Munur á milli breytinga „Hvalsey“

Jump to navigation Jump to search
22 bætum bætt við ,  fyrir 9 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
Bærinn og kirkjan í '''Hvalseyjarfirði''' (í seinni tíma heimildum er kirkjustaðurinn nefndur ''Hvalsey'' eftir styttingu í lýsingu af brúðkaupinu 1408) er einn af þekktari stöðum frá tímum norrænna manna á [[Grænland]]i. Bæði er að þar eru mestu rústir uppistandandi frá þessum tímum og að síðustu rituðu heimildir frá norrænum Grænlendingunum fjalla um þennan stað. Í [[Landnámabók]] er Þorkell farserkur nefndur sem landnámsmaður þar, einnig er sagt að hann hafi verið heygður í túninu og gengið aftur til að fylgjast með afkomendum sínum. Hvalseyjarfjörður var í miðri [[Eystribyggð]] ekki langt frá [[Brattahlíð|Bröttuhlíð]] og biskupssetrinu á [[Garðar (Grænlandi)|Görðum]].
 
í kirkjulýsingu [[Ívar Bárðarson|Ívars Bárðarsonar]] er bærinn sagður norsk konungsjörð og heiti Þjóðhildarstaðir en kirkjan Hvalseyjarfjarðarkirkja.
 
Hvalseyjarfjörður er í næsta nágrenni við [[Qaqortoq]], höfuðbyggð Suður-Grænlands, og nefnist nú Qaqortukulooq, fjörðurinn sjálfur Qaqortup Imaa og eyjan Hvalsey heitir Arpatsivik.
2.416

breytingar

Leiðsagnarval