„Lýðveldisstofnunin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Kollur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m Fjarlægi stubbasnið af síðum stærri en 1050bæt eða með fleiri innri tengla en 10.
Lína 13: Lína 13:
{{reflist}}
{{reflist}}



{{Stubbur|stjórnmál|ísland}}


[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2011 kl. 12:41

Lýðveldisstofnunin átti sér stað á fyrri hluta ársins 1944. Alþingi ályktaði 25. febrúar 1944 um að slíta formlega konungssambandinu við Danmörku í samræmi við sambandslögin frá 1918 og stofna lýðveldi. Jafnframt ákvað Alþingi að dagana 20.-23. maí 1944 skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til synjunar eða staðfestingar á ákvörðun þingins. Eftir yfirgnæfandi staðfestingu þjóðarinnar var Lýðveldishátiðin haldin þann 17. júní 1944 þar sem Alþingi ákvað með formlegum hætti að slíta sambandinun, stofna Lýðveldið Ísland og kjósa forseta.

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20.-23. maí 1944

Með ályktun Alþingis 25. febrúar 1944 var því lýst yfir að sambandssamningurinn frá 1918 væri úr gild. Um leið ákvað Alþingi að yfirlýsing þessi skyldi borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Jafnframt skyldi greiða atkvæði um framvarp til væntanlegrar stjórnarskrár lýðveldisins. Er Alþingi hafði svo fyrir mælt, setti það þegar í stað lög um framkvæmd og tilhögun atkvæðagreiðslunnar, er fram skyldi fara dagana 20. - 23. maí, og niðurstöður hennar því næst leggjast fyrir Alþingi er það kæmi saman að nýju hinn 16. júní. [1]

Kjörfundur hófst kl. 12:00 laugardaginn 20. maí og lauk á miðnætti þriðjudagins 23. maí 1944. Á forsíðu Morgunblaðsins fimmtudaginn 25. maí 1944 segir að kjörnsókn hafi verið 98%. Samkvæmt forsíðu Morgunblaðsins föstudaginn 26. maí 1944 var niðurstaðan sú að af þeim ríflega 48.100 manns sem greiddu atkvæði voru 99,5% samþykkir sambandsslitum við Dani og 98,3% stofnun lýðveldisins. Með því gaf íslenska þjóðin samþykki sitt fyrir sambandsslitum við Dani og stofnun Lýðveldisins.

Lýðveldishátiðin

Lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Klukkan 13:30 setti forsætisráðherra, dr. jur. Björn Þórðarson, hátíðina með ávarpi. Eftir það var haldin guðsþjónusta. Kl. 13:55 var fundur sameinaðs Alþingis settur og þingsályktun Alþingis frá 16. júní tekin til dagskrár. Að því loknu hringdi forseti sameinaðs þings bjöllu og var klukkan þá nákvæmlega 14.00. Lýðveldisfáninn var síðan dreginn að hún og þingmenn risu úr sætum um leið og kirkjuklukkum var hringt yfir mannfjöldan og um allt land í 2 mínútur frá Útvarpsstöðinni í Reykjavík. Eftir ávarp forseta sameinaðs þings, samþykkti Alþingi einróma að frá og með þeim degi skyldi Ísland vera lýðveldi. Að því búnu kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins, Svein Björnsson, en hann er eini forseti Íslands, sem aldrei var til þess embættis kjörinn af þjóðinni. Loks setti Alþingi þennan sama dag fánalögin [1] svokölluðu, en það eru lög um gerð og notkun þjóðfána Íslendinga.

Heimildir

  1. Lýðveldishátíðin. H.F. Leiftur, Reykjavík. 1945.