„Kirkjubær (Færeyjum)“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
 
mEkkert breytingarágrip
'''Kirkjubær''' ([[færeyska]]: ''Kirkjubøur'') er lítið þorp á vestanverðri [[Straumey]] í [[Færeyjar|Færeyjum]], [[biskupssetur]] á miðöldum og því helsti sögustaður eyjanna. Þar er jafnframt kóngsjörðin Kirkjubøargarður eða Kirkjubær, þar sem Paturssonarættin hefur búið frá 1557. Kirkjubær og grannþorpið [[Velbastaður]] voru áður sérstakt sveitarfélag en runnu saman við [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] árið 2005.
 
Biskupssetur hefur líklega verið stofnað í Kirkjubæ um 1100 og sátu Færeyjabiskupar þar fram yfir [[Siðaskiptin|siðaskiptasiðaskipti]] [[1538]] en eftir að fyrsti og eini lútherski biskupinn féll frá 1557 var biskupsdæmið lagt niður og kóngsbændur tóku við búskap á jörðinni. Elsti hluti íbúðarhússins á Kirkjubøargarði, þar sem Paturssonfjölskyldan býr enn, er talinn vera frá 11. öld og eitt elsta [[timburhús]] í heimi sem enn er búið í. Af öðrum merkum minjum í Kirkjubæ má nefna elstu kirkju Færeyja sem enn er í notkun, [[Ólafskirkjan í Kirkjubæ|Ólafskirkjuna]], sem er frá 12. öld og gengdi hlutverki dómkirkju í kaþólskri tíð en lítið er nú eftir af upphaflegu svipmóti hennar, og [[Múrinn]], en það eru rústirnar af ófullgerðri dómkirkju, Magnúsarkirkjunni, sem byrjað var að reisa um 1300 og átti að helga [[Magnús Orkneyjajarl|Magnúsi helga Orkneyjajarli]]. Veggir kirkjunnar standa enn og eru rústirnar á [[heimsminjaskrá]] UNESCO.
 
Sagt er að í Kirkjubæ hafi á miðöldum verið allstórt þorp á þeirra tíma mælikvarða, um 50 hús, en flestum þeirra hafi skolað á haf út í ofviðri á 16. öld. Nú eru 77 íbúar í þorpinu (1. janúar 2010) en árið 1985 voru þeir 55.
13.003

breytingar

Leiðsagnarval