Karakúlfé
Karakúlfé | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Karakúllamb í Namibíu
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Húsdýr
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Ovis vignei Linnaeus, 1758 |
Karakúlfé (fræðiheiti: Ovis vignei) er sérstök sauðfjártegund upprunnin í Úsbekistan og gefur af sér mjög verðmætar gærur (sérstaklega lömbin). Karakúlféð er nefnt eftir þorpi í Úsbekistan þar sem ræktun þessa sauðfjár hófst. Árið 1933 var flutt inn karakúlfé til Íslands frá Þýskalandi, en með þeim fluttist hingað garnaveiki (Paratuberculosis) sem gerði mikinn usla í sauðfé bænda um nær allt land.
Ær af karakúlkyni hafa engan sérstakan fengitíma heldur geta þær borið þrisvar sinnum á tveimur árum. Gefur það þannig meiri afurðir þar sem lömbunum er slátrað ungum út af gærunum. Gærurnar eru saltaðar, stundum sútaðar, og verður þá til hið svokallaða persaskinn.
Merking karakúl í karakúlfé
[breyta | breyta frumkóða]Orðið karakúl er komið inn í íslenskt ritmál nálægt miðri 20. öld. Það merkir: Með svört eyru, og er afbökun úr tyrknesku orðunum: qara qulag (svart eyra). Það merkir: Loðskinn sem haft er í kvenkápur. Skinnið er af persneskum gaupum sem eru heldur stærri en refir. Það er með rauðbrúnu hári. Eyrun á gaupunum eru stór og svarthærð. [1]
Karakúlfé á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1933 voru fluttar inn 20 karakúlkindur, 15 hrútar og 5 ær. Féð var tvo mánuði í sóttkví en var svo dreift um ýmsa staða á landinu og stunduð blendingsrækt við íslenskt fé nema á Hólum í Hjaltadal þar sem það var hreinræktað. Með þessu karakúlfé bárust til landsins eftirfarandi fjárpestir:
- Votamæði (borgfiska mæðuveikin)
- Þurramæði (þingeyska mæðuveikin)
- Visna
- Garnaveiki
- Kýlapest
Þessar fjárpestir ollu miklu tjóni.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sigurður Skúlason magister; greingarkorn úr Lesbók Morgunblaðsins 1978
- ↑ Íslenska sauðkindin og saga sauðfjárræktar á Íslandi