„Chuck (sjónvarpsþáttur)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 654: Lína 654:
Höfundur: ?, Leikstjóri: Zachary Levi
Höfundur: ?, Leikstjóri: Zachary Levi
|-
|-
| '''?''' || 2011 || 84 – 506
| '''Chuck Versus the Curse''' || 2011 || 84 – 506
|-
|-
| colspan="5" height="5" sadvfsdavs|
| colspan="5" height="5" sadvfsdavs|
Lína 665: Lína 665:
| colspan="5" height="5" sadvfsdavs| Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
| colspan="5" height="5" sadvfsdavs| Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
|-
|-
| '''?''' || 2011 || 86 – 508
| '''Chuck Versus the Baby''' || 2011 || 86 – 508
|-
|-
| colspan="5" height="5" sadvfsdavs| Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
| colspan="5" height="5" sadvfsdavs| Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

Útgáfa síðunnar 29. september 2011 kl. 08:45

Chuck
Mynd:Chuck sarah.jpg
TegundHasar
Grín
Búið til afJosh Schwartz
Chris Fedak
KynnirNBC
Stöð 2
LeikararZachary Levi
Yvonne Strahovski
Joshua Gomez
Ryan McPartlin
Mark Christopher Lawrence
Julia Ling
Vik Sahay
Scott Krinsky
Bonita Friedericy
Sarah Lancaster
Adam Baldwin
UpphafsstefCake: „Short Skirt/Long Jacket“ (instrumental)
TónskáldTim Jones
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða4
Fjöldi þátta78 (þáttalisti)
Framleiðsla
AðalframleiðandiJosh Schwartz
McG
Lengd þáttar42 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNBC
Stöð 2
Sýnt24. september 2007 –

Chuck er bandarískur hasar-gamanþáttur búinn til af Josh Schwartz og Chris Fedak. Þættirnir snúast um Chuck Bartowski sem var ósköp venjulegur nörd sem lifði afar óspennandi lífi þar til hann opnaði tölvupóst frá gömlum skólafélaga, sem nú vinnur hjá CIA, og mötuðu skilaboðin hann á öllum hættulegustu leyndarmálum CIA. Hann varð þannig mikilvægasta leynivopn sem til er og örlög heimsins hvíla á herðum hans.

Eftir tveggja mánaða „Björgum Chuck“-herferð á vegum aðdáenda fékk Chuck grænt ljós á þriðju þáttaröðina, sem inniheldur 19 þætti. Stór styrkur á milli NBC og Subway-veitingastaðarins var einnig kynntur til þess að mæta kostnaði við gerð þessarar þáttaraðar.

Fjórða þáttaröðin var samþykkt í maí 2010 og pantaði NBC 13 þætti en bætti svo 11 þáttum til viðbótar og innihélt fjórða þáttaröðin 24 þætti. Í maí 2011 pantaði NBC fimmtu þáttaraðina sem verður í senn lokaþáttaröðin af Chuck og mun samanstanda af 13 þáttum.

Söguþráður

Chuck Bartowski (Zachary Levi) er 26 ára, býr í Burbank í Kaliforníu og vinnur sem tölvusérfræðingur í Nerd Herd-þjónustunni í Buy More-verslun, stórri raftækjaverslun, með besta vini sínum, Morgan Grimes (Joshua Gomez). Systir Chucks, Ellie (Sarah Lancaster), er læknir og er sífellt að hvetja hann til þess að gera eitthvað í sínum málum, bæði í vinnunni og í einkalífinu. Nýr aðalleikari þátanna (fyrrum gestaleikari) er eiginmaður Ellie, Devon „Captain Awesome“ Woodcomb (Ryan McPartlin), sem einnig er læknir og reynir að hjálpa Chuck í hinum ýmsu málum. Sama kvöld og afmælisveisla Chucks er, fær hann tölvupóst frá fyrrum herbergisfélaga sínum í Stanford, Bryce Larkin, sem nú er CIA-fulltrúi. Þegar Chuck opnar skeytið hlaðast öll leyndarmál bandarísku ríkisstjórnarinnar inn í heilann á honum. Bæði NSA og CIA vilja fá leyndarmálin til baka og senda þau bestu fulltrúana sína á vettvang — John Casey (Adam Baldwin) frá NSA og Söruh Walker (Yvonne Strahovski) frá CIA til að ná leyndarmálunum.

Eftir að Bryce Larkin stal leyndarmálunum og eintak ríkisstjórnarinnar eyðilagðist þegar Bryce reyndi að flýja, og þegar Chuck sér upplýsingarnar fyrir sér þegar hann sér eitthvað sem er í gagnagrunninum (svo sem andlit, raddir, upplýsingar, kóðar o.fl.), verður hann nýja leynivopn ríkissjtórnarinnar og neyðist til þess að hjálpa þeim með nýju þekkingunni sinni að berjast við hryðjuverkamenn og fleiri glæpamenn. Til þess að gæta fyllsta öryggis verður Chuck að halda þessu öllu saman leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum, sem neyðir Casey og Walker til þess að finna sér venjulegan stað í lífi Chucks; Sarah þykist vera kærasta Chucks og fær vinnu á veitingastað nálægt Buy More (í fyrstu þáttaröðinni er það Wienerlicious en nú Orange Orange), á meðan Casey fær starf í Buy More sem sölumaður.

Á meðan reynir ríkisstjórnin að byggja upp nýja tölvu sem getur geymt öll lenydarmálin. Þegar verkið nálgast endalokin er Casey skipað að drepa Chuck um leið og nýja tölvan er tilbúin. En í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar eyðileggst hún og heldur Chuck lífi.

Þegar dregur á þáttaröðina kemur það fram að Bryce er enn þá lifandi og eru öfgafullir spæjarar nefndir „Fulcrum“ eru að leita að því sem geymir öll leyndarmálin og halda þau að leyndarmálin séu í vörslu Bryce en ekki Chucks. Nokkrir fulltrúar „Fulcrum“ hafa komist að því að það er Chuck sem geymir öll leyndarmálin en allir hafa horfið eða dáið áður en þeir ná að koma upplýsingunum eitthvað áleiðis.

