„Alþjóðlega staðlastofnunin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
CarsracBot (spjall | framlög)
Lína 38: Lína 38:
[[gl:Organización Internacional para a Estandarización]]
[[gl:Organización Internacional para a Estandarización]]
[[he:ארגון התקינה הבינלאומי]]
[[he:ארגון התקינה הבינלאומי]]
[[hi:अन्तर्राष्ट्रीय मानकीकरण संगठन]]
[[hi:अंतरराष्ट्रीय मानकीकरण संगठन]]
[[hr:Međunarodna organizacija za standardizaciju]]
[[hr:Međunarodna organizacija za standardizaciju]]
[[hu:Nemzetközi Szabványügyi Szervezet]]
[[hu:Nemzetközi Szabványügyi Szervezet]]

Útgáfa síðunnar 31. janúar 2011 kl. 09:20

Alþjóðlega staðlastofnunin (ISO) er alþjóðlegt fulltrúaráð sem samsett er af fulltrúum ríkisstaðlastofnana og sér um að setja fram alþjóðlega staðla fyrir viðskipti og iðnað. Eru þessir staðlar þekktir sem ISO staðlar. Hún var stofnsett 23. febrúar 1947.

Stofnunin er yfirleitt kölluð einfaldlega ISO (borið fram sem „ísó“). Það er algengur misskilningur að ISO standi fyrir enska heitið International Organization for Standardization, eða svipað. ISO er ekki skammstöfun, heldur kemur það frá gríska orðinu isos, sem þýðir „jafngildur“. Vegna þess að eigið nafn stofnuninnar er mismunandi í hverju tungumáli ákváðu stofnendur hennar að nota „ISO“ sem alhliða stutt heiti á henni.

Þó að ISO flokki sjálfa sig sem óopinbera stofnun, er hún valdmeiri en flestar aðrar óopinberar stofnanir vegna þess að staðlar sem hún setur verða oft að lögum í gegnum milliríkjasamninga eða ríkisstaðla, og hagar hún sér yfirleitt meira eins og samtök með sterk tengsl við ríkistjórnir. Meðlimir ISO teljast nokkur af stærri hlutafélögum heims og að minnsta kosti ein staðalnefnd frá hverju landi.

ISO starfar náið með Alþjóðlega raftækniráðinu (IEC) sem er ábyrgt fyrir stöðlun raftækja.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.