„Suður-Holland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: ia:Hollanda del Sud
Lína 105: Lína 105:
[[he:דרום הולנד]]
[[he:דרום הולנד]]
[[hu:Dél-Holland]]
[[hu:Dél-Holland]]
[[ia:Hollanda del Sud]]
[[id:Holland Selatan]]
[[id:Holland Selatan]]
[[it:Olanda Meridionale]]
[[it:Olanda Meridionale]]

Útgáfa síðunnar 1. október 2011 kl. 14:54

Fáni Suður-Hollands Skjaldarmerki Suður-Hollands
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Haag
Flatarmál: 3.418 km²
Mannfjöldi: 3.527.449
Þéttleiki byggðar: 1.253/km²
Vefsíða: [1]
Lega

Suður-Holland er hérað í Hollandi. Þar eru nokkrar af stærstu borgum landsins og er héraðið bæði það fjölmennasta og þéttbýlasta í Hollandi. Það liggur nær allt neðan sjávarmáls.

Lega og lýsing

Suður-Holland liggur við Norðursjó nær vestast í Hollandi. Stóru árnar Lek, Waal (aðalkvíslar Rínarfljóts) og Maas renna þar til sjávar. Önnur héruð sem að Suður-Hollandi liggja eru Norður-Holland fyrir norðan, Utrecht fyrir norðaustan, Gelderland fyrir austan, Norður-Brabant fyrir suðaustan og Sjáland fyrir sunnan. Íbúar eru 3,4 milljónir talsins og er Suður-Holland þar með fjölmennasta héraðið í Hollandi. Þar eru stórborgir eins og Rotterdam og Haag. Sú síðarnefnda er höfuðborg héraðsins.

Fáni og skjaldarmerki

Skjaldarmerki Suður-Hollands sýnir rautt ljón með bláar klær og tungu á gulum grunni. Ljónið hefur verið merki greifanna af Hollandi síðan á 12. öld. Héraðið Holland skiptist í norður og suður 1840. Það var þó ekki fyrr en 30. desember 1959Júlíana drottning veitti héraðinu nýtt skjaldarmerki. Fáninn var ekki tekinn upp fyrr en 1. janúar 1986 og er sniðinn eftir fyrirmynd skjaldarmerkisins.

Orðsifjar

Holland hét upphaflega Holtland (eða Holtlant), sem merkir skógarland. Það var ekki fyrr en 1840 að héraðið Holland skiptist í tvennt, þ.e. í Norður-Holland og Suður-Holland, og voru heitin smíðuð á því ári.

Söguágrip

Í gegnum aldirnar var héraðið Holland eitt fremsta og auðugasta hérað Niðurlanda og var stjórnað af greifunum af Hollandi. Í sjálfstæðisbaráttu landsins á 16. og 17. öld hafði héraðið sig hvað mest frammi. Það var að sama skapi stærsta hérað landsins þegar Holland varð að sjálfstæðu ríki. Þetta varð til þess að heiti héraðsins var gjarnan notað fyrir landið allt. Þegar Frakkar hertóku Holland 1795, skiptu þeir héraðinu í fimm einingar (département). En 1807 var þessum einingum breytt í tvö svæði. Norðurhlutinn kallaðist Amstelland og suðurhlutinn Maasland. Þegar Frakkar hurfu úr Niðurlöndum 1813 voru hlutarnir sameinaðir aftur en yfir þá voru settir tveir ríkisstjórar, einn fyrir norðursvæðið og hinn fyrir suðursvæðið. Þegar stjórnarskrá landsins var endurnýjuð 1840 var ákveðið að aðgreina svæðin varanlega. Þannig mynduðust Norður-Holland með Haarlem að höfuðborg og Suður-Holland með Haag að höfuðborg.

Borgir

Stærstu borgir Suður-Hollands:

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Rotterdam 610 þúsund Næststærsta borg Hollands
2 Haag 494 þúsund Höfuðborg héraðsins
3 Dordrecht 118 þúsund
4 Zoetermeer 121 þúsund
5 Leiden 117 þúsund
6 Westland 99 þúsund
7 Delft 97 þúsund
8 Schiedam 75 þúsund
9 Spijkenisse 72 þúsund
10 Leidschendam-Voorburg 72 þúsund
11 Alphen aan den Rijn 72 þúsund
12 Vlaardingen 71 þúsund
13 Gouda 71 þúsund

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Zuid-Holland“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. ágúst 2011.