Það kemur einnig fram að Fulcrum er að byggja upp sinn eigin gagnagrunn og heldur Fulcrum að CIA hafi hætt að byggja upp sinn eigin. Í þættinum „Chuck versus the Suburbs“ eru öll leyndarmál Fulcrum sett í heilann á Chuck. Á endanum eru öll leyndarmálin fjarlægð úr höfði Chuck af föður hans Stephen Bartowski (eða Orion), sem fann upp gagnagrunninn, og Captain Awesome kemst að leyndarmáli Chucks. Í síðasta þættinum í annarri þáttaröð, „Chuck versus the Ring“, biður dauðvona Bryce Chuck um að eyðileggja nýja gagnagrunninn og hleður Chuck þá gagnagrunninum með öllum leyndarmálunum aftur í heilann á sér og kemur það fram í lokaatriðinu að Chuck hefur fengið nýja uppfærslu, þar sem hann kann núna kung fu.

Í upphafi þriðju þáttaraðarinnar hefur Chuck ákveðið að hætta með Söruh til að verða njósnari og fer hann í "njósnaskóla" til að læra að nota nýju Intersect 2.0-tölvuna. En tilfinningar Chucks rugla tölvuna þannig að stundum getur Chuck ekki lært hluti sem hann þarf að nota. Chuck fellur í njósnaskólanum og er rekinn. Chuck reynir að hjálpa Söruh og Casey með erfitt verkefni til að sanna að hann geti verið góður njósnari. Beckman leyfir Chuck að vinna áfram með Söruh og Casey en sendir inn CIA-fulltrúann Daniel Shaw, sérfræðing um óvinanjósnadeildina The Ring, til að stjórna teyminu og vera nokkurskonar lærimeistari Chuck.

Morgan kemst loksins að leyndarmáli Chucks og heimtar að fá að vinna með teyminu hans. Shaw og Sarah byrja saman sem gerir Chuck erfiðara að nota Intersect-tölvuna. Við komumst að því að Casey hét áður Alex Coburn og gerði upp dauða sinn og tók síðan upp nafnið John Casey til að halda áfram í stríði 1989. Þegar að fyrrum yfirmaður hans hótar að drepa kærustuna sem hann var með sem Alex Coburn nema hann hjálpi The Ring verður Casey rekinn, en kemst að því að hann á dóttur sem heitir Alex McHugh.

Þegar forstjóri The Ring sýnir Shaw að Sarah var skipuð að drepa eiginkonuna hans af CIA (hann taldi að Ring-fulltrúi hafði gert það) gengur hann í lið með The Ring og reynir að drepa Söruh en Chuck og Casey koma til bjargar; Chuck drepur Shaw og Casey nær Ring-forstjóranum og er endurráðinn og fær Beckman að ráða Morgan. Chuck og Sarah byrja saman.

En nýja Intersect-tölvan ofhitar heilann í Chuck sem gerir honum erfiðara að nota hana. En faðir hans kemur aftur og býr til tæki sem kallast Governor sem hjálpar hitastilla Intersect tölvuna og er falið í armbandsúri. The Ring tekst að lífga Shaw við og hleður Ring-Intersect-tölvu í heilann á honum. Hann drepur Stephen Bartowski og handsamar Chuck, Söruh og Casey og stelur Governor-tækinu. Ellie kemst að leyndarmáli Chucks og Bartowski-teymið er handtekið fyrir landráð.

Ellie, Morgan og Captain Awesome bjarga Chuck, Söruh og Casey. Chuck biður Ellie og Awesome að fara í felur á meðan Chuck, Morgan, Sarah og Casey kljást við Shaw og The Ring. Chuck platar Shaw í að játa landráð sín og koma upp um leiðtoga The Ring en Shaw sleppur. Seinna kemur hann við í Buy More-búðinni og kemur fyrir sprengjum og handsamar Söruh. Chuck reynir að berjast við hann en Intersect-tölvan hrynur. En Chuck tekst að endurræsa hana og sigra Shaw og nær aftur Governor-tækinu.

Chuck lofar Ellie að hætta sem njósnari. Faðir Chucks skilur eftir skilaboð um að móðir Chucks og Elliear sé njósnari og hann vill að Chuck finni hana.

Fyrri hluti fjórðu þáttaraðarinnar fjallar um leit Chucks að móður sinni, Mary Bartowski, sem hann telur vera fanga rússneska vopnasalans, Alexei Volkoff. Chuck og Morgan byrja leitina sjálfir en fá svo Söruh og Casey til að hjálpa sér og ganga aftur í CIA. Á meðan verður Ellie ófrísk sem verður frekari hvati fyrir Chuck að finna móður sína. Samband Caseys og Morgans breytist eftir að Morgan byrjar með dóttur hans, Alex McHugh. Og ríkisstjórnin endurbyggir Buy More-verslunina sem yfirvarp fyrir CIA og NSA og fá Big Mike, Lester og Jeff og hitt Buy More-starfsfólkið störfin sín aftur.

Chuck kemst að því að Mary er á laun hægri hönd Alexeis Volkoffs og telur Chuck sig ekki getað fengið móður sína aftur fyrr en hann handsamar Volkoff. Chuck tekst það í þættinum Chuck versus the Push Mix og í þeim þætti fæðist dóttir Elliear og Devons, Clara Woodcomb og Chuck biður Söruh að giftast sér.

Seinni hluti þáttaraðirnnar fjallar um undirbúninginn fyrir brúðkaup Chucks og Söruh. Einnig eignast Chuck nýjan erki óvin, Vivian Volkoff/Vivian McArthur, dóttir Volkoffs og lögfræðingur Volkoffs, Riley, reynir að móta hana í ímynd Volkoffs. Fyrsta verk hennar er að finna og drepa Agent X sem var eini maðurinn sem faðir hennar óttaðist. Chuck, Sarah, Morgan og Casey komast að því að Agent X er Volkoff: hann hafði áður verið MI6-vísindamaðurinn Hartly Winterbottom, vinur Stephens Bartowski, og notaði frumútgáfu af Intersect-tölvunni til að búa til persónuleikann Alexei Volkoff en persónuleikinn festist við. Casey segir þeim að þau mega ekki segja neinum frá því að CIA skapaði Volkoff, annars verða þau drepin.

