„Breiðafjörður“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
orðalag
málfar; stafsetning
Lína 6: Lína 6:
Náttúra Breiðafjarðar er mjög sérstök og einkennist af fjölda eyja. Talið er að þar séu um 3000 eyjar, hólmar og sker. Eyjarnar á Breiðafirði eru eitt af því sem löngum hefur verið talið óteljandi á Íslandi. [[Sjávarföll]] eru mjög mikil á firðinum og er munur á flóði og fjöru allt að 6 metrum á meðal stórstreymi. Landslagið tekur því miklum breytingum eftir stöðu sjávar og er þar um fjórðungur af öllum fjörum á Íslandi.
Náttúra Breiðafjarðar er mjög sérstök og einkennist af fjölda eyja. Talið er að þar séu um 3000 eyjar, hólmar og sker. Eyjarnar á Breiðafirði eru eitt af því sem löngum hefur verið talið óteljandi á Íslandi. [[Sjávarföll]] eru mjög mikil á firðinum og er munur á flóði og fjöru allt að 6 metrum á meðal stórstreymi. Landslagið tekur því miklum breytingum eftir stöðu sjávar og er þar um fjórðungur af öllum fjörum á Íslandi.


Berggrunur Breiðarfjarðar tilheyrir elsta hluta berggrunns Íslands og er um 6 til 12 miljón ára gamall, hluti af tertíer berggrunninum. Hann er að mestu leyti byggður upp af misþykkum [[basalt]]hraunlögum. Á [[Hrappsey]] má finna bergtegundina [[anortosíts]] og er það eini fundarstaðurinn á Íslandi. Antortosíts er stundum nefnd tunglberg eftir annarri aðalbergtegund [[Tunglið|tunglsins]]. Stór [[skriðjökull]] lág yfir Breiðafirði á síðustu ísöld og hefur hann að mestu mótað núverandi landslag í firðinum.
Berggrunur Breiðarfjarðar tilheyrir elsta hluta berggrunns Íslands og er um 6 til 12 miljón ára gamall, hluti af tertíer berggrunninum. Hann er að mestu leyti byggður upp af misþykkum [[basalt]]hraunlögum. Á [[Hrappsey]] má finna bergtegundina [[anortosít]] og er það eini fundarstaðurinn á Íslandi. Antortosít er stundum nefnd tunglberg því að það er önnur aðalbergtegund [[Tunglið|tunglsins]]. Stór [[skriðjökull]] yfir Breiðafirði á síðustu ísöld og hefur hann að mestu mótað núverandi landslag í firðinum.


Óvenjumikið og fjölskrúðugt lífríki er í firðinum og á eyjunum. Þar eru meðal annars mikilvægar hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar tegundir t.d. [[Þorskur|þorsk]], [[Rækja|rækju]], [[hörpuskel]] og [[hrognkelsi]]. Um 20 % af íslenska [[Landselur|landsselsstofninum]] og um helmingur [[Útselur|útselsstofninum]] halda sig við Breiðafjörð. Hvalir er tíðir á Breiðafirði og smáhveli eins og [[hnísa]] og [[hnýðingur]] eru algengustu tegundirnar en [[Háhyrningur|háhyrningar]] og [[Hrefna|hrefnur]] eru algengar á utanverðum firðinum. Þar er einnig eitt mikilvægasta svæða landsins fyrir fuglalíf. Sjófuglar einkenna svæðið og er fjöldi einstaklinga mestur hjá [[Lundi|lunda]] en [[æðarfugl]]ar eru næstflestir. [[Fýll]], [[dílaskarfur]], [[toppskarfur]], [[Rita (fugl)|rita]], [[hvítmáfur]], [[svartbakur]], [[kría]] og [[teista]] eru einnig mjög áberandi tegundir en [[grágæs]], [[þúfutittlingur]], [[maríuerla]] og [[snjótittlingur]] eru einnig algengar tegundir. Um 70 % af íslenska [[Haförn|hafarnarstofninum]] lifir við Breiðafjörð. Toppskarfur verpir á Íslandi nánast eingöngu við fjörðin og um 90 % dílaskarfa verpa þar. [[Minkur|Minkar]] eru nú í öllum eyjum á firðinum en [[Heimskautarefur|refir]] hafa ekki verið með greni þar svo vitað sé til þó þeir sjáist stundum á eyjum næst landi.
Lífríki fjarðarins og eyjanna er óvenjumikið og fjölskrúðugt. Þar eru meðal annars mikilvæg hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar tegundir t.d. [[Þorskur|þorsk]], [[Rækja|rækju]], [[hörpuskel]] og [[hrognkelsi]]. Um 20 % af íslenska [[Landselur|landselsstofninum]] og um helmingur [[Útselur|útselsstofninum]] halda sig við Breiðafjörð. Hvalir eru tíðir á Breiðafirði og smáhveli eins og [[hnísa]] og [[hnýðingur]] eru algengustu tegundirnar en [[Háhyrningur|háhyrningar]] og [[Hrefna|hrefnur]] eru algengar á utanverðum firðinum. Þar er einnig eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir fuglalíf. Sjófuglar einkenna svæðið og er fjöldi einstaklinga mestur hjá [[Lundi|lunda]] en [[æðarfugl]]ar eru næstflestir. [[Fýll]], [[dílaskarfur]], [[toppskarfur]], [[Rita (fugl)|rita]], [[hvítmáfur]], [[svartbakur]], [[kría]] og [[teista]] eru einnig mjög áberandi tegundir en [[grágæs]], [[þúfutittlingur]], [[maríuerla]] og [[snjótittlingur]] eru einnig algengar tegundir. Um 70 % af íslenska [[Haförn|hafarnarstofninum]] lifir við Breiðafjörð. Toppskarfur verpir á Íslandi nánast eingöngu við fjörðin og um 90 % dílaskarfa verpa þar. [[Minkur|Minkar]] eru nú í öllum eyjum á firðinum en [[Heimskautarefur|refir]] hafa ekki verið með greni þar svo vitað sé til þó þeir sjáist stundum á eyjum næst landi.


