„Emanuel Swedenborg“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Emanuel Swedenborg (fæddur Swedberg) (1688–1772) var sænskur vísindamaður, guðspekingur og heimspekingur. Swedenborg átti sérlega fjölbreyttan feril og varla hafa margir menn...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 16. júlí 2011 kl. 10:49

Emanuel Swedenborg (fæddur Swedberg) (1688–1772) var sænskur vísindamaður, guðspekingur og heimspekingur.

Swedenborg átti sérlega fjölbreyttan feril og varla hafa margir menn í veraldarsögunni komið víðar við. Hann var uppfinningamaður, bókbindari, eðlisfræðingur, stjörnufræðingur (hann smíðaði eigin sjóngler, stjörnukíki og smásjá), ævisagnaritari, ljóðskáld, ritstjóri, sálfræðingur, heimspekingur, stærðfræðingur, landafræðingur, málmfræðingur, garðyrkjufræðingur, eðlisfræðingur, flugverkfræðingur, teiknari, organisti, vélfræðingur, trésmiður, námuverkfræðingur, heimsfræðingur, dulspekingur, guðspekingur og mikill ferðalangur. Áhrifa hans gætir í íslenskri menningu, svo sem á Einar Jónsson myndhöggvara.