Stuttu fyrir brúðkaupið fangar Vivian Mary þegar hún reynir að ná Norseman-vopninu, efnavopn sem drepur fólk í gegnum erfaefni þeirra. Chuck, Sarah og Casey bjarga henni, ná vopninu, og drepa Riley.

Á æfingarkvöldverðinum hringir Vivian í Chuck og segir honum að hún er með annað Norseman-vopn og notar það til að eitra fyrir Söruh. Chuck, Casey og Mary vinna gegn CIA-sérfulltrúanum Clyde Decker sem hreinsar Intersect-tölvuna úr Chuck og Volkoff (sem verður aftur Hartley Winterbottom). Chuck og Hartley fara til Vivian og sannfæra hana að gefa Chuck mótefnið og Chuck gefur þeim ný órekjanleg persónuskilríki.

Vivian hjálpar Chuck að kljást við Decker með því að senda með honum Spetsnaz-hermenn og Chuck hótar Decker því að ef eitthvað hendir ástvini hans mun hann koma sannleikann um Agent X til fjölmiðlana. Decker segir Chuck að dulinn hópur innan ríkistjórnarinn skipulagði allt: að Chuck fengi Intersect-tölvuna, Fulcrum, og The Ring.

Chuck bjargar Söruh og þau hætta í CIA og gifta sig. Hartley og Vivian gefa Chuck allar eignir Volkoff-fyrirtækisins eða 877 milljónir dali. Chuck og Sarah nota peningana til að kaupa Buy More og Kastalabækistöðina og stofna sitt eigið sjálfstætt starfandi njósnafyrirtæki með Casey og Morgan til að komast að hver dularfulli hópurinn er en Morgan setur óvart á sig sólgleraugu sem gefa honum Intersect 2.0...

Listi yfir þætti

Fyrsta þáttaröð (2007-2008)

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the Intersect 24. september 2007 1 – 101

Chuck Bartowski er venjulegur tölvunörd sem fær tölvupóst frá herbergisfélaga sínum frá Stanford, Bryce Larkin, sem vinnur fyrir CIA. Tölvupósturinn inniheldur Intersect-gagnagrunninn, sem geymir öll leyndarmál ríkisstjórnarinnar, og hlaðast hann í heilann í Chuck. CIA og NSA senda fulltrúana John Casey majór og Söruh Walker til að vernda Chuck.

Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: McG

Chuck Versus the Helicopter 1. október 2007 2 – 102

Þegar að Dr. Jonah Zarnow, eini maðurinn sem gæti komið gagnagrunninum úr Chuck, er myrtur veit Chuck ekki hvort hann geti treyst Söruh eða Casey.

Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Tango 8. október 2007 3 – 103

Chuck á að fara í sitt fyrsta verkefni og handsama hættulega vopnasalann, La Ciudad, á listasýningu. Harry Tang, keppinautur Chucks um aðstoðarforstjórastöðuna hjá Buy More-búðinni, reynir að láta Chuck koma í illa út þegar Big Mike er með verkefni handa þeim.

Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Jason Ensler

Chuck Versus the Wookie 15. október 2007 4 – 104

Gömul samstarfskona Söruh, Carina Miller, sem vinnur fyrir fínkiefnaeftirlitið fær Chuck, Söruh og Casey að hjálpa sér að stela demanti frá hryðjuverkamanni. Morgan vill að Chuck kynni sér fyrir Carinu.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Sizzling Shrimp 22. október 2007 5 – 105

Þegar að kínverski njósnarinn, Mei-Ling Cho, reynir að bjarga bróður sínum frá kínversku mafíunni vill Chuck hjálpa henni. Á meðan missir Chuck af matarboði með Ellie og að hjálpa Morgan með sölukeppni.

Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: David Solomon

Chuck Versus the Sandworm 29. október 2007 6 – 106

Chuck hittir snillingsverkfræðinginn Laszlo Mahnovski og vorkennir honum þegar hann uppgötvar að honum hefur verið haldið neðanjarðar í áratug. En verndarar hans segja Söruh og Casey að Laszlo sé óstöðugur og gæti verið að búa til sprengju. Morgan reynir að bjarga starfi Chucks frá Harry Tang og Ellie heldur hrekkjavökupartý.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Alma Mater 5. nóvember 2007 7 – 107

Þegar að gamall prófessor Chucks frá Stanford er á flótta frá íslenskum launmorðingja, neyðist Chuck að fara aftur til Stanford. Morgan og Buy More-liðið þurfa að þola einræðisstjórn nýja aðstoðarforstjóra búðarinnar - Harry Tang.

Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the Truth 12. nóvember 2007 8 – 108

Þegar Ellie er byrlað bannvænt sannleikslyf, gerir Chuck hvað sem hann getur til að bjarga henni. Chuck hittir kokkinn Lou (Rachel Bilson).

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Imported Hard Salami 19. nóvember 2007 9 – 109

Chuck fer á stefnumót með Lou en þegar fyrrverandi kærasti hennar er grunaður vopnasmyglari, neyðist Chuck að notfæra Lou.

