„Þrasýmakkos“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fa:تراسیماخوس
MystBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: tr:Thrasymachus
Lína 34: Lína 34:
[[ru:Фрасимах]]
[[ru:Фрасимах]]
[[sk:Thrasymachos z Chalkedónu]]
[[sk:Thrasymachos z Chalkedónu]]
[[tr:Thrasymachus]]

Útgáfa síðunnar 22. maí 2011 kl. 02:05

Þrasýmakkos (forngríska: Θρασύμαχος; um 459-400 f.Kr.) var forngrískur fræðari sem er þekktastur úr Ríkinu eftir Platon.

Hinn sögulegi Þasýmakkos

Þrasýmakkos var frá Kalkedon við Svartahafið. Hann var fræðari og starfaði einkum í Aþenu. Hann fékkst meðal annars við mælskufræði og stjórnmálafræði.

Varðveitt er brot úr verki hans Um stjórnskipun.

Þrasýmakkos hjá Platoni

Þrasýmakkos bregður fyrir í 1. bók Ríkisins eftir Platon þar sem honum er lýst sem skapbráðum og ofstopafullum manni. Þrasýmakkos ver þar þá kenningu að réttlæti sé ekkert annað en það sem kemur sér vel fyrir þann sterkari. Nafn hans merkir „sá sem berst af ákafa“ og kann það að vera skýringin á hlutverki hans í samræðunni.

Tenglar


Forverar Sókratesar