== Búseta og landnýting ==
== Búseta og landnýting ==
Breiðarfjörður hefur verið í byggð allt frá því að Þrándur mjóbein nam land í [[Flatey á Breiðafirði|Flatey]]. Þar þóttu landkostir miklir þó að eyjarnar væru smáar, hlunnindabúskpur eyjabænda bætti það ríflega upp. Nýttu menn jöfnum höndum fisk, sel og fugl. Helstu verstöðvar voru í [[Oddbjarnarsker]]i, [[Bjarnaeyjar|Bjarneyjum]] og [[Höskuldsey]]. Dvöldu um 200 manns vor og haust á vertíð í Oddbjarnaskeri fram á seinni hluta 19. aldar. Einkum voru það flatfiskar, hrongkelsi, þorskur, ýsa og skata sem veidd var. Selurinn gaf af sér kjöt og spik til fæðu (og einnig brætt og notað sem ljósgjafi) og skinn í klæði og skó. Auk fuglatekju til matar var eggjatekja og dúntekja mikilvæg hlunnindi.
Eyjar á Breiðafirði hafa verið í byggð allt frá því að Þrándur mjóbein nam land í [[Flatey á Breiðafirði|Flatey]]. Þar þóttu landkostir miklir þó að eyjarnar væru smáar, hlunnindabúskpur eyjabænda bætti það ríflega upp. Nýttu menn jöfnum höndum fisk, sel og fugl. Helstu verstöðvar voru í [[Oddbjarnarsker]]i, [[Bjarnaeyjar|Bjarneyjum]] og [[Höskuldsey]]. Dvöldu um 200 manns vor og haust á vertíð í Oddbjarnaskeri fram á seinni hluta 19. aldar. Einkum voru það flatfiskar, hrongkelsi, þorskur, ýsa og skata sem veidd voru. Selurinn gaf af sér kjöt, spik til fæðu og ljósmetis og skinn í klæði og skó. Auk fuglatekju til matar var eggja- og dúntekja mikilvæg hlunnindi.


Nú er einungis búið allt árið um kring í [[Flatey]] Í Flatey er einna best varveittur byggðakjarni landsins frá seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. í Flatey var [[Flateyjarklaustur|klaustur]] frá [[1172]] og þar var [[Flateyjarbók]], sem er merk heimild um Noregskonunga, varðveitt um tíma.
Nú er einungis búið allt árið í [[Flatey]]. Þar er einna best varveitti byggðakjarni landsins frá seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Í Flatey var [[Flateyjarklaustur|klaustur]] frá [[1172]] og þar var [[Flateyjarbók]], sem er merk heimild um Noregskonunga, varðveitt um tíma.


