Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson
Bakhlið
SG - 049
FlytjandiBjarni Þorsteinsson
Gefin út1972
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson
Hljóðdæmi

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einsöngvarar: Guðrún Tómasdóttir og Sigurður Björnsson. Hljóðritun fór fram í Háteigskirkju í Reykjavík fyrri hluta ársins 1972 undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Litmynd á framhlið tók Gunnar Hannesson, en ljósmynd af Karlakór Reykjavíkur á bakhlið tók Kristján Magnússon að afloknum hljómleikum kórsins í Austurbœjarbiói vorið 1972.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ég vil elska mitt land - Texti: Guðmundur Magnússon
  2. Vor og haust - Texti: Páll J. Árdal - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Sigurður Björnsson
  3. Vakir vor í bæ - Texti: Hannes Hafstein
  4. Sólsetursljóð - Texti: Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Páll P. Pálsson.
  5. Taktu sorg mína - Texti: Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir
  6. Kirkjuhvoll - Texti: Guðmundur Guðmundsson
  7. Allir eitt - Texti: Matthías Jochumsson'
  8. Sveitin mín - Texti: Sigurður Jónsson
  9. Systkinin - Texti: Einar H. Kvaran - Einsöngur: Sigurður Björnsson
  10. Heyrið yfir höfin gjalla - Texti: Guðmundur Magnússon
  11. Burinrótin - Texti: Páll J. Árdal - Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir
  12. Þess bera menn sár - Texti: Hannes Hafstein
  13. Eitt er landið - Texti: Matthías Jochumsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er þriðja hljómplatan í úfgáfuflokki SG-hljómplatna og Karlakórs Reykjavíkur, þar sem eingöngu eru tekin fyrir lög eftir íslenzk tónskáld.

Hérna eru á ferðinni lög eftir Bjarna Þorsteinsson. Það er ekki aðeins að Bjarni hafi hlotið heimsfrœgð fyrir söfnun sína á íslenzkum þjóðlögum, sem hann síðan gaf út. Heldur hefur hann gert mikinn hluta laga, sem enn, mörgum áratugum síðar, eru meðal beztu og kunnustu íslenzkra sönglaga. Nokkur kórlaganna eru hér í upphaflegri útsetningu tónskáldsins, en önnur hefur Páll Pampichler Pálsson útsett fyrir Karlakór Reykjavíkur. Hópur hljómlistarmanna úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir í nokkrum laganna, svo og Guðrún A. Kristinsdóttir, píanóleikari. Einsöngvarar eru í sitt hvorum tveimur lögum, þau Guðrún Tómasdóttir og Sigurður Björnsson.