Kendra Wilkinson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kendra Wilkinson
Kendra í október 2011
Fædd
Kendra Leigh Wilkinson

12. júní 1985 (1985-06-12) (38 ára)
MakiHank Baskett (2009-)
BörnHank Baskett IV

Kendra Leigh Baskett (fædd 12. júní 1985), betur þekkt af fæðingarnafni sínu Kendra Wilkinson, er bandarísk sjónvarpsstjarna og glamúrmódel. Hún er vel þekkt fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþættinum The Girls Next Door, þar sem sagt var frá lífi þriggja kærasta Hugh Hefners sem sýndur var á E! sjónvarpstöðinni. Þrátt fyrir að hún hafi ekki verið Playboy „leikfélagi“ (e. „playmate“), hefur hún setið fyrir í þremur nektarmyndartökum með hinum tveimur kærustunum, Holly Madison og Bridget Marquardt. Hennar eigin raunveruleikaþáttaröð, Kendra, fór í loftið í júní 2009.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Kendra Wilkinson fæddist í San Diego, Kaliforníu og er af írskum ættum. Hún á einn yngri bróður, Colin. Móðir hennar, Patti, er upphaflega frá Cherry Hill í New Jersey og var klappstýra fyrir The Philadelphia Eagles. Faðir hennar, Eric, ólst upp í Bryn Mawr í Pennsylvaniu og í Ocean City í New Jersey, áður en hann flutti til San Diego í Kaliforníu þegar hann var 15 ára. Hann er með gráðu í lífefnafræði frá háskólanum í Kaliforníu og stofnaði nokkur líftækni-fyrirtæki, áður en hann fór á eftirlaun 48 ára gamall. Patti og Eric giftust 5. nóvember 1983. Þau skildu 25. mars 1994, þegar Kendra var átta ára. Amma hennar, Gloria Wilkinson, dó í desember 2004. Kendra ólst upp í Clairemont, mið-klassa samfélagi í miðbæ San Diego og gekk í Clairemont menntaskólann þar sem hún útskrifaðist árið 2003. Hún spilaði mjúkbolta (e. „softball“) í sex ár með „The Clairemont Bobby Sox“. Þegar hún hafði klárað menntaskólann byrjaði hún að vinna sem glamúr-fyrirsæta og vann líka sem aðstoðarkona tannlæknis í stuttan tíma.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Kendra hitti Hugh Hefner í 78 ára afmælisveislu hans í apríl 2004, þar sem hún hafði verið ráðin sem ein af „máluðu stelpunum“ (konur sem eru alveg naktar nema það eru málaðir skartgripir og þess háttar á þær). Hefner hafði greinilega séð myndina hennar, sem var tekin af Kim Riley, á faxtæki á Playboy setrinu og vildi vita hver hún væri. Stuttu eftir að þau hittust bar Hefner Kendru að verða ein af kærustunum hans og hún flutti inn á Playboy setrið ásamt hundunum sínum, Raskal og Martini.

Hún var meðlimur í raunveruleikaþættinum „The Girls Next Door“ sem var sýndur á E! sjónvarpstöðinni en hann fylgdist með lífi þriggja þáverandi kærasta Hefners: Kendru Wilkinson, Holly Madison og Bridget Marquardt. Hún flutti út af setrinu árið 2009 eftir að hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Hank Baskett, og er núna með sinn eigin raunveruleikaþátt á E! sem heitir „Kendra“. Fyrsta þáttaröðin var um hana að lifa lífinu upp á eigin spýtur og skipulagningu brúðkaupsins.

Wilkinson hefur birst í nokkrum þáttum eins og Las Vegas og Entourage. Hún kom einnig fram í tónlistarmyndbandi Akons við lagið „Smack That“. Á meðan upptaka mynbandsins stóð yfir, hellti Eminem flösku af vatni á hausinn á henni, þó að þau hafi sæst síðar. Árið 2006 birtist hún í „Playboy Special Editions Sexy 100“. Árið 2007 birtist hún í tónlistarmynbandi við lagið „Rockstar“ með hljómsveitinni Nickelback, ásamt Holly og Bridget. Hún hafði einnig lítið hlutverk í Scary Movie 4.

