Fara í innihald

Kanadaýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanadaýr

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: (Pinales)
Ætt: Ýviðarætt (Taxaceae)
Ættkvísl: Taxus
Tegund:
T. canadensis

Tvínefni
Taxus canadensis
Marshall
Útbreiðsla T. canadensis
Útbreiðsla T. canadensis
Samheiti
  • Taxus baccata var. minor Michx. 1803
  • Taxus procumbens Lodd. ex Loudon 1836
  • Taxus baccata var. procumbens Loudon 1842
  • Taxus baccata var. adpressa Carrière 1855
  • Taxus baccata var. canadensis (Marshall) A.Gray 1856
  • Taxus minor (Michx.) Britton 1893
  • Taxus baccata subsp. canadensis (Marshall) Pilg. 1903
  • Taxus canadensis var. adpressa (Carrière) Spjut 2007
  • Taxus canadensis var. minor (Michx.) Spjut 2007

Kanadaýr (fræðiheiti: Taxus canadensis)[2] er barrtré frá mið- og austurhluta Norður-Ameríku sem vex í mýrlendum skógum, giljum, árbökkum og við vötn.

Mest allt útbreiðslusvæði hans er norðan við Ohio-á. Hann finnst hinsvegar á stöku stað (ísaldarleifar) í Appalasíufjöllum. Suðlægastu fundarstaðirnir eru í Ashe og Watauga sýslum í Norður-Karólínu.[3]

Þetta er vanalega flatur runni, sjaldan yfir 2,5 m hár. Hann kemur stundum með toppsprota, en aldrei frá hliðargreinum, aðeins frá meginstofni af fræplöntum. Runninn er með þunnan, hreistraðan brúnan börk. Barrið er lensulaga, flatt, dökkgrænt, 1 – 2,5 sm langt og 1 - 2,4 mm breitt,[4] í tvemur flötum röðum sitt hvorum megin á greininni.

Rauður berköngullinn er með stakt fræ. Berin eru étin af fuglum sem skila fræjunum ósködduðum af sér. Karlkönglarnir eru hnattlaga, 3mm í þvermál. Hann er einkynja (annað hvort karl- eða kven-kyns) – ein fárra tegunda í ættkvíslinni.

Allir hlutar hans eru eitraðir, nema aldinkjötið, eru eitraðir; hann er hinsvegar talinn minna eitraður en T. baccata. Ættflokkar á útbreiðslusvæðinu hafa notað lítið magn af blöðum í te eða bakstra við ýmsum kvillum, helst gigt. Ýviðargreinar hafa einnig verið notaðar í svitaböðum við gigt. Nútíma náttúrulæknar vilja frekar nota öruggari og virkari jurtir.

Taxus canadensis er nú uppskorinn í norður Ontario, Québec og atlantshafsströnd Kanada þar sem plantan er uppspretta efna í krabbameinslyf (taxane).[5] T. canadensis er mun algengari en Taxus brevifolia (Kyrrahafsýr), og hægt er að uppskera barrið af honum á fimm ára fresti án þess að valda plöntunum skaða, í stað þess að taka börkinn og drepa hann.

Algengasta taxanið í T. canadensis er 9-dihydro-13-acetylbaccatin III, sem er hægt að umbreyta í 10-deacetylbaccatin III, notað í framleiðslu á paclitaxel.[6] Tvö önnur taxön hafa verið greind í T. canadensis, þar á meðal 7β,10β,13α-triacetoxy-5α-(3'-dimethylamino-3'-phenylpropanoyl)oxy-2α-hydroxy-2(3→20)abeotaxa-4(20),11-dien-9-one og 2α,10β-diacetoxy-9α-hydroxy-5α-(3'-dimethylamino-3'-phenylpropanoyl)oxy-3,11-cyclotax-4(20)-en-13-one.[7]

Ber kanadaýviðar
Kanadaýr

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Thomas, P. (2013). Taxus canadensis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42547A2986960. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42547A2986960.en. Sótt 15. janúar 2018.
  2. PLANTS database
  3. „N.C. Natural Heritage Program, Div. of Parks and Rec page_27 dags 2013-09-09“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2012. Sótt 15. apríl 2018.
  4. „EFLORAS - Taxus canadensis“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 15. apríl 2018.
  5. „Harvesting Canada Yew – Information for Landowners“. Ontario Ministry of Natural Resources. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2013. Sótt 9. september 2013.
  6. Nikolakakis, A; Caron, G; Cherestes, A; Sauriol, F; Mamer, O; Zamir, LO (2000). „Taxus canadensis abundant taxane: Conversion to paclitaxel and rearrangements“. Bioorg. Med. Chem. 8 (6): 1269–80. doi:10.1016/S0968-0896(00)00056-0.
  7. Shi, QW; Si, XT; Zhao, YM; Yamada, T; Kiyota, H (mars 2006). „Two new alkaloidal taxoids from the needles of Taxus canadensis. Biosci. Biotechnol. Biochem. 70 (3): 732–6. doi:10.1271/bbb.70.732. PMID 16556995.


  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.