Munur á milli breytinga „Eyjólfur Hallsson ofláti“

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Eyjólfur Hallsson''', kallaður ofláti (d. 1212) var ábóti í Saurbæjarklaustri í Eyjafirði, annar í röðinni af þremur ábótum klaustursins,...)
 
m
 
'''Eyjólfur Hallsson''', kallaður ofláti (d. [[1212]]) var [[ábóti]] í [[Saurbæjarklaustur|Saurbæjarklaustri]] í Eyjafirði, annar í röðinni af þremur ábótum klaustursins, og tók við af [[Þorkell Skúmsson|ÞorkeliÞorkatli Skúmssyni]], sem talinn er hafa dáið [[1203]]. Eyjólfur var þó ekki vígður ábóti fyrr en [[1206]].
 
Eyjólfur var af höfðingjaættum, sonur [[Hallur Hrafnsson|Halls Hrafnssonar]] prests á [[Grenjaðarstaður|Grenjaðarstað]] og seinna ábóta í [[Munkaþverárklaustur|Munkaþverárklaustri]], en hann var aftur sonur [[Hrafn Úlfhéðinsson|Hrafns Úlfhéðinssonar]] lögsögumanns. Móðir hans var Valgerður Þorsteinsdóttir, sem var af ætt [[Ásbirningar|Ásbirninga]].
Eyjólfur varð prestur á Grenjaðarstað eins og faðir hans hafði verið og þótti einn helsti klerkur norðanlands. Þegar [[Guðmundur góði]] var kjörinn [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] [[1201]] vildi hann færast undan biskupskjörinu og nefndi til nokkra menn sem hann vildi afsala embættinu til. Einn þeirra var Eyjólfur, en hann afþakkaði. Eyjólfur hefur án efa verið einn ábótanna þriggja sem voru með Guðmundi fyrir [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]] [[1208]]; hinir hafa verið [[Þórarinn Sveinsson (ábóti)|Þórarinn Sveinsson]] á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]] og [[Ormur Skeggjason]] á Munkaþverá. Hann lést 1212 og tók [[Þorsteinn Tumason]] við af honum.
 
Kona Eyjólfs var Guðrún Ólafsdóttir en Ólafur Þorsteinsson faðir hennar átti Saurbæ áður en þar var klaustur og lauk ævinni sem [[kanúki]] þar. Þau áttu tvo syni.
 
== Heimildir ==
2.349

breytingar

Leiðsagnarval