Fara í innihald

Kenai Fjords-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Two Arm Bay.
Sæljón.
Bear Glacier, skriðjökull Harding Icefield.
Kenai fjords national park.

Kenai Fjords-þjóðgarðurinn (enska:Kenai Fjords National Park) er þjóðgarður á Kenaiskaga í Alaska, Bandaríkjunum. Hann var stofnaður árið 1980 og þekur um 2700 ferkílómetra. Staðsetning hans er vestur af bænum Seward. Þjóðgarðurinn er þakinn jöklum að helmingi og er ísbreiðan Harding Icefield þeirra mestur. Skriðjöklar Hardingsjökuls hafa mótað fjölmarga firði og heitir þjóðgarðurinn eftir þeim. Ýmis spendýr á landi og legi lifa í þjóðgarðinum: Elgur, úlfur, háhyrningur og hnúfubakur sem dæmi.

Vestur af þjóðgarðinum er Kenai National Wildlife Refuge og í suðri á hann landamæri að Kachemak Bay State Park.

Fyrirmynd greinarinnar var „Kenai Fjords National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóv. 2016.