Kangerlussuaq-fjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kangerlussuaqfjörður)
Kangerlussuaqfjörður

Kangerlussuaqfjörður (danska: Søndre Strømfjord) er langur fjörður í sveitarfélaginu Qeqqata á Vestur-Grænlandi. Hann er 190 km að lengd og á milli 1,5 km og 8 km breiður. Fjörðurinn liggur frá ós Qinnguata Kuussua-ár í suðvesturátt og opnast út í Davis-sund. Hann er lengsti fjörður á Vestur-Grænlandi. Áin Qinnguata Kuussua rennur undan Russell-jökli, sem er skriðjökull út úr Grænlandsjökli. Mynni fjarðarins er suður af Simiutaq-eyju.

Fjörðurinn er án allra innfjarða og strendur hans eru lítt vogskornar. Vatnið í firðinum er oft smaragðsgrænt á litinn vegna svifaurs í jökulvatninu úr ánni Qinnguata Kuussua. Eina byggðin í firðinum er bærinn Kangerlussuaq, rétt norðan við árósana í botni fjarðarins. Byggðin Kangaamiut er á lítilli eyju í Davis-sundi, um 26 km suður af fjarðarmynninu.

Fjörðurinn er allur skipgengur. Skemmtiferðaskip eins og hið norska Hurtigruten og birgðaskip Royal Greenland sigla reglulega inn í fjörðinn og leggjast að bryggju í Kangerlussuaq-höfn vestan við Kangerlussuaq-flugvöll.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.