Kennslufræði Reggio Emilia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kennslufræði Reggio Emilia er hugmyndafræði innan uppeldisfræðinnar fyrir leikskóla- og grunnskólabörn. Upphafsmaður hennar var kennari að nafni Loris Malaguzzi, sem ásamt foreldrum barna í þorpum í kringum borgina Reggio Emilia ákváðu eftir hildarleik seinni heimstyrjaldarinnar að bæta þyrfti úr uppeldisaðferðum. Meðal grunnáhersluatriða Reggio Emilio kennslufræðinar er virðing, ábyrgð, könnun og að einstaklingarnir haldi nokkru sjálfræði í því hvað þau taka sér fyrir hendur.

Nokkur fjöldi leikskóla á Íslandi starfa eftir kennslufræðum Reggio Emilia.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.