Höfundar: Scott Rosenbaum & Matthew Miller, Leikstjóri: Jason Ensler

Chuck Versus the Nemesis 26. nóvember 2007 10 – 110

Í ljós kemur að Bryce Larkin er á lífi og hann varar Chuck, Söruh og Casey við óvinanjósagrúppunni Fulcrum. Morgan og Buy More-gengið þurfa að lifa af daginn eftir þakkargjörðina - svarta föstudag, stærsta sóludag ársins.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Allison Liddi-Brown

Chuck Versus the Crown Vic 3. desember 2007 11 – 111
Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Chris Fisher
Chuck Versus the Undercover Lover 24. janúar 2008 12 – 112
Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Fred Toye
Chuck Versus the Marlin 24. janúar 91 – 513
Höfundur: Matthew Lau, Leikstjóri: Allan Kroeker

Önnur þáttaröð (2008-2009)

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the First Date 29. september 2008 14 – 201
Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: Jason Ensler
Chuck Versus the Seduction 6. október 2008 15 – 202
Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Allan Kroeker
Chuck Versus the Break-Up 13. október 2008 16 – 203
Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill
Chuck Versus the Cougars 20. október 2008 17 – 204
Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Patrick Norris
Chuck Versus Tom Sawyer 27. október 2008 18 – 205
Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Norman Buckley
Chuck Versus the Ex 10. nóvember 2008 19 – 206
Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar
Chuck Versus the Fat Lady 17. nóvember 2008 20 – 207
Höfundur: Matthew Lau, Leikstjóri: Jeffrey G. Hunt
Chuck Versus the Gravitron 24. nóvember 2008 21 – 208
Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Allison Liddi-Brown
Chuck Versus the Sensei 1. desember 2008 22 – 209
Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Jonas Pete
Chuck Versus the DeLorean 8. desember 2008 23 – 210
Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Ken Whittingham
Chuck Versus Santa Claus 15. desember 2008 24 – 211
Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill
Chuck Versus the Thrid Dimension 2. febrúar 2009 25 – 212

- Þátturinn var sýndur í þrívídd.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Suburbs 16. nóvember 2009 26 – 213

- Chuck Versus the Best Friend átti að vera sýndur á undan.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar

Chuck Versus the Best Friend 23. febrúar 2009 27 – 214
Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Peter Lauer
Chuck Versus the Beefcake 2. mars 2009 28 – 215
Höfundar: Matthew Miller & Scott Rosenbaum, Leikstjóri: PAtrick Norris
Chuck Versus the Lethal Weapon 9. mars 2009 29 – 216
Höfundar: Zev Borrow & Matthew Lau, Leikstjóri: Allan Kroeker
Chuck Versus the Predator 23. mars 2009 30 – 217
Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Jeremiah Chechik
Chuck Versus the Broken Heart 30. mars 2009 31 – 218
Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Kevin Bray
Chuck Versus the Dream Job 6. apríl 2009 32 – 219
Höfundar: Phil Klemmer & Corey Nickerson, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill
Chuck Versus the First Kill 13. apríl 2009 33 – 220
Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Norman Buckley
Chuck Versus the Colonel 20. apríl 2009 34 – 221
Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Peter Lauer
Chuck Versus the Ring 27. apríl 2009 35 – 222
Höfundar: Chris Fedak & Allison Adler, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Þriðja þáttaröð (2010)

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the Pink Slip 10. janúar 2010 36 – 301

Vegna þess að nýja Intersect-tölvan sem Chuck hlóð í heilann á sér gefur honum nýja hæfileika (kung fu o.fl.) ákveður Chuck að gerast njósnari. Hann hættir með Söruh og fellur í njósnaskólanum. Chuck ákveður ekki að gefast upp og reynir að sýna Söruh, Casey og Beckman að hann geti verið njósnari. Beckman setur aftur saman Bartowski-teymið og lætur Söruh og Casey þjálfa Chuck svo þau geti kljást við óvinanjósnadeildina The Ring.

Höfundar: Chris Fedak & Matt Miller, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Three Words 10. janúar 2010 37 – 302

Carina Miller snýr aftur og fær Chuck, Söruh, og Casey að hjálpa sér að stela upplýsingum frá Ring-fulltrúa sem hún á að "giftast". Morgan heldur partý til að ganga í augun á Carinu.

Höfundar: Allison Adler & Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Angel de la Muerte 11. janúar 2010 38 – 303

Þegar leiðtogi fyrrum Kommúnistaríkisins Costa Gravas, Alejandro Goya hershöfðingi (Armand Assante) veikist verður Devon læknirinn hans. Beckman vill að Bartowski-teymið nýti Devon til að komast að því hver eitraði fyrir Goya, þegar Devon og Ellie er boðið á dansleik hjá Goya. Casey verður að halda sér frá Goya því að í Costa Gravas er hann eftirlýstur sem "El Angel de la Muerte" og reyndi að taka hershöfðingjann af lífi nokkrum sinnum.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus Operation Awesome 18. janúar 2010 39 – 304

Þegar Devon er rænt af Ring-fulltrúanum Sydney Price (Angie Harmon) því hún telur hann vera njósnari verður Chuck að hjálpa honum að drepa sérfræðing CIA um The Ring: Daniel Shaw fulltrúa. Á meðan er Morgan ráðinn sem aðstoðarverslunarstjóri og fyrsta verkefnið hans er kljást við slagsmálaklúbb Lesters.

Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus First Class 24. janúar 2010 40 – 305

Shaw sendir Chuck í sitt fyrsta einsmansverkefni um borð í flugvél á leið til Parísar. Á meðan fær Morgan Casey að hjálpa sér með Lester og Buy More-gengið sem leggja gildrur fyrir hann allstaðar. Um borð í flugvélinni kynnist Chuck Hönnuh.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Fred Toye

Chuck Versus the Nacho Sampler 31. janúar 2010 41 – 306

Chuck á að vingast við vopnahönnuðinn Manoosh Depak til að komast að því hvaða vopn hann er að hanna fyrir The Ring. Á meðan hefur Hannah störf hjá Buy More og Morgan fellur fyrir henni.

Höfundar: Matt Miller & Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Mask 8. febrúar 2010 42 – 307

Chuck verður að nýta Hönnuh til að Shaw og teymið geti stolið grímu Alexanders mikla frá listasafninu. Morgan og Ellie ákveða að komast að sannleikann um Chuck.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Michael Schultz

Chuck Versus the Fake Name 1. mars 2010 43 – 308

Chuck þarf að þykjast vera kaldrifjaður launmorðingi til að komast að því hvaða CIA-fulltrúa The Ring vilja drepa. Sarah byrjar með Shaw sem gerir Chuck erfiðar að nota Intersect-tölvuna. Chuck ákveður að hætta með Hönnuh til að halda henni úr lífshættu.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus the Beard 8. mars 2010 44 – 309

Þegar Intersect-tölvan virkar ekki í Chuck neyðist Shaw að fara í hans stað í verkefni. Á meðan dulbúa Ring-fulltrúar sig sem kaupendur fyrir Buy More til að finna Kastalabækistöðina. Morgan kemst að því og fær Chuck að hjálpa sér. Devon vill reyna halda Ellie frá njósnalífi Chucks og ákveður þau gangi í læknar án landamæra í Afríku.