Kendra hefur sagt að hana langi að verða nuddari eða leiklýsandi. Í desember 2005 fór hún að blogga reglulega í dálk á vefsíðu „The Philadelphia Eagles“, liðið sem móðir hennar var atvinnuklappstýra fyrir og eiginmaður hennar leikur fyrir.

Kendra „leikur“ núna í þáttunum Kendra, sem einblína á líf hennar eftir að hún yfirgaf Playboy setrið og trúlofaðist fótboltakappanum Hank Baskett. Kendra fór í loftið þann 7. júní 2009 og sló áhorfendamet stöðvarinnar og var vinsælasti raunveruleikaþáttur stöðvarinnar síðan The Anna Nicole Show byrjaði árið 2002. E! hafði gefið grænt ljós á átta þætti. Hún vinnur núna að annarri þáttaröðinni sem fór af stað í mars 2010.

Árið 2007 kom Hank Baskett fram í þætti af WWE Raw með Bridget Marquardt.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Þann 13. ágúst 2008, sagði Wall Street Journal frá því að Hank Baskett væri besti frægasti aðdáandi Olive Garden. Kendra Wilkinson hafði áður lýst matnum á Olive Garden sem „sálarmatnum sínum“. Blaðið lagði áherslu á að stöðugar fullyrðingar hennar um matinn á fjölskyldustaðnum væru ósviknar, persónulegur og væru ekki bundnar neinum greiðslum frá Olive Garden. Í rauninni tók veitingastaðurinn lofum hennar blendnum tilfinningum og eitthvað af því var tengt því að staðurinn leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi.

Hjónaband[breyta | breyta frumkóða]

Þann 22. september 2008 tilkynnti Alþjóðlega viðskiptatímaritið að Wilkinson væri trúlofuð fótboltakappanum Hank Baskett. Í fyrstu neitaði Wilkinson þessari tilkynningu en játaði seinna að hún ætti í sambandi við Baskett þann 7. október 2008. Þann 6. nóvember 2008 tilkynnti E! Online að Kendra og Hank væru trúlofuð eftir að hann hafi beðið hennar síðastliðinn laugardag.

Kendra giftist Hank Baskett þann 27. júní 2009 á Playboy setrinu. Þrátt fyrir að það hafi upphaflega verið tilkynnt um að Hugh Hefner myndi gefa brúðina, var það bróðir Kendru, Colin, sem leiddi hana upp að altarinu. Fjölskylda Kendru var á staðnum sem og Holly Madison og Bridget Marquardt. Us Weekly borgaði parinu 120.000 dollara fyrir brúðkaupsmyndirnar. Í brúðkaupsþætti Kendru, sögðu þau að Kendra myndi ekki taka eftirnafn eiginmannsins.

Ólétta[breyta | breyta frumkóða]

Þann 11. júní 2009 tilkynnti Kendra að hún og Hank ættu von á sínu fyrsta barni. Barnið, strákur sem nefndur var Hank Baskett IV, fæddist þann 11. desember 2009 klukkan 12:37 að staðartíma í Carmel, Indiana með keisaraskurði. Hann vó 4,2 kg.

Í viðtali eftir fæðingu Hanks IV, sagði Kendra að hún hafi þjáðst af fæðingarþunglyndi. „Eftir að hafa fætt, greiddi ég mér aldrei, burstaði aldrei tennurnar eða fór í sturtu,“ sagði hún. „Ég leit í spegilinn einn daginn og var mjög þunglynd.“ Eftir meðgönguna vó hún 70 kíló samkvæmt E!. Hún rakti þunglyndið til þess að flytja til Indianapolis þar sem eiginmaður hennar lék svo snemma eftir fæðingu sonarins og henni fannst hún vera einangruð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Kendra Wilkinson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.