Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson
Forsíða Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson

Bakhlið Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson
Bakhlið

Gerð SG - 049
Flytjandi Bjarni Þorsteinsson
Gefin út 1972
Tónlistarstefna Sönglög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Pétur Steingrímsson

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einsöngvarar: Guðrún Tómasdóttir og Sigurður Björnsson. Hljóðritun fór fram í Háteigskirkju í Reykjavík fyrri hluta ársins 1972 undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Litmynd á framhlið tók Gunnar Hannesson, en ljósmynd af Karlakór Reykjavíkur á bakhlið tók Kristján Magnússon að afloknum hljómleikum kórsins í Austurbœjarbiói vorið 1972.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Ég vil elska mitt land - Texti: Guðmundur Magnússon Hljóðdæmi 
 2. Vor og haust - Texti: Páll J. Árdal - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Sigurður Björnsson
 3. Vakir vor í bæ - Texti: Hannes Hafstein
 4. Sólsetursljóð - Texti: Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Páll P. Pálsson.
 5. Taktu sorg mína - Texti: Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir
 6. Kirkjuhvoll - Texti: Guðmundur Guðmundsson
 7. Allir eitt - Texti: Matthías Jochumsson'
 8. Sveitin mín - Texti: Sigurður Jónsson
 9. Systkinin - Texti: Einar H. Kvaran - Einsöngur: Sigurður Björnsson
 10. Heyrið yfir höfin gjalla - Texti: Guðmundur Magnússon
 11. Burinrótin - Texti: Páll J. Árdal - Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir
 12. Þess bera menn sár - Texti: Hannes Hafstein
 13. Eitt er landið - Texti: Matthías Jochumsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er þriðja hljómplatan í úfgáfuflokki SG-hljómplatna og Karlakórs Reykjavíkur, þar sem eingöngu eru tekin fyrir lög eftir íslenzk tónskáld.

Hérna eru á ferðinni lög eftir Bjarna Þorsteinsson. Það er ekki aðeins að Bjarni hafi hlotið heimsfrœgð fyrir söfnun sína á íslenzkum þjóðlögum, sem hann síðan gaf út. Heldur hefur hann gert mikinn hluta laga, sem enn, mörgum áratugum síðar, eru meðal beztu og kunnustu íslenzkra sönglaga. Nokkur kórlaganna eru hér í upphaflegri útsetningu tónskáldsins, en önnur hefur Páll Pampichler Pálsson útsett fyrir Karlakór Reykjavíkur. Hópur hljómlistarmanna úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir í nokkrum laganna, svo og Guðrún A. Kristinsdóttir, píanóleikari. Einsöngvarar eru í sitt hvorum tveimur lögum, þau Guðrún Tómasdóttir og Sigurður Björnsson.