„Fullveldi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 85.178.60.190 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Luckas-bot
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: eu:Burujabetasun
Lína 35: Lína 35:
[[es:Soberanía]]
[[es:Soberanía]]
[[et:Suveräänsus]]
[[et:Suveräänsus]]
[[eu:Burujabetasun]]
[[fa:حاکمیت]]
[[fa:حاکمیت]]
[[fi:Suvereniteetti]]
[[fi:Suvereniteetti]]

Útgáfa síðunnar 28. nóvember 2011 kl. 17:11

Fullveldi felur í sér einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks t.d. þjóð eða ættbálki. Að hafa full völd. Yfirleitt fer annað hvort ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi með fullveldið, allt eftir stjórnarfari. Fullveldis-hafinn getur framselt vald sitt tímabundið til stjórnkerfisins, eða til erlendra yfirþjóðlegra stofnana.

Ríki geta haft fullveldi án þess að vera sjálfstæð. Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku en varð ekki sjálfstætt land fyrr en 17. júní 1944. Útskýringin er að Íslendingar hlutu fullveldi nema hvað Íslendingar viðurkenndu danska konunginn sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana.

Hugtakið fullveldi var til grundvallar alþjóðastjórnmálum frá lokum Þrjátíu ára stríðsins með undirritun Vestfalíufriðarins og vel fram á seinni hluta 20. aldarinnar. Eftir því sem líða tók á 20. öldina tók milliríkjasamstarf á sig nýjar og óvæntar myndir, eins og í tilfelli Evrópusambandsins, og í krafti hnattvæðingarinnar urðu stórfyrirtæki valdameiri en áður þekktist. Boutros Boutros Ghali, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu árið 1992 að tími hins algilda og útilokandi fullveldis væri liðinn, það sem meira væri hefði hugtakið aldrei staðið undir nafni.[1]

Tengt efni

Tilvísanir

  1. „An Agenda for Peace - Preventive diplomacy, peacemaking and peace-keeping“. 1992.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.