Munur á milli breytinga „Platon“

Jump to navigation Jump to search
26 bætum bætt við ,  fyrir 9 árum
 
=== Frumspeki og þekkingarfræði ===
[[Mynd:Plato's allegory of the cave.jpg|thumb|right|185px|Í [[Hellislíking Platons|hellislíkingunni]] úr ''[[Ríkið (Platon)|Ríkinu]]'' er raunveruleikanum líkt við skuggamyndir [[Frummyndakenningin|frummyndanna]].]]
Frægasta kenning Platons er [[frummyndakenningin]].<ref>Um frummyndakenninguna, sjá Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5274 „Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól?“], ''Vísindavefurinn'' 19.9.2005. (Skoðað 6.2.2007). Um frumspeki og þekkingarfræði Platons, sjá Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5332 „Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?“], ''Vísindavefurinn'' 14.10.2005. (Skoðað 9.8.2007); Allan Silverman, [http://plato.stanford.edu/entries/plato-metaphysics/ „Plato's Middle Period Metaphysics and Epistemology“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2003) (Skoðað 9.8.2007); og White (1976).</ref> Platon taldi efnisheiminn vera lélega eftirlíkingu af óbreytanlegum óhlutbundnum frummyndum sem eru utan tíma og rúms og verða ekki skynjaðar með skynfærum en sem mögulegt er að kanna og skilja með hugsun. Frummyndirnar gegna fjórþættu hlutverki: frumspekilegu, þekkingarfræðilegu, merkingarfræðilegu og siðfræðilegu. Þær eru raunverulegar og stöðugar verundir, ólíkt efnisheiminum sem er sífellt ''verðandi'' og ''er'' aldrei neitt. Af því að þær ''eru'' í orðsins fylltsu merkingu eru þær viðföng [[þekking]]ar en efnisheimurinn er einungis viðfang brigðulla skoðana. Frummyndirnar eru einnig merkingarmið [[hugtak]]a og gegna þannig [[merkingarfræði]]legu hlutverki í heimspeki Platons. Að lokum gegna þær [[siðfræði]]legu hlutverki en meðal frummyndanna ríkir stigskipting og efst trónir frummynd hins góða. sem allir góðir hlutir líkjast eða eiga hlutdeild í. Frummyndakenningin kemur fyrir í nokkrum samræðum, m.a. ''[[Fædon (Platon)|Fædoni]]'', ''[[Ríkið (Platon)|Ríkinu]]'', ''[[Samdrykkjan (Platon)|Samdrykkjunni]]'', ''[[Parmenídes (Platon)|Parmenídesi]]'' og ''[[Tímajos (Platon)|Tímajosi]]''
 

Leiðsagnarval