„Stífkrampi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
PixelBot (spjall | framlög)
m r2.6.4) (Vélmenni: Bæti við: ro:Tetanos
VolkovBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: su:Tétanus
Lína 54: Lína 54:
[[sq:Tetanosi]]
[[sq:Tetanosi]]
[[sr:Тетанус]]
[[sr:Тетанус]]
[[su:Tétanus]]
[[sv:Stelkramp]]
[[sv:Stelkramp]]
[[te:ధనుర్వాతము]]
[[te:ధనుర్వాతము]]

Útgáfa síðunnar 6. febrúar 2012 kl. 23:32

Stífkrampi er lífshættulegt krampaástand sem stafar af eitrinu spasmin sem kemur úr bakteríunni clostridium tetani. Þessi baktería er til staðar víða í náttúrunni, svo sem í jarðvegi og húsdýraskít og getur smitast með óhreinindum sem komast í sár. Bakterían getur aðeins vaxið í umhverfi þar sem ekki er súrefni. Bakterían framleiðir spasmin eingöngu á smitstaðnum en þaðan berst eitrið með taugaþráðum um líkamann. Spasmin hefur áhrif á vöðva með herpingi og stífni sem getur leitt til dauða. Áhrif koma fyrst fram í andliti og hnakka því þar eru taugaþræðir stuttir og stífur hnakki og andliti eru þess vegna einkenni. Eitrið kemur í veg fyrir að vöðvar geti slakað á.

Til eru móteitur sem virkar ef nægilega fljótt er gripið til þess en eina örugga vörnin er bólusetning.

Heimildir