- Þetta er fyrsti þátturinn sem aðalleikarinn Zachary Levi (Chuck) leikstýrir.

Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Zachary Levi

Chuck Versus the Tic-Tac 15. mars 2010 45 – 310

Gamall yfirmaður Caseys, James Heller ofursti, fær Casey til að stela Laudenal-töflunni, sem hamlar tilfinningar, fyrir The Ring. Chuck og Sarah eiga að komast að því hvers vegna Casey er genginn í lið við The Ring.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the Final Exam 22. mars 2010 46 – 311

Chuck á nú að taka lokanjósnaprófið sitt: drepa svikara innan CIA. Á meðan þarf Casey læra hafa stjórn á skapi sína meðan hann vinnur með Jeff og Lester.

Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the American Hero 29. mars 2010 47 – 312

Chuck er loksins CIA-fulltrúi og Beckman veitir Chuck vikufrí og svo á hann að velja sitt eigið teymi til að halda í sendirför í Róm. Chuck vill ekki fara án Söruh, þannig að Morgan, Casey og Devon ákveða að hjálpa Chuck ná Söruh aftur. Ring-forstjórinn vill hitta Shaw og sýna honum svolítið.

Saga: Max Denby, Handrit: Matt Miller & Phil Klemmer, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus the Other Guy 5. apríl 2010 48 – 313

Shaw kemst að því að Sarah myrti eiginkonuna sína og gengur í lið við The Ring til hefna dauða hennar. Chuck tekst ekki að sannfæra Beckman um að Shaw sé svikari og verður reyna fá Casey með sér sem er búinn að sætta sig við líf sitt í Buy More.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Honeymooners 26. apríl 49 – 314

Eftir að Chuck bjargaði Söruh frá Shaw stinga þau af saman og hætta sem njósnarar, sem reynist þeim erfitt þegar þau finna baskneskan hryðjuverkamann um borð í lest. Casey er endurráðinn hjá NSA og á að nýta Morgan til að finna Chuck og Söruh. Devon og Ellie halda kveðjupartý áður en þau fara til Afríku.

Saga: Allison Adler, Handrit: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Role Models 3. maí 2010 50 – 315

Nú þegar Chuck og Sarah ákveða að vera bæði í ástarsambandi og vera njósnarar þurfa þau að læra af bestu CIA-njósnurunum, hjónunum Craig og Laura Turner (Fred Willard og Swoozie Kurtz). Á meðan þarf Casey að þjálfa Morgan til að verða njósnari. Ellie og Devon eiga erfitt með að laga sig að Afríku.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Fred Toye

Chuck Versus the Tooth 10. maí 2009 51 – 316

Þegar að Intersect-tölvan er að rugla í heilanum hans Chucks sendir Beckman hann til CIA-sálfæðingsins, Dr. Leo Dreyfus (Christopher Lloyd). Á meðan snýr Anna Wu aftur til Buy More til að ná Morgan aftur. Ellie og Devon er komin aftur frá Afríku og Ring-fulltrúi að nafni Justin Sullivan hefur samband við Ellie.

Höfundar: Zev Borrow & Max Denby, Leikstjóri: Daisy von Scherler Mayer

Chuck Versus the Living Dead 17. maí 2010 52 – 317

Chuck dreymir að Shaw er á lífi og fær Söruh og Casey að hjálpa sér að rannsaka málið. Justin fær Ellie að hafa samband við föður sinn Stephen Bartowski. Morgan grunar að Ellie sé að halda framhjá Devon. Stephen segir Chuck að Intersect-tölvan sé að ofhita heilann í honum.

Höfundar: Lauren LeFranc & Rafe Judkins, Leikstjóri: Jay Chandrsekhar

Chuck Versus the Subway 24. maí 2010 53 – 318

Chuck sér Shaw á lífi ganga um borð í neðanjarðarlest og Bartowski-teymið eltir hann. Á meðan býr Stephen til tæki sem að hitastilla Intersect-tölvuna. Ellie kemst að því að Chuck sé njósnari og Shaw hefur hlaðið í sig Ring-Intersect-tölvu.

Saga: Matt Miller, Handrit: Allison Adler & Phil Klemmer, Leikstjóri: Matt Shakman

Chuck Versus the Ring: Part II 24. maí 2010 54 – 319

Shaw hefur drepið Stephen Bartowski og sannfært alla að Bartowski-teymið séu svikarar. Ellie, Morgan og Devon bjarga Chuck, Söruh og Casey frá Shaw. Chuck og Bartwoski-teyminu tekst að fá Shaw játa svik sín og handtaka hann. Chuck lofar Ellie að hætta sem njósnari en hinstu skilaboð Stephens til Chucks er að Chuck finni móður sína, Mary Bartowski, sem er njósnari...

Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Fjórða þáttaröð (2010-2011)

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the Anniversary 20. september 2010 55 – 401

Chuck fær Morgan að hjálpa sér að finna móður sína. Á meðan rannsaka Sarah og Casey rússneska vopnasalan Alexei Volkoff. Ellie kemst að því að hún sé ófrísk. Chuck kemst að því að móðir hans er fangi Volkoffs og gengur aftur í CIA til að finna hana. Bandaríska ríkisstjórnin hefur gert Buy More að njósnastöð. Olivia Munn leikur fyrstu Gretuna.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Suitcase 27. september 2010 56 – 402

Chuck og Sarah eiga fara til Mílanó til að ná hátæknibyssukúlum af Volkoff-fulltrúanum Sofiu Stepanova (Karolína Kurková) sem dulbýr sig sem ofurfyrirsæta. Á meðan eiga Morgan og Casey að finna Jeff og Lester aftur til að viðhalda dulargervi Buy more-verslunarinnar. Isaiah Mustafa leikur nýju Gretuna.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Gail Mancuso

Chuck Versus the Cubic Z 4. október 2010 57 – 403

Chuck og Sarah eru í sambandskrísu og þurfa líka að kljást við gamla óvini: Hugo Panzer (Steve Austin) og Heather Chandler (Nicole Richie). Fyrsta verkefni Morgans sem verslunarstjóri Buy More er að sjá um að hafa nóg af eintökum af vinsælum tölvuleik svo að aðdáendurnir brjálist ekki. Stacy Kiebler leikur nýju Gretuna.

Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Norman Buckley

Chuck Versus the Coup d'Etat 11. október 2010 58 – 404

Alejandro Goya hershöfðingi bíður Devon, Ellie, Chuck og Söruh að koma í heimsókn til Costa Gravas. Á meðan byrjar Morgan samband með Alex McHugh, dóttur Caseys.

Höfundur: Kristin Newman, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Couch Lock 18. október 2010 59 – 405

Þegar gamalt teymi Caseys á að hafa tengsl við Volkoff þarf Casey að gera upp jarðarförina sína til að lokka þá til sín. Morgan reynir hvað hann getur að segja Casey frá sér og Alex.

Höfundur: Henry Alonso Myers, Leikstjóri: Michael Schlutz

Chuck Versus the Aisle of Terror 25. október 2010 60 – 406

Móðir Chucks hefur samband við hann og biður hann að hjálpa sér að ná Volkoff-vísindamanninum Dr. Stanley Wheelwright (Robert Englund) sem hefur búið til óttagas. Morgan undirbýr Buy More fyrir hrekkjavökuna.

Höfundur: Craig DiGregorio, Leikstjóri: John Scott

Chuck Versus the First Fight 1. nóvember 2010 61 – 407

Til að sanna sakleysi móður sinnar þarf Chuck að hitta MI6-njósnarann Gregory Tuttle. Á meðan er Morgan fúll út í Casey fyrir að ljúga að sér.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Fear of Death 15. nóvember 2010 62 – 408

Eftir að Mary bældi niður Intersect-tölvuna í Chuck ræður Beckman Jim Rye fulltrúa (Rob Riggle) til hjálpa Chuck virkja hana á ný og fer með hann í sendiför til að ná Adelbert de Smet (Richard Chamberlain), einnig þekktur sem "Belginn". Á meðan reyna Morgan og Casey að hindra Jeff og Lester að komast að sannleikanum um nýju Gretuna (Summer Glau).

Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus Phase Three 22. nóvember 2010 63 – 409

Belginn (Richard Chamberlain) hefur fangað Chuck og reynir að komast að leyndarmálinu um Intersect-tölvuna. Sarah gerir hvað sem hún getur til að ná Chuck aftur. Elli og Devon finna fartölvu sem Stephen Bartowski skildi eftir handa Ellie.

Höfundur: Kristin Newman, Leikstjóri: Anton Cooper

Chuck Versus the Leftovers 29. nóvember 2010 64 – 410

Mary snýr aftur til að vernda Chuck frá Volkoff en Chuck treystir henni ekki og lætur handtaka hana sem leiðir Volkoff til Buy More. Devon er áhyggjufullur yfir þráhyggju Elliear á fartölvu föður síns.

Höfundur: Henry Alonso Myers, Leikstjóri: Zachary Levi

Chuck Versus the Balcony 17. janúar 2011 65 – 411

Þegar Chuck og Sarah eiga að finna tölvukubb í vínekru í Frakklandi ákveður Chuck biðja Söruh að giftast sér. Á meðan biður Lester Big Mike að hjálpa sér með ástarlífið.

Höfundur: Max Denby, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar

Chuck Versus the Gobbler 24. janúar 2011 66 – 412

Sarah gengur í lið með Volkoff til að ná Mary aftur fyrir Chuck en þarf að frelsa einn manna Volkoffs, Yuri Gabrienko (þekktur sem Yuri the Gobbler), úr fangelsi. Á meðan rífast Ellie og Devon nöfn á barnið.

Höfundur: Craig DiGregorio, Leikstjóri: Milan Cheylov

Chuck Versus the Push Mix 31. janúar 2011 67 – 413

Chuck og Morgan ákveða ná Volkoff til að bjarga Söruh og Mary. Á meðan er Ellie við það að eiga og Devon stressast þegar hann finnur ekki geisladisk (The Push Mix) sem átti að spila við fæðinguna. Slasaður Casey neyðist til að eyða meiri tíma með dóttur sinni.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Seduction Impossible 7. febrúar 2011 68 – 414

Chuck, Sarah og Casey eiga ná ofurnjósnaranum Roan Montgomery (John Larroquette) aftur frá Fatimu Tazi (Lesley-Ann Brandt), sem er leiðtogi kvennamálaliða í Marokkó. Á meðan þarf Morgan að hitta móður Alex og Mary vill hjálpa Ellie sjá um Clöru.

Höfundar: Chris Fedak & Kristin Newman, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the Cat Squad 14. febrúar 2011 69 – 415

Chuck hefur samband við gamla teymið hennar Söruh - The C.A.T. Squad - svo að hann geti boðið einhverjum vinkonum hennar í trúlofunar veisluna en þegar gamall óvinur C.A.T. Squad, Augusto Gaez (Lou Diamond Phillips), snýr aftur þurfa þær að vinna aftur saman þrátt fyrir vantraust meðal Söruh og Zondru. Carina er einnig meðlimur C.A.T. Sqaud og vandræði myndast fyrir Morgan þegar hún hittir Alex.

Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Paul Marks

Chuck Versus the Masquerade 21. febrúar 2011 70 – 416

Chuck, Sarah og Casey þurfa að vernda unga breska aðalskonu, Vivian McArthur, frá mönnum Volkoffs. Jane Bently forstjóri NCS býður Casey að ganga í lið með sér. Morgan ákveður flytja úr íbúð hans og Chucks.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the First Bank of Evil 28. febrúar 2011 71 – 417

Vivian reynist vera dóttir Volkoffs og Chuck og Sarah eiga að notfæra sér hana til að ná bankareikningi Volkoffs í Makau. Morgan reynir finna sér nýja íbúð og endar sem herbergisfélagi Caseys. Lögfræðingur Volkoffs vill að Vivian haldi áfram starfi föður hennar.

