Katmai-þjóðgarðurinn og verndarsvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lega þjóðgarðsins.
Nákvæmara kort.
Gígur Katmaifjalls.
Valley of Ten Thousand Smokes.
Grábjörn við að grípa sér máltíð.

Katmai-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska:Katmai National Park and Preserve) er þjóðgarður í suður-Alaska í Bandaríkjunum. Stærð hans er 16.564 ferkílómetrar eða svipað að stærð og Wales. Þjóðgarðurinn er á Alaska-skaga vestur af Kodíakeyju. Þjóðgarðurinn var fyrst svokallað national monument en núverandi þjóðgarður var stofnaður árið 1980. Nafn hans kemur frá Mount Katmai sem er virk eldkeila en 18 eldfjöll eru í þjóðgarðinum, þar af 7 virk. Þekkt svæði í Katmai þjóðgarði er Valley of Ten Thousand Smokes sem er dalur sem varð fyrir gusthlaupi eldgoss í eldfjallinu Novarupta árið 1912 og markast af því. Brúnbjörn er fjölmennur á svæðinu og er fjöldinn yfir 2200. Dýralíf ber annars nokkurn keim af svæðum annars staðar í fylkinu.

Árið 1989 olli Exxon Valdez-olíulekinn umhverfisspjöllum á strandlengju þjóðgarðsins og yfir 8000 fuglar dóu vegna olíubrákar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Katmai National Park and Preserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1 des. 2016.