19. öld en þá stórjókst sandfokið, sem talið er að hafi byrjað eftir [[Hekla|Heklugosið]] [[1511]], þegar þykkt [[vikur]]lag lagðist yfir landið suður og suðvestur af Heklu; þá fóru Rangárvellir að [[uppblástur|blása upp]] og sú þróun hefur haldið áfram til þessa dags þótt baráttan við sandinn hafi skilað góðum árangri á síðustu árum. Á því landi sem nú er gróðurlaust voru áður margar jarðir og hafa allt að 18 bæjarrústir verið taldar í hinu mikla landflæmi sem tilheyrir nú Keldum.
 
Á Keldum hefur verið kirkja frá fornu fari og er henni nú þjónað frá [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]]. Núverandi kirkja er lítilítil, byggð 1875 og er úr járnvörðu timbri.
 
[[Flokkur:Íslenskir bæir]]
13.003

breytingar

Leiðsagnarval