Karol Nawrocki
Karol Nawrocki | |
---|---|
![]() Karol Nawrocki árið 2025. | |
Forseti Póllands | |
Tekur við embætti 6. ágúst 2025 | |
Forsætisráðherra | Donald Tusk |
Forveri | Andrzej Duda |
Formaður Minningastofnunar þjóðarinnar Póllands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 23. júlí 2021 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 3. mars 1983 Gdańsk, Póllandi |
Þjóðerni | Pólskur |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Hæð | 1,86 m |
Maki | Marta Nawrocka |
Börn | 3 |
Bústaður | Siedlce, Gdańsk |
Menntun | Doktorspróf í sagnfræði |
Háskóli | Háskólinn í Gdańsk Tækniháskólinn í Gdańsk |
Laun | 18.676,17 PLN |
Karol Tadeusz Nawrocki (f. 3. mars 1983) er pólskur sagnfræðingur, fyrrum atvinnuíþróttamaður og stjórnmálamaður sem er verðandi forseti Póllands.[1] Hann hefur verið formaður Þjóðminningarstofnunar Póllands frá árinu 2021 og var safnstjóri Safns um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk frá 2017 til 2021. Nawrocki bauð sig fram í forsetakosningum Póllands árið 2025 með stuðningi Laga og réttlætis og bar sigur úr býtum í seinni umferð þeirra gegn Rafał Trzaskowski, borgarstjóra Varsjár.[2]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Karol Nawrocki er fyrrverandi hnefaleikakappi. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Fyrir forsetakjör sitt var Nawrocki forstöðumaður Þjóðminningarstofnunar, sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og á glæpum nasista og kommúnistastjórnar landsins á 20. öld. Í því embætti hóf stofnunin herferð til að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum. Nawrocki stýrði jafnframt safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk en var þar gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í sögu stríðsins í Póllandi.[3]
Nawrocki varð forsetaframbjóðandi í forsetakosningum Póllands árið 2025 með stuðningi stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis. Í kosningabaráttunni stillti hann sér upp sem hluta af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og naut stuðnings erlendra leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. Nawrocki lofaði að stórefla pólska herinn og halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríði landsins við Rússland. Hann gagnrýndi hins vegar úkraínskt flóttafólk sem hafði komið til Póllands vegna stríðsins.[3]
Í kosningabaráttunni vakti sjö ára gamalt viðtal við Nawrocki athygli, en hann hafði veitt viðtalið í dulargervi undir dulnefninu Tadeusz Batyr og hafði hrósað sjálfum sér í hástert fyrir fræðastörf sín. Á sama tíma hafði Nawrocki einnig birt samfélagsmiðlafærslu þar sem hann sagðist hafa hitt Batyr til að leiðbeina honum og kallaði bók sem birt var undir hans nafni áhugaverða.[4]
Í fyrstu umferð tapaði hann fyrir Rafał Trzaskowski með 29,54% atkvæða gegn 31,36%. Í seinni umferð forsetakosninganna, sem fram fór 1. júní 2025, vann Nawrocki sigur. Hann hlaut 50,89 prósent atkvæðanna en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski, hlaut 49,11 prósent.[5]
Stjórnmálaskoðanir
[breyta | breyta frumkóða]Nawrocki er á móti því að Úkraína gerist aðili að NATO og Evrópusambandinu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi í samskiptum Póllands og Úkraínu, þar á meðal með skilum á líkamsleifum Pólverja sem voru í myrtir í seinni heimsstyrjöldinni.[6] Hann er mótfallinn innflytjendastefnu ESB og hefur tilkynnt að hann ætli að segja upp flóttamannasamningi sambandsins.[7] Á þingflokksþingi sínu kynnti hann „Áætlun 21“ sem felur meðal annars í sér: tryggingu um að ekki verði hækkaðir skattar, lækkun virðisaukaskatts, hækkun annars skattþreps, núllskatt á tekjuskatt fyrir fjölskyldur með að minnsta kosti tvö börn, auk þess að fella niður erfðafjárskatt og fjármagnstekjuskatt.[8][9] Síðar lagði hann einnig fram tillögur um þróun kjarnorku, á meðan kol væri áfram notað til bráðabirgða.[10]
Þann 5. apríl 2025 kynnti Nawrocki landbúnaðaráætlun sína þar sem hann lýsti yfir andstöðu gegn evrópska græna sáttmálanum og samningum ESB við Mercosur-ríkin. Hann gagnrýndi nýjar reglugerðir sem takmarka landbúnaðarframleiðslu, byggingu vindmylla nálægt byggðum og afnám takmarkana á innflutningi matvæla frá Úkraínu. Einnig boðaði hann styrkingu stuðningskerfa og sérkjara lánveitinga fyrir fjölskyldubú. Hann sagðist vilja að pólskir bændur hlytu forgangsmeðferð og að takmarkanir á kaupum útlendinga á landbúnaðarjörðum sem gilda til ársins 2026 yrðu framlengdar.[11]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (2. júní 2025). „Karol Nawrocki er næsti forseti“. RÚV. Sótt 3. júní 2025.
- ↑ „Wybory prezydenckie 2025: Kiedy Karol Nawrocki zostanie Prezydentem RP? [TERMINY]“. www.gazetaprawna.pl (pólska). 2 júní 2025. Sótt 2 júní 2025.
- ↑ 3,0 3,1 Rafn Ágúst Ragnarsson (2. júní 2025). „Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi“. Vísir. Sótt 3. júní 2025.
- ↑ „Fór í dulargervi til að lofsama sjálfan sig“. mbl.is. 29. mars 2025. Sótt 3. júní 2025.
- ↑ „Nawrocki kjörinn forseti Póllands“. mbl.is. 2. júní 2025. Sótt 3. júní 2025.
- ↑ „Zełenski odpowiedział Nawrockiemu. Dworczyk: jego wypowiedź była niepotrzebna i należy ją skrytykować“. www.pap.pl. PAP. 16 janúar 2025.
- ↑ „Nawrocki: Jak zostanę prezydentem, jednostronnie wypowiem pakt migracyjny“. www.gazetaprawna.pl (pólska). 8 febrúar 2025. Sótt 7 júní 2025.
- ↑ Nawrocki, K. (2025, 2. mars). Karol Nawrocki ogłosił 'Plan 21'. Co zawiera? WP Wiadomości. https://wiadomosci.wp.pl/karol-nawrocki-oglosil-plan-21-co-zawiera-7130814394903488a
- ↑ „Nawrocki przedstawił "plan 21". Są obietnice zmian podatkowych“. Do Rzeczy (pólska). 2. mars 2025. Sótt 7 júní 2025.
- ↑ „Karol Nawrocki wchodzi do drugiej tury. Jaki jest jego program wyborczy?“. Business Insider Polska (pólska). 29 maí 2025. Sótt 7 júní 2025.
- ↑ „Stop Zielonemu ładowi, wsparcie dla rolników. Nawrocki z planem dla polskiej wsi“. Bankier.pl (pólska). 5 apríl 2025. Sótt 7 júní 2025.
Fyrirrennari: Andrzej Duda |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
