„Rafbók“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Rafbækur sem gerðar eru með [[skjálesari|skjálesara]] í huga eru kallaðar [[lófabók|lófabækur]].
Rafbækur sem gerðar eru með [[skjálesari|skjálesara]] í huga eru kallaðar [[lófabók|lófabækur]].


Rafbækur má lesa með meðal annars í [[tölva|tölvu]], [[farsími|farsíma]], [[snjalltafla|snjalltöflu]] eða [[skjálesari|skjálesara]]. Rafbókum er hægt að hlaða niður frá [[lófabókaveita|lófabókaveitum]] á ýmsum vefsíðum og netverslunum eins og [[Amazon.com]] og [[iBookstore]]. Oftast eru rafbækur útgáfur [[bók|prentaðra bóka]], en rafbækur eru ekki endilega prentaðar líka. Helstu tæki sem eru notuð til að lesa rafbækur eru [[Amazon Kindle]], [[Borders Kobo]], [[Sony Reader]] og [[iPad]].
Rafbækur má lesa með meðal annars í [[tölva|tölvu]], [[farsími|farsíma]], [[snjalltafla|snjalltöflu]] eða [[lestölva|lestölvu]]. Rafbókum er hægt að hlaða niður frá [[lófabókaveita|lófabókaveitum]] á ýmsum vefsíðum og netverslunum eins og [[Amazon.com]] og [[iBookstore]]. Oftast eru rafbækur útgáfur [[bók|prentaðra bóka]], en rafbækur eru ekki endilega prentaðar líka. Helstu tæki sem eru notuð til að lesa rafbækur eru [[Amazon Kindle]], [[Borders Kobo]], [[Sony Reader]] og [[iPad]].


Algengustu gerðir rafbóka til lestrar eru til dæmis [[PDF]], [[ePub]], [[Kindle format]] og [[MobiPocket]].
Algengustu gerðir rafbóka til lestrar eru til dæmis [[PDF]], [[ePub]], [[Kindle format]] og [[MobiPocket]].

Útgáfa síðunnar 20. júní 2011 kl. 17:55

Rafbók er efni á stafrænu formi sem myndar heild og er ætlað að miðla upplýsingum með texta, táknum og myndum. Hugtakið rafbók nær því yfir mjög vítt svið skjala á tölvutæku formi. Rafbækur geta til dæmis verið textaskrá (txt), ritvinnsluskjal (doc) eða vefsíða.

Rafbækur sem gerðar eru með skjálesara í huga eru kallaðar lófabækur.

Rafbækur má lesa með meðal annars í tölvu, farsíma, snjalltöflu eða lestölvu. Rafbókum er hægt að hlaða niður frá lófabókaveitum á ýmsum vefsíðum og netverslunum eins og Amazon.com og iBookstore. Oftast eru rafbækur útgáfur prentaðra bóka, en rafbækur eru ekki endilega prentaðar líka. Helstu tæki sem eru notuð til að lesa rafbækur eru Amazon Kindle, Borders Kobo, Sony Reader og iPad.

Algengustu gerðir rafbóka til lestrar eru til dæmis PDF, ePub, Kindle format og MobiPocket.

Fyrstu rafbækur voru gefnar út árið 1971 í Gutenberg-verkefninu. Verkefnið samanstendur af verkum ekki lengur undir höfundarréttarvörn og gerir notendum kleift að hlaða bækurnar niður ókeypis. Bækurnar frá Gutenburg fást í mismunandi skráarsniðum og þannig er hægt að lesa þær með flestum tækjum.[1]

Fyrstu bækur sem skrifaðar voru sérstaklega sem rafbækur voru fáar og snérust um takmörkuð efni fyrir sérstaka hópa, til dæmis voru margar þeirra tæknilegar handbækur sem fjölluðu um tölvunarfræði eða framleiðsluaðferðir. Við þróun internetsins á tíunda áratugnum varð miklu einfaldara að ná í rafbækur.

Heimildir

  1. „Project Gutenberg - free ebooks online download for iPad, Kindle, Nook, Android, iPhone, iPod Touch, Sony Reader“. Sótt 10. júní 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.