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 19. apríl 2011 kl. 16:21

Helstu firðir og flóar við Ísland.
Breiðafjörður og Faxaflói eru stærstu firðir við Ísland.

Breiðafjörður er stór og grunnur fjörður við vesturströnd Íslands, um 50 km breiður og 125 km langur. Breiðafjörður er á milli Vestfjarðakjálkans og Snæfellsness og er umkringdur fjöllum á þrjá vegu og ganga margir firðir inn úr honum, stærstur þeirra Hvammsfjörður í austurátt. Nokkur þéttbýlissvæði eru að sunnanverðu við fjörðinn en engin norðanmegin.

Náttúra

Fjaran í Skáleyjum á Breiðafirði

Náttúra Breiðafjarðar er mjög sérstök og einkennist af fjölda eyja. Talið er að þar séu um 3000 eyjar, hólmar og sker. Eyjarnar á Breiðafirði eru eitt af því sem löngum hefur verið talið óteljandi á Íslandi. Sjávarföll eru mjög mikil á firðinum og er munur á flóði og fjöru allt að 6 metrum á meðal stórstreymi. Landslagið tekur því miklum breytingum eftir stöðu sjávar og er þar um fjórðungur af öllum fjörum á Íslandi.

Berggrunur Breiðarfjarðar tilheyrir elsta hluta berggrunns Íslands og er um 6 til 12 miljón ára gamall, hluti af tertíer berggrunninum. Hann er að mestu leyti byggður upp af misþykkum basalthraunlögum. Á Hrappsey má finna bergtegundina anortosít og er það eini fundarstaðurinn á Íslandi. Antortosít er stundum nefnd tunglberg því að það er önnur aðalbergtegund tunglsins. Stór skriðjökull lá yfir Breiðafirði á síðustu ísöld og hefur hann að mestu mótað núverandi landslag í firðinum.

Lífríki fjarðarins og eyjanna er óvenjumikið og fjölskrúðugt. Þar eru meðal annars mikilvæg hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar tegundir t.d. þorsk, rækju, hörpuskel og hrognkelsi. Um 20 % af íslenska landselsstofninum og um helmingur útselsstofninum halda sig við Breiðafjörð. Hvalir eru tíðir á Breiðafirði og smáhveli eins og hnísa og hnýðingur eru algengustu tegundirnar en háhyrningar og hrefnur eru algengar á utanverðum firðinum. Þar er einnig eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir fuglalíf. Sjófuglar einkenna svæðið og er fjöldi einstaklinga mestur hjá lunda en æðarfuglar eru næstflestir. Fýll, dílaskarfur, toppskarfur, rita, hvítmáfur, svartbakur, kría og teista eru einnig mjög áberandi tegundir en grágæs, þúfutittlingur, maríuerla og snjótittlingur eru einnig algengar tegundir. Um 70 % af íslenska hafarnarstofninum lifir við Breiðafjörð. Toppskarfur verpir á Íslandi nánast eingöngu við fjörðin og um 90 % dílaskarfa verpa þar. Minkar eru nú í öllum eyjum á firðinum en refir hafa ekki verið með greni þar svo vitað sé til þó þeir sjáist stundum á eyjum næst landi.

Búseta og landnýting

Eyjar á Breiðafirði hafa verið í byggð allt frá því að Þrándur mjóbein nam land í Flatey. Þar þóttu landkostir miklir þó að eyjarnar væru smáar, hlunnindabúskpur eyjabænda bætti það ríflega upp. Nýttu menn jöfnum höndum fisk, sel og fugl. Helstu verstöðvar voru í Oddbjarnarskeri, Bjarneyjum og Höskuldsey. Dvöldu um 200 manns vor og haust á vertíð í Oddbjarnaskeri fram á seinni hluta 19. aldar. Einkum voru það flatfiskar, hrongkelsi, þorskur, ýsa og skata sem veidd voru. Selurinn gaf af sér kjöt, spik til fæðu og ljósmetis og skinn í klæði og skó. Auk fuglatekju til matar var eggja- og dúntekja mikilvæg hlunnindi.

Nú er einungis búið allt árið í Flatey. Þar er einna best varveitti byggðakjarni landsins frá seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Í Flatey var klaustur frá 1172 og þar var Flateyjarbók, sem er merk heimild um Noregskonunga, varðveitt um tíma.

Heimildir

Tenglar