Höfundar: Henry Alonso Myers & Craig DiGregorio, Leikstjóri: Frederick E.O. Toye

Chuck Versus the A-Team 14. mars 2011 72 – 418

Síðastliðnar vikur hafa Chuck og Sarah ekki fengið nein verkefni frá Beckman. Ástæðan er NCS hefur stofnað nýtt Intersect-teymi sem Casey leiðir með Richard Noble (Isaiah Mustafa) og Victoriu Dunwoody (Stacy Kiebler). Chuck og Sarah ákveða að sanna sig svo að þau geta fengið verkefni á ný. Ellie vill fá fartölvu föður síns aftur.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Kevin Bray

Chuck Versus the Muuurder 21. mars 2011 73 – 419

Eftir að teymi Jane Bentley mistókst fær Chuck að velja fjóra CIA-fulltrúa til að verða næsti Intersect-fulltrúinn en þegar einhver byrjar að myrða fulltrúana einn á fætur öðrum þurfa Chuck, Sarah og Casey að finna morðingjann. Á meðan ræna LargeMart-starfsmennirnir Big Mike eftir að Jeff og Lester rændu Kevin Bacon - lukkugríslingi LargeMart.

Höfundar: Alex Katsnelson & Kristin Newman, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Family Volkoff 11. apríl 2011 74 – 420

Þegar Vivian Volkoff hefur ráðið launmorðingja til að myrða Chuck neyðist hann að fá aðstoð frá Alexei Volkoff. Mary hefur áhyggjur yfir framgangi Elliear á fartölvu Stephens Bartowski.

Höfundar: Amanda Kate Shuman & Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Wedding Planner 18. apríl 2011 75 – 421

Þegar að brúðkaupsskipuleggjari Chucks og Söruh rænir þau neyðist Sarah að leita til föður síns (Gary Cole). Casey hittir móður Alex sem taldi Casey vera dáinn.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Anton Cooper

Chuck Versus Agent X 2. maí 2011 76 – 422

Vivian heimtar að Riley finni Agent X og drepi hann til að enginn geti staðið upp á móti henni. Til að finna Agent X þarf Riley finna Orion-tölvuna sem er hjá Ellie. Á meðan halda Ellie og Devon gæsa- og steggjateiti fyrir Söruh og Chuck.

Höfundar: Phil Klemmer & Craig DiGregorio, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Last Details 9. maí 2011 77 – 423

Þegar að Vivian handsamar Mary fyrir að reyna að stela Norseman-tækinu verða Chuck, Sarah og Casey að ná henni aftur. Ellie fer yfir um þegar hún reynir að hanna fullkomið brúðkaup fyrir Chuck og Söruh og ræður Jeff og Lester til að búa til myndband um Chuck og Söruh.

Höfundar: Henry Alonso Myers & Kristin Newman, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Cliffhanger 16. maí 2011 78 – 424

Þegar Vivian eitrar fyrir Söruh, neyðist Chuck vinna gegn CIA til bjarga lífi hennar. Eini maður sem getur bjargað henni er MI6-vísindamaðurinn Hartley Winterbotton - áður þekktur sem Alexei Volkoff...

Höfundar: Chris Fedak & Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Fimmta þáttaröð (2011-2012)

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the Zoom 21. október 2011 79 – 501

Chuck og Sarah hafa stofnað njósnafyrirtækið Carmichael Industries og vinna sem frjálsstarfandi njósnarar. Morgan er nýja Intersect-manneskjan og þarf Chuck að hjálpa honum að stjórna tölvunni.

- Mark Hamill og Craig Kilborn leika skúrka.

Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

Chuck Versus the Bearded Bandit 28. október 2011 80 – 502

- Jeff Fahey og Justin Hartley eru gestaleikarar.

Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

Chuck Versus the Frosted Tips 4. nóvember 2011 81 – 503

Morgan þarf að lifa við afleiðingar þess að misnota Intersect-tölvuna.

Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

Chuck Versus the Business Trip 11. nóvember 2011 82 – 504

Á starfsmannaráðstefnu Buy More hitta Chuck og Sarah Crazy Bob og Jane Robertson, sem eru líka Buy More-forstjórar.

- David Koechner og Cathrine Dent eru gestaleikarar.

Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

Chuck Versus the Hack Off 18. nóvember 2011 83 – 505

Casey hefur hitt jafnoka sinn Gertrude Verbanski - forstjóra Verbanski Corp, besta njósnafyrirtæki heims og aðalkeppinautur Carmichael Industries.

- Danny Pudi er gestaleikar og Carrie-Anne Moss leikur Gertrude Verbanski.

Höfundur: ?, Leikstjóri: Zachary Levi

Chuck Versus the Curse 2011 84 – 506

- Rebecca Romijn leikur kaldrifjaða CIA-fulltrúann Robin Cunnings sem reynir að kenna Chuck um „glæp aldarinnar.“

Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

? 2011 85 – 507
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
Chuck Versus the Baby 2011 86 – 508
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
? 2011 87 – 509
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
? 2011 88 – 510
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
? 2011 89 – 511
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
? 2012 90 – 512
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?
? 2012 91 – 513
Höfundur: ?, Leikstjóri: ?

