Fara í innihald

Kangilinnguit

Hnit: 61°14′00″N 48°05′55″V / 61.23333°N 48.09861°V / 61.23333; -48.09861
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

61°14′00″N 48°05′55″V / 61.23333°N 48.09861°V / 61.23333; -48.09861

Loftmynd af herstöðinni í Grønnedal
Kangilinnguit, 1977.

Kangilinnguit, á dönsku: Grønnedal, (eldri grænlensk stafsetning Kangilínguit) liggur við Arsukfjörð í sveitarfélaginu Ivittuut á Suðvestur-Grænlandi. Íbúar eru um 200 og af þeim um 150 danskir hermenn. Hér er aðalbækistöð danska sjóhersins við Grænland (Grønlands Kommando) og landhelgisgæslunnar. Upphaflega byggði bandaríski sjóherinn byggði stöðina um 1943 til að vernda krýolítnámurnar í Ivittuut. Danir yfirtóku stöðina 1951. Frá Kangilinnguit er 6 km vegarspotti til Ivittuut en námunum þar var lokað 1987.

Fyrir náttúruunnendur er margt að sjá í umhverfi Kangilinnguit. Danska nafnið er réttnefni á sumrin enda liggur stöðin í skjóli frá köldu hafinu langt inni í landi en þó langt frá jöklum af grænlenskum stað að vera. Við Arsukfjörð er meðal annars mjög mikið af haförnum og sauðnautum. Um 90 mismunandi tegundir málma og steinda hafa fundist á svæðinu.

Áætlunarflug með þyrlu til og frá Narsarsuaq er einu sinni í viku og sömuleiðis með strandferðarskipi til og frá Paamiut.