Karlakór Reykjavíkur - Íslensk þjóðlög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karlakór Reykjavíkur - Íslensk þjóðlög
Bakhlið
SG - 062
FlytjandiKarlakór Reykjavíkur
Gefin út1973
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson

Karlakór Reykjavíkur - Íslensk þjóðlög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Hljóðritun fór fram í Háteigskirkju í Reykjavík fyrrihluta ársins 1973 undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Litmynd á framhlið plötuumslags tók Gunnar Hannesson. Aðrar myndir tók Óli Páll Kristjánsson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Ísland farsælda frón - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag - Jónas Hallgrímsson
 2. Hestavísur - Lag - texti: Jón Leifs - Þjóðvísur
 3. Úti ert þú við eyjar blár - Lag - texti: Útsetning: Páll Ísólfsson - Þjóðvísa - Einsöngur: Friðbjörn G. Jónaaon
 4. Gleðivísur - Lag - texti: Jón Leifs - Þjóðvísur
 5. Bára blá - Lag - texti: Útsetning: Páll P. Pálsson - Magnús Grímsson
 6. Nú er ég glaður - Lag - texti: Útsetning: Sigursveinn D. Kristinsson - Hallgrímur Pétursson
 7. Björt mey og hrein - Lag - texti: Útsetning: Páll P. Pálsson - Þjóðvísa
 8. Grænlandsvísur - Lag - texti: Útsetning: Sigfús Einarsson - Sigurður Breiðfjörð Hljóðskráin "SG-062-Gr%C3%A6nlandsv%C3%ADsur.ogg" fannst ekki
 9. Ó, jómfrú mín - Lag - texti: Útsetning: Viktor Urbancic - Þjóðkvæði
 10. Slyngur er kjói - Lag - texti: Jón Leifs - Þjóðvísur
 11. Í Babylon - Lag - texti: Útsetning: Herbert H. Ágústsson - Þjóðkvæði
 12. Ó, mín flaskan fríða - Lag - texti: Stílfært: Jón Ásgeirsson - Eggert Ólafsson
 13. Harmabótarkvæði - Lag - texti: Útsetning: Þórarinn Jónsson - Þjóðkvæði

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Enn sendir Karlakór Reykjavikur frá sér nýja hljómplötu. Þetta er fjórða platan í útgáfuflokki kórsins og SG-hljómplatna, en hún er að því leyti frábrugðin hinum fyrri, að á henni eru aðeins sungin íslenzk þjóðlög. Eru það ýmist œfagömul þjóðlög, eða þjóðlög, sem yngri tónskáld hafa ritað upp og endurútsett svo og lög, sem samin hafa verið um gömul Íslenzk þjóðlagastef. Á fyrri plötum kórsins fyrir SG-hljómplötur var tekið fyrir sérstakt tónskáld á hverri plötu og mun þeirri útgáfu verða haldið áfram þegar næsta plata kemur út.

Það er samdóma álit hinna fjölmörgu aðdáenda Karlakórs Reykjavíkur, að kórinn hafi vaxið með hverri plötu í útgáfuflokki þessum og ber þessi síðasta plata gleggstan vott um það, því hér er kórinn svo sannarlega í essinu sínu. Hefur kórinn, undir listrænni og næmri stjórn Páls P. Pálssonar, líklega aldrei verið betri en nú.