Persónur & leikendur

Aðalleikarar

  • Zachary Levi sem Charles Irving "Chuck" Bartowski/Charles Carmichael (fyrrum CIA-fulltrúi)
  • Yvonne Strahovski sem Sarah Bartowski (fyrrum CIA-fulltrúi)
  • Joshua Gomez sem Morgan Guillermo Grimes (fyrrum CIA-fulltrúi)
  • Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor Fay "Ellie" Bartowski-Woodcomb
  • Adam Baldwin sem John Casey ofursti (fyrrum NSA-fulltrúi)
  • Ryan McPartlin sem Dr. Devon Christian "Captain Awesome" Woodcomb (Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker (Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Vik Sahay sem Lester Patel (Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes( Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Julia Ling sem Anna Melinda Wu (Gestahlutverk í 1. og 3. þáttaröð, aðalhlutverk í 2. þáttaröð)
  • Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi (Gestahlutverk í 1., 2., 3. þáttaröð, aðalhlutverk í 4. og 5. þáttaröð)

Gestaleikarar

  • C.S. Lee sem Harold Tiberius "Harry" Tang (1. þáttaröð)
  • Tony Todd sem Langston Graham (1. og 2. þáttaröð)
  • Matthew Bomer sem Bryce Larkin (1. og 2. þáttaröð)
  • Mini Andén sem Carina Miller (1. 3. og 4. þáttaröð)
  • Tony Hale sem Emmett Milbarge (2. og 3. þáttaröð)
  • Jordana Brewster sem Dr. Jill Roberts/Sandstorm (2. þáttaröð)
  • Scott Bakula sem Stephen J. Bartowski/Orion (2. og 3. þáttaröð)
  • Chevy Chase sem Ted Roark (2. þáttaröð)
  • Brandon Routh sem Daniel Shaw (3. þáttaröð)
  • Kristin Kreuk sem Hannah (3. þáttaröð)
  • Mekenna Melvin sem Alex McHugh (3. og 4. þáttaröð)
  • Mark Sheppard sem Ring-forstjórinn (3. þáttaröð)
  • Scott Holroyd sem Justin Sullivan (3. þáttaröð)
  • Linda Hamilton sem Mary Elizabeth Bartowski/Frost (4. þáttaröð)
  • Timothy Dalton sem Alexei Volkoff/Hartley Winterbottom (4. þáttaröð)
  • Lauren Cohan sem Vivian McArthur/Vivian Volkoff (4. þáttaröð)
  • Ray Wise sem Riley (4. þáttaröð)
  • Robin Givens sem Jane Bently (4. þáttaröð)
  • Richard Burgi sem Clyde Decker (4. þáttaröð)
  • Carrie-Anne Moss sem Gertrude Verbanski (5. þáttaröð)

Framleiðsla

Hugmynd

Josh Schwartz og Chris Fedak skrifuðu handritið af fyrsta þættinum sem var gefið grænt ljós á í janúar 2007. Schwartz og Fedak gengu báðir í háskólann í Suður-Kaliforniu og fékk Fedak Schwartz í lið með sér. Joseph Mcginty Nichol, sem var með-framleiðandi Schwartz í The O.C., leikstýrði fyrsta klukkutímanum af þáttaröðinni og varð síðan einn af aðalframleiðundunum í gegnum fyrirtæki sitt, Wonderland Sound and Vision. Fedak, Peter JOhnson, Scott Rosenbaum, Matthew Miller og Allison Adler voru með-framleiðendur. NBC sýndi fyrsta þáttinn fyrr en ætlað var og pantaði seinna 12 þætti til viðbótar. 26. nóvember 2007 var tilkynnt að þættirnir yrðu að annarri þáttaröð, með 22 þáttum.

Ráðningar

Zachary Levi og Adam Baldwin voru fyrstir til þess að vera ráðnir í febrúar 2007 í hlutverk Chuck Bartowski og NSA fulltrúann Major John Casey. Fedak hafði alltaf haft Baldwin í huga fyrir hlutverk Johns Casey og fannst framleiðundunum hann passa fullkomlega í hlutverkið. Nýliðinn Yvonne Strahovski var valin sem aðalleikkonan í hlutverk CIA fulltrúans Söruh Walker í sama mánuði. Ráðningarnar héldu áfram út mars og urðu Sarah Lancaster, Joshua Gomez og Natalie Martinez fyrir valinu í hlutverk Dr. Ellie Bartowksi (eldri systir Chucks), Morgan Grimes (besti vinur Chucks) og Kayla Hart (nágranni Chucks sem er hrifin af honum). Persónan Kayla Hart var ekki með þegar tökur byrjuðu vegna þess að Fedak og Schwartz fannst það vera of ólíklegt og flókinn söguþráður að tvær konur væru að rífast yfir Chuck. Seinna nafni Morgans var breytt í „Grimes“ og seinna nafni Söruh var breytt í „Walker“ en það var áður „Kent“.

Viðtökur

Þrátt fyrir mikla stöðuhækkun frá NBC og með náð fyrir augum gagnrýnenda voru áhorfstölurnar ekki mjög góðar vegna harðrar samkeppni við smelli frá ABC (Dancing with the Stars), FOX (House), og CBS (How I Met Your Mother, The Big Bang Theory) á mánudögum. Áhorfstölurnar báru einnig vott af verkfalli handritshöfunda í fyrstu þáttaröðinni.

Gagnrýnendur

Fyrstu viðbrögð við Chuck voru góð. Tímaritið Rolling Stone setti þáttinn á „We Like to Watch“-listann haustið 2007 og sagði að þátturinn ætti eftir að slá í gegn. Chucks lenti á lista USA Today yfir 10 bestu þætti 2007 og þau sögðu frammistöðu Zachary Levi vera frábæra og gaf þættinum þrjár stjörnur af fjórum.

Þegar árið 2008 fór að nálgast enda fylgdu fleiri gagnrýnendur í kjölfarið. Í desember það ár nefndi tímaritið Time þáttinn einn af 10 bestu þáttum ársins, fleiri aðilar fylgdu í kjölfarið og sást það að þátturinn var orðinn mjög vinsæll og gagnrýnendur kepptust við að lofa hann. Pittsburgh Post-Gazette sagði að Chuck væri einn af fáum ljósum blettum í sjónvarpi 2008.

Verðlaun

Fyrsta þáttaröðin af Chuck fékk mjög mikla athygli. Þátturinn var nefndur nokkuð oft í IGN verðlaununum 2007. Ásamt því að vinna heiðurinn af Bestu nýju sjónvarpsþáttaröðinni vann Sarah Walker verðlaun fyrir Besti sjónvarpskarakterinn og Chuck og Sarah unnu Couple That We Rooted for the Most. Chuck var einnig tilnefndur fyrir Besta nýja gamanþáttaröðin Á People's Choice Awards árið 2008 en tapaði fyrir Samantha Who?. Chuck var líka tilnefndur fyrir „Outstanding Main Title Design“ það ár en vann ekki.

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Chuck (tv series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.