Munur á milli breytinga „Marshall Warren Nirenberg“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: {{Vísindamaður | svæði = Lífvísindi| tímabil = 20. öld| color = #B0C4DE | image_name = MNirenberg.jpg| nafn ...)
 
 
==Rannsóknir==
Árið [[1959]], þegar Nirenberg var að ljúka [[nýdoktor]]sverkefni sínu hjá [[DeWitt Stetten yngri|Stetten]] og [[William Jakoby|Jakoby]] við [[National Institutes of Health|bandarísku heilbrigðisstofnunina]], var það orðinn að heita má viðtekinn sannleikur að erfðaefni lífvera væri [[DNA]]. Þetta höfðu til dæmis rannsóknir [[tilraun Avery, MacLeod og McCarty|Avery og félaga]], [[tilraun Meselsons og Stahl|Meselsons og Stahl]], [[tilraun Hershey og Chase|Hershey og Chase]] og [[James D. Watson|Watsons]] og [[Francis Crick|Crick]] sýnt fram á. Hins vegar var það enn óráðin gáta hvernig upplýsingar um samsetningu [[prótín]]a væru kóðaðar í kirnaröð DNA og hvert hlutverk [[RNA]] væri í [[genatjáning|tjáningarferlinu]]. Nirenberg einsetti sér að greiða úr þessum ráðgátum og fékk til liðs við sig ungan þýskan lífefnafræðing, [[J. Heinrich Matthaei|Heinrich Matthaei]]. Þeir bjuggu til með [[efnasmíð]] pólýúrasíl, það er, RNA-sameindir sem samanstóðu eingöngu af fjölliðu [[úrasíl]] [[kirni|kirna]]. Það settu þeir út í frumufrían vökva sem [[útdráttur (lífefnafræði)|dreginn hafði verið út]] úr rækt ‘‘''[[Escherichia coli]]‘‘'' baktería. Einnig bættu þeir [[ensím]]i sem brýtur niður DNA út í blönduna, til að tryggja að prótínsmíð myndi ekki eiga sér stað út frá DNA bakteríanna, heldur eingöngu út frá pólýúrasíl sameindinni. Þessu næst var bætt í blönduna hinum 20 náttúrlegu amínósýrum og var ein þeirra merkt með geislavirkri samsætu. Tilraunin var marg-endurtekin og mismunandi amínósýra geislamerkt í hvert sinn. Peptíðunum sem smíðuð voru út frá pólýúrasíl sameindinni var safnað og geislavirkni mæld. Einungis í þeim tilraunum þar sem [[fenýlalanín]] var geislamerkt reyndist peptíðafurðin vera geislavirk og þar með var fyrsti [[tákni]]nn í erfðakóðanum ráðinn: UUU stendur fyrir fenýlalanín.<ref>‘‘‘H. J. Matthaei, O. W. Jones, R. G. Martin og M. W. Nirenberg’’’ (1962) ͈Characteristics and composition of RNA coding units” ‘’Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America’’ ‘’’48,’’’ 666–677. [http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?tool=pmcentrez&artid=220831 pdf]</ref>
 
Eftir að kapphlaupinu um ráðningu erfðakóðans lauk, sneri Nirenberg sér að rannsóknum í [[taugalíffræði]] og [[þroskun]].

Leiðsagnarval